Hart deilt um farsímanotkun þingmanna á hinu háa Alþingi Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2020 14:56 Þingmenn, fyrrverandi og núverandi, reyna að malda í móinn, segja meðal annars að símarnir séu vinnutæki, ekki eins og þeir séu að spila CandyCrush undir ræðum. En allt kemur fyrir ekki, Egill gefur sig ekki með þá skoðun sína að þeir séu ekki að auka á virðingu fyrir þinginu með því að hanga í símanum. visir/vilhelm Nokkuð hefur borið á því á samfélagsmiðlum að fólk sem þar tjáir sig og fylgdist jafnframt með stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi amist við því að þingmenn skoði símaskjái sína undir ræðum annarra. Egill Helgason sjónvarpsmaður og samfélagsrýnir er einn þeirra. Hann varpar upp boltanum með spurningu á sínum Facebookvegg: „„Á að banna snjallsíma á Alþingi?“ spyr Egill. Og bætir við: „Við umræðurnar í gær hékk þorri þingmanna í símanum. Kom ekki vel út í sjónvarpinu.“ Dóra Einars búningahönnuður talar fyrir hönd margra þegar hún segir þetta til háborinnar skammar. „Mikil óvirðing að hanga í símanum þegar fólk er í pontu.“ Segjast ekki vera í CandyCrush undir stefnuræðum Fjöldi manna tekur undir þessi sjónarmið og geisa nú heitar umræður um farsímanotkun í sölum hins háa Alþingis. Á að banna snjallsíma á Alþingi? Við umræðurnar í gær hékk þorri þingmanna í símanum. Kom ekki vel út í sjónvarpinu.Posted by Egill Helgason on Föstudagur, 2. október 2020 Nokkrir þingmenn leggja orð í belg og vilja benda stjórnanda Kiljunnar og stjórnmálaþáttarins Silfursins á að ef til vill sé ekki allt sem sýnist í þeim efnum. Þorsteinn Víglundsson forstjóri og fyrrverandi Alþingismaður segir að það gleymist gjarnan að samfélagsmiðlar eru líka starfsvettvangur þingmanna og ekki hvað síst í umræðu sem þessari. „Verið er að deila umræðupunktum og bregðast við umræðu sem stendur yfir á samfélagsmiðlum samhliða þessari umræðu í þingsal. Held að þingmenn séu almennt ekki í CandyCrush undir stefnuræðum.“ Meðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins flutti sína ræðu athugaði Katrín Jakobsdóttir hvað væri að gerast í síma sínum.Alþingi skjáskot Og Halldóra Mogensen segir símann vinnutæki: Ég nota einnig símann til að koma skilaboðum til þingflokks um skipulagsatriði og hugmyndir að ræðuviðbótum sem poppa upp við hlustun. Svo þarf að vera í samskiptum við starsfólk v samfélagsmiðla. Einnig vil ég geta svarað skilaboðum dóttur minnar þegar ég er að vinna til 10 á kvöldin.“ Telur þetta óþarflega mikla dómhörku Halldóra segir að þetta séu jú tveir og hálfur tími af ræðuhöldum sem sitja þarf undir. „Finnst fólki þetta ekki vera óþarfa dómharka með símana? Þetta eru vinnutól en ekki leiktæki, ekki það að ég gæti ekki spilað fortnite í símanum og hlustað á ræðurnar á sama tíma. Myndi þjóna sama tilgangi og teikningarnar.“ Miðflokksmenn deildu athygli sinni jafnt, á farsíma sína og ræðu Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar.alþingi skjáskot En Egill gefur sig hvergi, hann les yfir þingmönnunum og segir það bara ferlega „dapurt að horfa á þetta í beinni útsendingu. Virkar eins og áhugaleysi og óvirðing við þá sem hafa orðið. Þannig birtist það í sjónvarpinu. Þetta er semsagt líka spurning um ímynd Alþingis.“ Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tekur undir með Þorsteini Víglundssyni en segir reyndar þetta hörmung, „við í Samfylkingunni höfum haft reglu um að skilja símana eftir. Núna, þegar rúmur helmingur situr í hliðarherbergjum losnar einhverra hluta vegna um þessar reglur. En við tökum þetta til okkar.“ Gamaldags og fordómafull sýn Björn Leví Gunnarsson Pírati er ekki alveg til í að beygja sig undir skammir Egils. Segir: „„virkar eins og áhugaleysi“ er ekki það sama og að "vera áhugaleysi". Á ég að passa upp á að það liti út fyrir að ég sé að sýna áhuga og forðast að undirbúa eigin ræðu á sama tíma? Við lentum til dæmis í því eins og gerist oft að aðrar ræður okkar voru aðeins lengri en þær voru í æfingu. Ég þurfti þannig að stytta ræðuna um mínútu og var í samskiptum við fólk út af því. Ég hefði getað yfirgefið salinn og endurskipulagt ræðuna utan þingsalar þannig að það myndi „ekki sjást“ að ég væri að vinna vinnuna mína. Björn segir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Halldóra hefðu þá þurft að fara líka. Og hvernig hefði það litið út ef þingmenn Pírata hefðu yfirgefið salinn? CandyCrush eða mikilvæg skilaboð. Gunnar Bragi Sveinsson Miðflokki var með símann tilbúinn en Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokki var hins vegar með athyglina á síma sínum.alþingi skjáskot „Þetta er gamaldags fordómafull sýn á þá möguleika sem við höfum til þess að sinna starfinu okkar. Þessi tæki eru öflugar tölvur sem auka möguleika okkar til þess að hafa samskipti og leita að upplýsingum - til þess að við getum skilað betra starfi á þingi. Það er ekki áhugaleysi að nota síma í þingsal. Alveg eins og það er ekki áhugaleysi að nota tölvu í þingsal. Það er einfaldlega verið að nota nútímalausnir til þess að hjálpa til við að skila góðu starfi.“ Vörn þingmanna spaugileg En allt kemur fyrir ekki. Þingmenn ná ekki að sannfæra grjótharðan sjónvarpsmanninn sem gefur ekki þumlung eftir: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar virðist vera að senda mikilvæg skilaboð úr þingsal.alþingi skjáskot „Þetta er óttalegur fyrirsláttur – að reyna að halda því fram að allur þessi hópur sem var að skoða símann sinn þarna í salnum undir ræðum annarra hafi verið að vinna vinnuna sína! Ég held að flestir skynji það sem ókurteisi að fólk sé að skoða símann sinn þegar aðrir eru að halda ræður. En það er spaugilegt að sjá þingmenn hlaupa í vörn fyrir þetta. Virðing Alþingis verður ekki meiri. Og þingmenn þurfa líka að gæta að ímynd þingsins gagnvart almenningi.“ Og Dóra Einars búningahönnuður, sem veit sitthvað um ímyndarmál, tekur heilshugar undir með Agli. „Ég lét ekki bjóða mér uppá þetta og slökkti, þó svo ég hafi gjarnan viljað fylgjast með. Ekki bara símarnir, margt annað sem mér ofbauð. Að ég tali nú ekki um illa skrifaðar ræður og fólk ekki búið að undirbúa sig.“ Alþingi Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Nokkuð hefur borið á því á samfélagsmiðlum að fólk sem þar tjáir sig og fylgdist jafnframt með stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi amist við því að þingmenn skoði símaskjái sína undir ræðum annarra. Egill Helgason sjónvarpsmaður og samfélagsrýnir er einn þeirra. Hann varpar upp boltanum með spurningu á sínum Facebookvegg: „„Á að banna snjallsíma á Alþingi?“ spyr Egill. Og bætir við: „Við umræðurnar í gær hékk þorri þingmanna í símanum. Kom ekki vel út í sjónvarpinu.“ Dóra Einars búningahönnuður talar fyrir hönd margra þegar hún segir þetta til háborinnar skammar. „Mikil óvirðing að hanga í símanum þegar fólk er í pontu.“ Segjast ekki vera í CandyCrush undir stefnuræðum Fjöldi manna tekur undir þessi sjónarmið og geisa nú heitar umræður um farsímanotkun í sölum hins háa Alþingis. Á að banna snjallsíma á Alþingi? Við umræðurnar í gær hékk þorri þingmanna í símanum. Kom ekki vel út í sjónvarpinu.Posted by Egill Helgason on Föstudagur, 2. október 2020 Nokkrir þingmenn leggja orð í belg og vilja benda stjórnanda Kiljunnar og stjórnmálaþáttarins Silfursins á að ef til vill sé ekki allt sem sýnist í þeim efnum. Þorsteinn Víglundsson forstjóri og fyrrverandi Alþingismaður segir að það gleymist gjarnan að samfélagsmiðlar eru líka starfsvettvangur þingmanna og ekki hvað síst í umræðu sem þessari. „Verið er að deila umræðupunktum og bregðast við umræðu sem stendur yfir á samfélagsmiðlum samhliða þessari umræðu í þingsal. Held að þingmenn séu almennt ekki í CandyCrush undir stefnuræðum.“ Meðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins flutti sína ræðu athugaði Katrín Jakobsdóttir hvað væri að gerast í síma sínum.Alþingi skjáskot Og Halldóra Mogensen segir símann vinnutæki: Ég nota einnig símann til að koma skilaboðum til þingflokks um skipulagsatriði og hugmyndir að ræðuviðbótum sem poppa upp við hlustun. Svo þarf að vera í samskiptum við starsfólk v samfélagsmiðla. Einnig vil ég geta svarað skilaboðum dóttur minnar þegar ég er að vinna til 10 á kvöldin.“ Telur þetta óþarflega mikla dómhörku Halldóra segir að þetta séu jú tveir og hálfur tími af ræðuhöldum sem sitja þarf undir. „Finnst fólki þetta ekki vera óþarfa dómharka með símana? Þetta eru vinnutól en ekki leiktæki, ekki það að ég gæti ekki spilað fortnite í símanum og hlustað á ræðurnar á sama tíma. Myndi þjóna sama tilgangi og teikningarnar.“ Miðflokksmenn deildu athygli sinni jafnt, á farsíma sína og ræðu Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar.alþingi skjáskot En Egill gefur sig hvergi, hann les yfir þingmönnunum og segir það bara ferlega „dapurt að horfa á þetta í beinni útsendingu. Virkar eins og áhugaleysi og óvirðing við þá sem hafa orðið. Þannig birtist það í sjónvarpinu. Þetta er semsagt líka spurning um ímynd Alþingis.“ Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tekur undir með Þorsteini Víglundssyni en segir reyndar þetta hörmung, „við í Samfylkingunni höfum haft reglu um að skilja símana eftir. Núna, þegar rúmur helmingur situr í hliðarherbergjum losnar einhverra hluta vegna um þessar reglur. En við tökum þetta til okkar.“ Gamaldags og fordómafull sýn Björn Leví Gunnarsson Pírati er ekki alveg til í að beygja sig undir skammir Egils. Segir: „„virkar eins og áhugaleysi“ er ekki það sama og að "vera áhugaleysi". Á ég að passa upp á að það liti út fyrir að ég sé að sýna áhuga og forðast að undirbúa eigin ræðu á sama tíma? Við lentum til dæmis í því eins og gerist oft að aðrar ræður okkar voru aðeins lengri en þær voru í æfingu. Ég þurfti þannig að stytta ræðuna um mínútu og var í samskiptum við fólk út af því. Ég hefði getað yfirgefið salinn og endurskipulagt ræðuna utan þingsalar þannig að það myndi „ekki sjást“ að ég væri að vinna vinnuna mína. Björn segir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Halldóra hefðu þá þurft að fara líka. Og hvernig hefði það litið út ef þingmenn Pírata hefðu yfirgefið salinn? CandyCrush eða mikilvæg skilaboð. Gunnar Bragi Sveinsson Miðflokki var með símann tilbúinn en Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokki var hins vegar með athyglina á síma sínum.alþingi skjáskot „Þetta er gamaldags fordómafull sýn á þá möguleika sem við höfum til þess að sinna starfinu okkar. Þessi tæki eru öflugar tölvur sem auka möguleika okkar til þess að hafa samskipti og leita að upplýsingum - til þess að við getum skilað betra starfi á þingi. Það er ekki áhugaleysi að nota síma í þingsal. Alveg eins og það er ekki áhugaleysi að nota tölvu í þingsal. Það er einfaldlega verið að nota nútímalausnir til þess að hjálpa til við að skila góðu starfi.“ Vörn þingmanna spaugileg En allt kemur fyrir ekki. Þingmenn ná ekki að sannfæra grjótharðan sjónvarpsmanninn sem gefur ekki þumlung eftir: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar virðist vera að senda mikilvæg skilaboð úr þingsal.alþingi skjáskot „Þetta er óttalegur fyrirsláttur – að reyna að halda því fram að allur þessi hópur sem var að skoða símann sinn þarna í salnum undir ræðum annarra hafi verið að vinna vinnuna sína! Ég held að flestir skynji það sem ókurteisi að fólk sé að skoða símann sinn þegar aðrir eru að halda ræður. En það er spaugilegt að sjá þingmenn hlaupa í vörn fyrir þetta. Virðing Alþingis verður ekki meiri. Og þingmenn þurfa líka að gæta að ímynd þingsins gagnvart almenningi.“ Og Dóra Einars búningahönnuður, sem veit sitthvað um ímyndarmál, tekur heilshugar undir með Agli. „Ég lét ekki bjóða mér uppá þetta og slökkti, þó svo ég hafi gjarnan viljað fylgjast með. Ekki bara símarnir, margt annað sem mér ofbauð. Að ég tali nú ekki um illa skrifaðar ræður og fólk ekki búið að undirbúa sig.“
Alþingi Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira