Fimmtán ár síðan Íslendingalið var síðast með fullt hús í enska á þessum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 12:47 Gylfi Þór Sigurðsson á ferðinni með Everton liðinu um helgina. Getty/Alex Livesey Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru með tólf stig af tólf mögulegum eftir fjórar fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Everton vann 4-2 sigur á Brighton & Hove Albion í fyrsta byrjunarliðsleik Gylfa Þórs Sigurðssonar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Gylfi kom inn fyrir Brasilíumanninn Allan sem meiddist í deildarbikarsigri á West Ham í síðustu viku. Gylfi fékk tækifærið og lagði upp fyrsta mark Everton í leiknum. Everton er nú með fullt hús eftir fjóra fyrstu leikina og markatöluna 12-5. Gudjohnsen: The Blond Maradona Days - On this day at the start of the century Eidur Gudjohnsen signed for Chelsea, and to mark the 20-year anniversary we remember his time playing for us as a deep-lying creative midfielder, and a very good one at that. https://t.co/RUyXKxq8yS— CFC News (@CFCnews) June 19, 2020 Síðasta Íslendingalið til að vera með fullt hús eftir fjóra fyrstu leikina í ensku úrvalsdeildinni var lið Chelsea tímabilið 2005-06. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði reyndar bara tvo af þessum fjórum leikjum. Tímabilið á undan spilaði Eiður aftur á móti alla fjóra leikina í fyrstu fjórum umferðunum sem Chelsea vann líka alla. Eiður Smári spilaði tvo fyrstu leikina með Chelsea tímabilið 2005 til 2006 en var ekki í hóp í næstu tveimur leikjum liðsins. Chelsea vann níu fyrstu deildarleiki tímabilsins og varð síðan enskur meistari annað árið í röð. Gylfi hefur reyndar áður unnið fyrstu fjóra deildarleikina sem hann hefur spilað á tímabili. Tottenham vann þá fjóra af fimm fyrstu leikjum sínum tímabilið 2013-14. Gylfi var ónotaður varamaður þegar Tottenham tapaði 1-0 fyrir Arsenal í þriðju umferðinni en spilaði alla fjóra sigurleikina í þessum fyrstu fimm umferðum. Gylfi Þór og félagar í Swansea City unnu þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu 2014-15 og var Gylfi með eitt mark og fjórar stoðsendingar í þeim þar af mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á Manchester United í fyrstu umferðinni. Swansea tapaði hins vegar 4-2 á móti Chelsea í fjórðu umferð. | "It is 51 years since Everton last won their opening four league games. This was arguably the most impressive so far."Match report from another action-packed day at Goodison! #EVEBHA— Everton (@Everton) October 3, 2020 Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru með tólf stig af tólf mögulegum eftir fjórar fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Everton vann 4-2 sigur á Brighton & Hove Albion í fyrsta byrjunarliðsleik Gylfa Þórs Sigurðssonar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Gylfi kom inn fyrir Brasilíumanninn Allan sem meiddist í deildarbikarsigri á West Ham í síðustu viku. Gylfi fékk tækifærið og lagði upp fyrsta mark Everton í leiknum. Everton er nú með fullt hús eftir fjóra fyrstu leikina og markatöluna 12-5. Gudjohnsen: The Blond Maradona Days - On this day at the start of the century Eidur Gudjohnsen signed for Chelsea, and to mark the 20-year anniversary we remember his time playing for us as a deep-lying creative midfielder, and a very good one at that. https://t.co/RUyXKxq8yS— CFC News (@CFCnews) June 19, 2020 Síðasta Íslendingalið til að vera með fullt hús eftir fjóra fyrstu leikina í ensku úrvalsdeildinni var lið Chelsea tímabilið 2005-06. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði reyndar bara tvo af þessum fjórum leikjum. Tímabilið á undan spilaði Eiður aftur á móti alla fjóra leikina í fyrstu fjórum umferðunum sem Chelsea vann líka alla. Eiður Smári spilaði tvo fyrstu leikina með Chelsea tímabilið 2005 til 2006 en var ekki í hóp í næstu tveimur leikjum liðsins. Chelsea vann níu fyrstu deildarleiki tímabilsins og varð síðan enskur meistari annað árið í röð. Gylfi hefur reyndar áður unnið fyrstu fjóra deildarleikina sem hann hefur spilað á tímabili. Tottenham vann þá fjóra af fimm fyrstu leikjum sínum tímabilið 2013-14. Gylfi var ónotaður varamaður þegar Tottenham tapaði 1-0 fyrir Arsenal í þriðju umferðinni en spilaði alla fjóra sigurleikina í þessum fyrstu fimm umferðum. Gylfi Þór og félagar í Swansea City unnu þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu 2014-15 og var Gylfi með eitt mark og fjórar stoðsendingar í þeim þar af mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á Manchester United í fyrstu umferðinni. Swansea tapaði hins vegar 4-2 á móti Chelsea í fjórðu umferð. | "It is 51 years since Everton last won their opening four league games. This was arguably the most impressive so far."Match report from another action-packed day at Goodison! #EVEBHA— Everton (@Everton) October 3, 2020
Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Sjá meira