Berglind Rós: Erum alltaf mikið betri í seinni hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2020 16:45 Berglind Rós tryggði Fylki stig í dag. Vísir/Bára Berglind Rós Ágústsdóttir bar að venju fyrirliðaband Fylkis er liðið gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum í dag er liðin mættust í 16. umferð Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Hún var ekki sátt með að ná aðeins í eitt stig en gat þó fagnað því að hafa tryggt liði sínu eitt stig. Eitthvað sem gerist ekki oft þar sem Berglind verður seint sökuð um að reima markaskóna of oft á sig. „Okkur langaði að vinna leikinn og ætluðum okkur að gera það, orðið frekar langt síðan við unnum leik. Það er betra að fá eitt stig en ekki neitt svo þetta er allt í lagi, ekkert mikið meira en það,“ sagði Berglind Rós að leik loknum. „Það er góð spurning, við breyttum leikkerfi og það hjálpaði töluvert. Við erum alltaf mikið betri í seinni hálfleik, erum mjög lengi í gang og verðum að fara laga það því fyrstu mínúturnar í hverjum leik skipta svo miklu máli. Ég veit ekki hvað gerðist en við komumst í gang í síðari hálfleik og náum að jafna en áttum auðvitað að byrja miklu fyrr,“ sagði Berglind aðspurð hvað hefði breyst hjá Fylki í síðari hálfleik en liðið var varla með í þeim fyrri. Berglind Rós fagnaði marki sínu vel og innilega í dag. Eðlilega þar sem hún skorar ekkert á hverjum degi. Alls er hún með fjögur mörk í 122 leikjum í deild og bikar á ferlinum. „Ég er mjög glöð þegar ég skora, enda gerist það mjög sjaldan. Að jafna leikinn, hjálpa liðinu mínu og við vorum miklu betri en Stjarnan í seinni hálfleik. Þær voru betri í fyrri en við seinni og við áttum að klára þetta svo þetta er mjög súrt“ „Við ætlum að ná 3. sætinu, næsti leikur er á miðvikudaginn svo við þurfum að hugsa vel um okkur og ætlum okkur sigur þar,“ sagði Berglind Rós að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Fylkir 1-1 | Baráttan um 3. sætið lifir góðu lífi Liðin í 4. og 5. sæti í Pepsi Max deild kvenna gerðu 1-1 jafntefli á Samsung-vellinum í Garðabænum í dag. 3. október 2020 15:50 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Berglind Rós Ágústsdóttir bar að venju fyrirliðaband Fylkis er liðið gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum í dag er liðin mættust í 16. umferð Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Hún var ekki sátt með að ná aðeins í eitt stig en gat þó fagnað því að hafa tryggt liði sínu eitt stig. Eitthvað sem gerist ekki oft þar sem Berglind verður seint sökuð um að reima markaskóna of oft á sig. „Okkur langaði að vinna leikinn og ætluðum okkur að gera það, orðið frekar langt síðan við unnum leik. Það er betra að fá eitt stig en ekki neitt svo þetta er allt í lagi, ekkert mikið meira en það,“ sagði Berglind Rós að leik loknum. „Það er góð spurning, við breyttum leikkerfi og það hjálpaði töluvert. Við erum alltaf mikið betri í seinni hálfleik, erum mjög lengi í gang og verðum að fara laga það því fyrstu mínúturnar í hverjum leik skipta svo miklu máli. Ég veit ekki hvað gerðist en við komumst í gang í síðari hálfleik og náum að jafna en áttum auðvitað að byrja miklu fyrr,“ sagði Berglind aðspurð hvað hefði breyst hjá Fylki í síðari hálfleik en liðið var varla með í þeim fyrri. Berglind Rós fagnaði marki sínu vel og innilega í dag. Eðlilega þar sem hún skorar ekkert á hverjum degi. Alls er hún með fjögur mörk í 122 leikjum í deild og bikar á ferlinum. „Ég er mjög glöð þegar ég skora, enda gerist það mjög sjaldan. Að jafna leikinn, hjálpa liðinu mínu og við vorum miklu betri en Stjarnan í seinni hálfleik. Þær voru betri í fyrri en við seinni og við áttum að klára þetta svo þetta er mjög súrt“ „Við ætlum að ná 3. sætinu, næsti leikur er á miðvikudaginn svo við þurfum að hugsa vel um okkur og ætlum okkur sigur þar,“ sagði Berglind Rós að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Fylkir 1-1 | Baráttan um 3. sætið lifir góðu lífi Liðin í 4. og 5. sæti í Pepsi Max deild kvenna gerðu 1-1 jafntefli á Samsung-vellinum í Garðabænum í dag. 3. október 2020 15:50 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Fylkir 1-1 | Baráttan um 3. sætið lifir góðu lífi Liðin í 4. og 5. sæti í Pepsi Max deild kvenna gerðu 1-1 jafntefli á Samsung-vellinum í Garðabænum í dag. 3. október 2020 15:50