Ragnar Örn: Held ég sé að verða of gamall Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2020 21:50 Ragnar Örn Bragason var sáttur með leik kvöldsins. Eyþór „Í fyrsta lagi er alltaf gaman að vinna og hrikalega mikilvægt að byrja vel. Við erum mjög ánægðir með það. Okkur er ekkert spáð frábæru gengi en við höfum heldur betur trú á okkur,“ sagði Ragnar Örn Bragason eftir góðan sigur Þórs í Þorlákshöfn á Haukum í 1.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik. Í spá sem Íþróttadeild Vísis og Stöð 2 Sport birti fyrir tímabilið var Þórsurum spáð í 10.sæti í Dominos-deildinni sem þýðir áframhaldandi veru í deildinni en enga úrslitakeppni. Eru Þórsarar eitthvað að spá í þessum spám? „Nei, alls ekki. Ég heyri þetta bara frá vinnufélögunum sem eru að ræða þetta. Vonandi get ég hlegið að þeim í lok tímabilsins.“ Kári Jónsson, hinn frábæri leikmaður Hauka, olli Þórsurum miklum vandræðum í fyrri hálfleiknum. Hann skoraði þá 21 stig en heimamenn náðu að loka betur á hann í þeim síðari þar sem hann bætti aðeins við sex stigum. „Við ætluðum að reyna að stoppa vinstri höndina á honum, hann er fáránlega góður þegar hann nær að komast þangað og mér fannst hann fá að gera það of oft í fyrri hálfleiknum.“ „Mér fannst við laga það í seinni hálfleik, láta hann setja boltann á hægri og það skilaði því að hann skoraði mun færri stig í seinni hálfleiknum.“ Ragnar Örn skoraði tvö síðustu stig leiksins með glæsilegri troðslu í þann mund sem tíminn var að renna út. Það hlýtur að vera gaman að geta sett punktinn yfir i-ið á þann hátt í fyrstu umferðinni? „Jú, heldur betur. Fyrir utan að ég fékk smá tak í kálfann þannig að ég held að ég sé að verða of gamall. Það var samt mjög ljúft að enda leikinn svona,“ sagði Ragnar Örn kampakátur að lokum. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Haukar 105-97 | Þórsarar byrja á góðum sigri Þór Þorlákshöfn hóf Domino´s deild karla í körfubolta á sigri er þeir fengu Hauka í heimsókn í kvöld. 1. október 2020 21:05 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira
„Í fyrsta lagi er alltaf gaman að vinna og hrikalega mikilvægt að byrja vel. Við erum mjög ánægðir með það. Okkur er ekkert spáð frábæru gengi en við höfum heldur betur trú á okkur,“ sagði Ragnar Örn Bragason eftir góðan sigur Þórs í Þorlákshöfn á Haukum í 1.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik. Í spá sem Íþróttadeild Vísis og Stöð 2 Sport birti fyrir tímabilið var Þórsurum spáð í 10.sæti í Dominos-deildinni sem þýðir áframhaldandi veru í deildinni en enga úrslitakeppni. Eru Þórsarar eitthvað að spá í þessum spám? „Nei, alls ekki. Ég heyri þetta bara frá vinnufélögunum sem eru að ræða þetta. Vonandi get ég hlegið að þeim í lok tímabilsins.“ Kári Jónsson, hinn frábæri leikmaður Hauka, olli Þórsurum miklum vandræðum í fyrri hálfleiknum. Hann skoraði þá 21 stig en heimamenn náðu að loka betur á hann í þeim síðari þar sem hann bætti aðeins við sex stigum. „Við ætluðum að reyna að stoppa vinstri höndina á honum, hann er fáránlega góður þegar hann nær að komast þangað og mér fannst hann fá að gera það of oft í fyrri hálfleiknum.“ „Mér fannst við laga það í seinni hálfleik, láta hann setja boltann á hægri og það skilaði því að hann skoraði mun færri stig í seinni hálfleiknum.“ Ragnar Örn skoraði tvö síðustu stig leiksins með glæsilegri troðslu í þann mund sem tíminn var að renna út. Það hlýtur að vera gaman að geta sett punktinn yfir i-ið á þann hátt í fyrstu umferðinni? „Jú, heldur betur. Fyrir utan að ég fékk smá tak í kálfann þannig að ég held að ég sé að verða of gamall. Það var samt mjög ljúft að enda leikinn svona,“ sagði Ragnar Örn kampakátur að lokum.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Haukar 105-97 | Þórsarar byrja á góðum sigri Þór Þorlákshöfn hóf Domino´s deild karla í körfubolta á sigri er þeir fengu Hauka í heimsókn í kvöld. 1. október 2020 21:05 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorl. - Haukar 105-97 | Þórsarar byrja á góðum sigri Þór Þorlákshöfn hóf Domino´s deild karla í körfubolta á sigri er þeir fengu Hauka í heimsókn í kvöld. 1. október 2020 21:05