Carragher: Ég var næstum því farinn að hlæja að Liverpool liðinu undir lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 09:00 Það urðu ótrúleg úrslit í leik Aston Villa og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Samsett/Getty Liverpool hefur aldrei tapað stærra undir stjórn Jürgen Klopp en í gær þegar Liverpool steinlá 7-2 á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Jamie Carragher var líka í hálfgerðu áfalli þegar hann ræddi leikinn og úrslitin á Sky Sports. Liverpool goðsögnin og starfandi knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports fékk nefnilega það verkefni að útskýra leik Liverpol eftir skellinn óvænta í gær. „Ég get eiginlega ekki útskýrt þetta. Ég var næstum því farinn að hlæja að Liverpool liðinu undir lokin því ég trúði ekki hvað ég var að horfa upp á,“ sagði Jamie Carragher á Sky Sports. „Þetta er frammistaða sem á ekkert skilt við þetta Liverpool lið. Þetta eru skjokkerendi úrslit og sjokkerandi frammistaða. Það er enginn vafi á því að þetta er versta frammistaða liðsins undir stjórn Jürgen Klopp,“ sagði Carragher. 'The reaction wasn't good and we lost the plot.' "Nobody to blame apart from us." #LFC boss Jurgen Klopp was full of praise for #AVFC, highlighting 'undefendable' Ollie Watkins and Jack Grealish as he tried to explain his side's 7-2 defeat. pic.twitter.com/LUUTDIFBEq— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 4, 2020 „Mér fannst það vera ljóst frá byrjun leiks að Liverpool væri ekki í sínum gír. Það var að skapast hætta frá fyrstu mínútum leiksins,“ sagði Jamie Carragher sem var ekki hrifinn af því hversu hátt vörn Liverpool var með línuna. „Ég er ekki hrifinn af því og ég er ekki sammála. Þeir eru að reyna að veiða menn í rangstöðugildruna og þeir spila með liðið hátt upp á vellinum. Þetta þýðir að liðið er alltaf að fá á sig að minnsta kosti eitt dauðafæri í leik en á móti er liðið auðvitað að vinna boltann hátt upp á vellinum,“ sagði Carragher „Þegar lið eru að brjótast í gegnum pressuna aftur og aftur þá verða menn að bakka. Ég trúði því bara ekki að maður eins og Virgil van Dijk hafi ekki kallað menn aftur í stöðunni 5-2 og passað upp á það að þetta yrði ekki enn verra. Þeir voru heppnir að þetta urðu ekki á endanum átta eða níu mörk,“ sagði Jamie Carragher. „Það er ekki að gagnrýna þetta lið of mikið miðað við það sem það hefur afrekað síðustu ár en liðið fékk á sig fullt af mörkum í fyrsta leiknum á móti Leeds. Núna er næsti leikur liðsins stórleikur á móti toppliði Everton. Þar mun koma í ljóst hvort að þetta hafi verið furðuúrslit eða hvort að þetta sé að verða vandamál. Það er margt sem bendir til þess og við getum þá farið alveg aftur til Watford leiksins,“ sagði Jamie Carragher en það má sjá hvað hann sagði hér fyrir neðan. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira
Liverpool hefur aldrei tapað stærra undir stjórn Jürgen Klopp en í gær þegar Liverpool steinlá 7-2 á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Jamie Carragher var líka í hálfgerðu áfalli þegar hann ræddi leikinn og úrslitin á Sky Sports. Liverpool goðsögnin og starfandi knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports fékk nefnilega það verkefni að útskýra leik Liverpol eftir skellinn óvænta í gær. „Ég get eiginlega ekki útskýrt þetta. Ég var næstum því farinn að hlæja að Liverpool liðinu undir lokin því ég trúði ekki hvað ég var að horfa upp á,“ sagði Jamie Carragher á Sky Sports. „Þetta er frammistaða sem á ekkert skilt við þetta Liverpool lið. Þetta eru skjokkerendi úrslit og sjokkerandi frammistaða. Það er enginn vafi á því að þetta er versta frammistaða liðsins undir stjórn Jürgen Klopp,“ sagði Carragher. 'The reaction wasn't good and we lost the plot.' "Nobody to blame apart from us." #LFC boss Jurgen Klopp was full of praise for #AVFC, highlighting 'undefendable' Ollie Watkins and Jack Grealish as he tried to explain his side's 7-2 defeat. pic.twitter.com/LUUTDIFBEq— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 4, 2020 „Mér fannst það vera ljóst frá byrjun leiks að Liverpool væri ekki í sínum gír. Það var að skapast hætta frá fyrstu mínútum leiksins,“ sagði Jamie Carragher sem var ekki hrifinn af því hversu hátt vörn Liverpool var með línuna. „Ég er ekki hrifinn af því og ég er ekki sammála. Þeir eru að reyna að veiða menn í rangstöðugildruna og þeir spila með liðið hátt upp á vellinum. Þetta þýðir að liðið er alltaf að fá á sig að minnsta kosti eitt dauðafæri í leik en á móti er liðið auðvitað að vinna boltann hátt upp á vellinum,“ sagði Carragher „Þegar lið eru að brjótast í gegnum pressuna aftur og aftur þá verða menn að bakka. Ég trúði því bara ekki að maður eins og Virgil van Dijk hafi ekki kallað menn aftur í stöðunni 5-2 og passað upp á það að þetta yrði ekki enn verra. Þeir voru heppnir að þetta urðu ekki á endanum átta eða níu mörk,“ sagði Jamie Carragher. „Það er ekki að gagnrýna þetta lið of mikið miðað við það sem það hefur afrekað síðustu ár en liðið fékk á sig fullt af mörkum í fyrsta leiknum á móti Leeds. Núna er næsti leikur liðsins stórleikur á móti toppliði Everton. Þar mun koma í ljóst hvort að þetta hafi verið furðuúrslit eða hvort að þetta sé að verða vandamál. Það er margt sem bendir til þess og við getum þá farið alveg aftur til Watford leiksins,“ sagði Jamie Carragher en það má sjá hvað hann sagði hér fyrir neðan.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira