Þegar börn beita önnur börn ofbeldi Guðrún Ágústa Ágústsdóttir skrifar 1. október 2020 17:31 Til okkar í Foreldrahús leitar ansi breiður hópur foreldra og ungmenna þessa lands, enda erum við 34 ára gömul landssamtök og höfum sinnt málefnum barna, ungmenna og foreldra þeirra frá árinu 1986. Teymið okkar starfar þétt saman og höfum við góða yfirsýn yfir ástæður þess að fólk leiti til okkar. Ástæðurnar eru þó nokkrar. Ungmenni á aldrinum 13-18 ára hafa verið hvað útsettust fyrir fikti og neyslu vímuefna, þessi hópur hefur verið í hve mestri hættu á brottfalli út úr skóla, töluvert hefur borið á einangrun þeirra sem standa félagslega höllum fæti í þessum hópi, töluvert er um mikla spilun tölvuleikja og jafnvel tölvu og net fíkn. Það sem við sjáum og teljum einstaklega alvarlegt er að ofbeldi í þessum hópi ungmenna er mikið, alvarlegt og á stundum hrottalegt. Vopnuð ungmenni og hrottalegt ofbeldi Við í Foreldrahúsi höfum orðið varar við að stórir vinahópar myndast stundum á milli hverfa þar sem ungmenni ferðast á milli til að slást og stundum er þetta þannig að margir fara saman og ráðast á einn. Oft eru notuð þung barefli eins og skiptilyklar og hamrar sem dæmi eða önnur vopn eins og rafbyssur, kylfur, piparúði eða hnífar. Þung spörk látin dynja á höfði þess sem ráðist er á. Ofbeldisverkið er oft tekið upp á snjallsíma og sent á milli vinahópa til að hóta og eða myndum og myndböndum dreyft inn á samfélagsmiðlahópa þar sem allir geta séð, þá er búið að niðurlægja þann sem varð fyrir ofbeldinu fyrir alþjóð og er það hluti af ofbeldinu. Vopn ganga kaupum og sölum á appi og auðvelt er að kaupa þar hverskyns vopn og fíkniefni. Sölusíða með innfluttum vopna varningi er opin þeim sem vilja, spyr þar engin um aldur. Ástæður ofbeldisins eru oft á tíðum litlar sem engar, verið að rukka inn nokkra þúsundkalla eða einhver sagði eitthvað óviðeigandi við einhvern úr hópnum. Alvarlegar afleiðingar ofbeldis Til okkar leita þau ungmenni sem eru að takast á við alvarlegar afleiðingar þessara ofbeldisverka. Oftast ungir óharðnaðir strákar sem taka þátt og eða verða vitni að því þegar lúskrað er hrottalega á einstaklingi. Í þessum vinahópum á sér stað mikill hópþrýstingur. Valið stendur oft á milli þess að taka þátt eða verða sjálfur fyrir ofbeldi. Sumir drengir láta undan þrýstingi og eru ekki nægilega sterkir til að neita þátttöku. Þessir sömu drengir koma til okkar í áfalli eftir að hafa horft uppá ofbeldisverknað, þeir eiga erfitt með að sofa, þora ekki að vera einir á ferð af ótta við að verða „næstur í röðinni“. Þeir eru óttaslegnir og kvíðnir, fullir af sektarkennd og samviskubiti. Á þessu stigi málsins byrja þeir að deyfa sig með efnum til að róa taugakerfið sitt og til að slökkva á hugsunum um verknaðinn. Mál af þessu tagi vekur óhug og viljum við vekja athygli á alvarleika afleiðinga slíkra ofbeldisverka. Allir tapa Í mínum huga er það nokkuð ljóst að það tapa allir í ofbeldismálum sem þessum, sá sem verður fyrir ofbeldinu augljóslega, gerendur og áhorfendur hljóta skaða af nema hann er ekki sýnilegur. Við berum öll ábyrgð á að stöðva ungmenna ofbeldi. Við eigum að taka okkur fasta stöðu gegn ofbeldi og senda skýr skilaboð, við viljum ekki ofbeldi í okkar samfélagi! Höfundur er uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Sjá meira
Til okkar í Foreldrahús leitar ansi breiður hópur foreldra og ungmenna þessa lands, enda erum við 34 ára gömul landssamtök og höfum sinnt málefnum barna, ungmenna og foreldra þeirra frá árinu 1986. Teymið okkar starfar þétt saman og höfum við góða yfirsýn yfir ástæður þess að fólk leiti til okkar. Ástæðurnar eru þó nokkrar. Ungmenni á aldrinum 13-18 ára hafa verið hvað útsettust fyrir fikti og neyslu vímuefna, þessi hópur hefur verið í hve mestri hættu á brottfalli út úr skóla, töluvert hefur borið á einangrun þeirra sem standa félagslega höllum fæti í þessum hópi, töluvert er um mikla spilun tölvuleikja og jafnvel tölvu og net fíkn. Það sem við sjáum og teljum einstaklega alvarlegt er að ofbeldi í þessum hópi ungmenna er mikið, alvarlegt og á stundum hrottalegt. Vopnuð ungmenni og hrottalegt ofbeldi Við í Foreldrahúsi höfum orðið varar við að stórir vinahópar myndast stundum á milli hverfa þar sem ungmenni ferðast á milli til að slást og stundum er þetta þannig að margir fara saman og ráðast á einn. Oft eru notuð þung barefli eins og skiptilyklar og hamrar sem dæmi eða önnur vopn eins og rafbyssur, kylfur, piparúði eða hnífar. Þung spörk látin dynja á höfði þess sem ráðist er á. Ofbeldisverkið er oft tekið upp á snjallsíma og sent á milli vinahópa til að hóta og eða myndum og myndböndum dreyft inn á samfélagsmiðlahópa þar sem allir geta séð, þá er búið að niðurlægja þann sem varð fyrir ofbeldinu fyrir alþjóð og er það hluti af ofbeldinu. Vopn ganga kaupum og sölum á appi og auðvelt er að kaupa þar hverskyns vopn og fíkniefni. Sölusíða með innfluttum vopna varningi er opin þeim sem vilja, spyr þar engin um aldur. Ástæður ofbeldisins eru oft á tíðum litlar sem engar, verið að rukka inn nokkra þúsundkalla eða einhver sagði eitthvað óviðeigandi við einhvern úr hópnum. Alvarlegar afleiðingar ofbeldis Til okkar leita þau ungmenni sem eru að takast á við alvarlegar afleiðingar þessara ofbeldisverka. Oftast ungir óharðnaðir strákar sem taka þátt og eða verða vitni að því þegar lúskrað er hrottalega á einstaklingi. Í þessum vinahópum á sér stað mikill hópþrýstingur. Valið stendur oft á milli þess að taka þátt eða verða sjálfur fyrir ofbeldi. Sumir drengir láta undan þrýstingi og eru ekki nægilega sterkir til að neita þátttöku. Þessir sömu drengir koma til okkar í áfalli eftir að hafa horft uppá ofbeldisverknað, þeir eiga erfitt með að sofa, þora ekki að vera einir á ferð af ótta við að verða „næstur í röðinni“. Þeir eru óttaslegnir og kvíðnir, fullir af sektarkennd og samviskubiti. Á þessu stigi málsins byrja þeir að deyfa sig með efnum til að róa taugakerfið sitt og til að slökkva á hugsunum um verknaðinn. Mál af þessu tagi vekur óhug og viljum við vekja athygli á alvarleika afleiðinga slíkra ofbeldisverka. Allir tapa Í mínum huga er það nokkuð ljóst að það tapa allir í ofbeldismálum sem þessum, sá sem verður fyrir ofbeldinu augljóslega, gerendur og áhorfendur hljóta skaða af nema hann er ekki sýnilegur. Við berum öll ábyrgð á að stöðva ungmenna ofbeldi. Við eigum að taka okkur fasta stöðu gegn ofbeldi og senda skýr skilaboð, við viljum ekki ofbeldi í okkar samfélagi! Höfundur er uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðingur
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun