Markaskorari Blika vildi ekki gangast við því að titillinn væri í höfn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2020 19:47 Agla María fagnar markinu sem reyndist sigurmark leiksins. Vísir/Hulda Margrét Agla María Albertsdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks er liðið vann Val í óopinberum úrslitaleik Pepsi Max deildar kvenna að Hlíðarenda í dag. Lokatölur 0-1 en þetta var fyrsti sigur Blika á heimavelli Vals í dágóðan tíma. Agla María kom í viðtal til Helenu Ólafsdóttur og sérfræðinga Pepsi Max Markanna að leik loknum. „Ég fékk rosalega mikinn tíma til að athafna mig og þess vegna held ég að þetta hafi legið inni,“ sagði Agla María um markið sem sjá hér að neðan. Það er ljóst að @blikar_is eru komnar í bílastjórasætið í @pepsimaxdeildin eftir 1-0 sigur á @Valurfotbolti að Hlíðarenda í kvöld! Sigurmark kvöldsins gerði Agla María Albertsdóttir og það má sjá hér að neðan! pic.twitter.com/PrAnB3qVLT— Stöð 2 Sport (@St2Sport) October 3, 2020 „Nei við viljum alls ekki segja það. Það er alltaf hægt að misstíga sig og ef maður er farinn að segja eitthvað svona þá er maður ekki í góðum málum,“ sagði Agla María aðspurð hvort þetta væri ekki einfaldlega komið og bikarinn á leiðinni í Kópavoginn. „Já algjörlega, það eru mismunandi styrkleikar í liðinu og svo er búið að vera mikil athygli á okkur sóknarmönnunum en það má ekki gleyma hlut varnarmannana í liðinu. Andrea [Rán Snæfeld Hauksdóttir] er búin að spila frábærlega, Kristín [Dís Árnadóttir] og Heiðdís [Lillýardóttir] búnar að halda vörninni saman gjörsamlega. Erum bara búnar að fá á okkur þrjú mörk,“ svaraði Agla María þegar Helena spurði hvort liðið væri samstíga. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum Pepsi Max Markanna, í dag spurði Öglu Maríu hvort það hefði verið stress í Blikaliðinu í upphafi leiks. „Það var voða mikið stress enda mjög mikið undir. Ef við hefðum tapað þessum leik þá eru þær komnar fram úr okkur svo ég held það hafi bara verið það,“ sagði Agla María og var spurð í kjölfarið hvort aldurinn spilaði inn í en meðalaldur Blika var 22.8 ára í dag. „Ég veit það ekki, við erum með það mikla reynslu innan liðsins þrátt fyrir að við séum ungar. Við höfum allar spilað í efstu deild í nokkur ár. Ég held að við séum alveg ágætlega settar með reynslu og svo erum við með reynslubolta í Rakel [Hönnudóttur] og Sonný [Láru Þráinsdóttur].“ Var markmiðið alltaf að vinna mótið eftir að lenda í öðru sæti í fyrra? „Já það var alltaf skýrt. Þetta var mjög mikið svekkelsi í fyrra. Sérstaklega eftir að tapa aldrei leik, bara að gera jafntefli. Ég held að hópurinn sé einbeittur á að ná Íslandsmeistaratitlinum í ár,“ sagði Agla María að lokum áður en hún hélt inn í klefa að fagna. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-1 | Agla María tryggði Blikum sigur í „úrslitaleik Íslandsmótsins“ Breiðablik vann Val í óopinberum úrslitaleik Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. Agla María Albertsdóttir skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik og tryggði Blikum þar með dýrmætan sigur. 3. október 2020 18:50 Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Agla María Albertsdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks er liðið vann Val í óopinberum úrslitaleik Pepsi Max deildar kvenna að Hlíðarenda í dag. Lokatölur 0-1 en þetta var fyrsti sigur Blika á heimavelli Vals í dágóðan tíma. Agla María kom í viðtal til Helenu Ólafsdóttur og sérfræðinga Pepsi Max Markanna að leik loknum. „Ég fékk rosalega mikinn tíma til að athafna mig og þess vegna held ég að þetta hafi legið inni,“ sagði Agla María um markið sem sjá hér að neðan. Það er ljóst að @blikar_is eru komnar í bílastjórasætið í @pepsimaxdeildin eftir 1-0 sigur á @Valurfotbolti að Hlíðarenda í kvöld! Sigurmark kvöldsins gerði Agla María Albertsdóttir og það má sjá hér að neðan! pic.twitter.com/PrAnB3qVLT— Stöð 2 Sport (@St2Sport) October 3, 2020 „Nei við viljum alls ekki segja það. Það er alltaf hægt að misstíga sig og ef maður er farinn að segja eitthvað svona þá er maður ekki í góðum málum,“ sagði Agla María aðspurð hvort þetta væri ekki einfaldlega komið og bikarinn á leiðinni í Kópavoginn. „Já algjörlega, það eru mismunandi styrkleikar í liðinu og svo er búið að vera mikil athygli á okkur sóknarmönnunum en það má ekki gleyma hlut varnarmannana í liðinu. Andrea [Rán Snæfeld Hauksdóttir] er búin að spila frábærlega, Kristín [Dís Árnadóttir] og Heiðdís [Lillýardóttir] búnar að halda vörninni saman gjörsamlega. Erum bara búnar að fá á okkur þrjú mörk,“ svaraði Agla María þegar Helena spurði hvort liðið væri samstíga. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum Pepsi Max Markanna, í dag spurði Öglu Maríu hvort það hefði verið stress í Blikaliðinu í upphafi leiks. „Það var voða mikið stress enda mjög mikið undir. Ef við hefðum tapað þessum leik þá eru þær komnar fram úr okkur svo ég held það hafi bara verið það,“ sagði Agla María og var spurð í kjölfarið hvort aldurinn spilaði inn í en meðalaldur Blika var 22.8 ára í dag. „Ég veit það ekki, við erum með það mikla reynslu innan liðsins þrátt fyrir að við séum ungar. Við höfum allar spilað í efstu deild í nokkur ár. Ég held að við séum alveg ágætlega settar með reynslu og svo erum við með reynslubolta í Rakel [Hönnudóttur] og Sonný [Láru Þráinsdóttur].“ Var markmiðið alltaf að vinna mótið eftir að lenda í öðru sæti í fyrra? „Já það var alltaf skýrt. Þetta var mjög mikið svekkelsi í fyrra. Sérstaklega eftir að tapa aldrei leik, bara að gera jafntefli. Ég held að hópurinn sé einbeittur á að ná Íslandsmeistaratitlinum í ár,“ sagði Agla María að lokum áður en hún hélt inn í klefa að fagna.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-1 | Agla María tryggði Blikum sigur í „úrslitaleik Íslandsmótsins“ Breiðablik vann Val í óopinberum úrslitaleik Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. Agla María Albertsdóttir skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik og tryggði Blikum þar með dýrmætan sigur. 3. október 2020 18:50 Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-1 | Agla María tryggði Blikum sigur í „úrslitaleik Íslandsmótsins“ Breiðablik vann Val í óopinberum úrslitaleik Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. Agla María Albertsdóttir skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik og tryggði Blikum þar með dýrmætan sigur. 3. október 2020 18:50
Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32