Jóhann Berg Guðmundsson gæti mögulega spilað með Burnley um helgina og þar með er útlit fyrir að hann geti verið með Íslandi í EM-umspilinu gegn Rúmeníu næsta fimmtudag.
Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, staðfesti á blaðamannafundi í dag að hugsanlegt væri að Jóhann og Robbie Brady yrðu með liðinu gegn Newcastle annað kvöld. Um það ætti þó eftir að taka lokaákvörðun út frá ástandi þeirra.
Jóhann var borinn af velli eftir að hafa meiðst gegn Sheffield United í enska deildabikarnum fyrir hálfum mánuði. Meiðslin reyndust ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu og hann hóf æfingar að nýju með Burnley í vikunni.
Erik Hamrén tilkynnir landsliðshóp sinn kl. 13.15 í dag í beinni útsendingu hér á Vísi.
| Dyche confirms Robbie Brady and Johann Berg Gudmundsson are touch and go for this weekend, Jay Rodriguez is making good progress, along with Jack Cork and Ben Mee. pic.twitter.com/hrCdvNR6DI
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) October 2, 2020