Þverpólitísk sátt um orkumál útiloki ekki ágreiningsmál Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2020 19:01 Þórdís Kolbrún kynnti orkustefnu til ársins 2050 í dag. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Iðnaðarráðherra kynnti í dag nýja orkustefnu til ársins 2050 sem kveður meðal annars á um jafnvægi milli almennings og stórnotenda. Þverpólitísk sátt náðist um stefnuna en ráðherra segir það þó ekki útrýma ágreiningi um orkumál. Stefnan inniheldur tólf meginmarkmið sem fjalla um sjálfbæra orkuframtíð. „Þau ramma inn þetta jafnvægi á milli sjálfbærni, umhverfisverndar, að innviðir séu áfallaþolnir og eins sterkir og þeir þurfa að vera. Að orkumarkaður sé virkur og samkeppnishæfur og til að mynda að það sé aðgengi allra landsmanna að þessum auðlindum og innviðum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra. Sjálfbær þróun sé höfð að leiðarljósi með jafnvægi á milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. „Svona stefna gerir það auðvitað að verkum að við séum að ganga í takt, að við séum með skýr markmið og alveg sama hvar þú ert staddur í samfélaginu; hvort sem þú ert raforkufyrirtæki, stórnotandi, smánotandi eða í stjórnmálum að við séum svona saman að ganga í takt til að ná fram þessum markmiðum,“ segir hún. Þverpólitísk sátt náðist um stefnuna en allir flokkar áttu fulltrúa í starfshópnum, sem og hagsmunaaðilar og sérfræðingar. „Við erum ekki búin að útrýma ágreiningsmálum með þessari stefnu. En hún er bæði búin að draga saman hvað er mikilvægt að gera og markmiðum sem þarf að ná og hún er búin að sýna fram á þá þætti sem við erum sammála um. Og þeir eru töluvert margir.“ Stefnan verður lögð fyrir Alþingi á næstu vikum. „Svo er spurning með hvaða hætti við tökum saman næstu aðgerðir og áherslur, einmitt á grunni þessarar stefnu og ég vonast til þess að það geti gerst á næstu vikum,“ segir Þórdís Kolbrún. Orkumál Alþingi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Iðnaðarráðherra kynnti í dag nýja orkustefnu til ársins 2050 sem kveður meðal annars á um jafnvægi milli almennings og stórnotenda. Þverpólitísk sátt náðist um stefnuna en ráðherra segir það þó ekki útrýma ágreiningi um orkumál. Stefnan inniheldur tólf meginmarkmið sem fjalla um sjálfbæra orkuframtíð. „Þau ramma inn þetta jafnvægi á milli sjálfbærni, umhverfisverndar, að innviðir séu áfallaþolnir og eins sterkir og þeir þurfa að vera. Að orkumarkaður sé virkur og samkeppnishæfur og til að mynda að það sé aðgengi allra landsmanna að þessum auðlindum og innviðum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra. Sjálfbær þróun sé höfð að leiðarljósi með jafnvægi á milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. „Svona stefna gerir það auðvitað að verkum að við séum að ganga í takt, að við séum með skýr markmið og alveg sama hvar þú ert staddur í samfélaginu; hvort sem þú ert raforkufyrirtæki, stórnotandi, smánotandi eða í stjórnmálum að við séum svona saman að ganga í takt til að ná fram þessum markmiðum,“ segir hún. Þverpólitísk sátt náðist um stefnuna en allir flokkar áttu fulltrúa í starfshópnum, sem og hagsmunaaðilar og sérfræðingar. „Við erum ekki búin að útrýma ágreiningsmálum með þessari stefnu. En hún er bæði búin að draga saman hvað er mikilvægt að gera og markmiðum sem þarf að ná og hún er búin að sýna fram á þá þætti sem við erum sammála um. Og þeir eru töluvert margir.“ Stefnan verður lögð fyrir Alþingi á næstu vikum. „Svo er spurning með hvaða hætti við tökum saman næstu aðgerðir og áherslur, einmitt á grunni þessarar stefnu og ég vonast til þess að það geti gerst á næstu vikum,“ segir Þórdís Kolbrún.
Orkumál Alþingi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira