Smitaðir tengdir Hnefaleikafélaginu orðnir á fjórða tug Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 16:21 Æfingasalur Hnefaleikafélags Kópavogs. Facebook/Hnefaleikafélag Kópavogs Kórónuveirusmit sem rekja má til Hnefaleikafélags Kópavogs eru nú orðin á fjórða tug og hefur því fjölgað ört í dag. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum gætu fleiri smitaðir bæst í hópinn – eða þeim fækkað – eftir því sem líður á daginn. Stjórnendur félagsins þykja hafa tekið afar vel á málum eftir að fyrsta smitið greindist. Vísir greindi frá því fyrr í dag að um tuttugu kórónuveirusmit mætti rekja til félagsins eftir að iðkandi greindist með veiruna á fimmtudag. Smitin eru rakin til æfinga hjá félaginu helgina áður, síðustu helgi septembermánaðar. Ríkisútvarpið greindi svo frá fjölgun smitanna nú síðdegis en Jóhann K. Jóhannsson upplýsingastjóri almannavarna staðfestir í samtali við Vísi að smitin tengd hnefaleikafélaginu séu orðin á fjórða tug. Hann segir að fjölgað gæti í hópnum eftir því sem smitrakningu fleytir fram – en þá gæti líka verið að einhverjir detti af listanum. Stutt sé síðan sá fyrsti í keðjunni greindist og smitrakning enn í gangi. Viðbrögð stjórnenda til fyrirmyndar Þá ber Jóhann stjórnendum félagsins vel söguna og segir þá hafa brugðist hárrétt við þegar fyrsti iðkandi greindist á fimmtudag. „Það sem hefur hjálpað í þessu máli er samstarfið við þá sem reka stöðina. Góð upplýsingagjöf, öllum leiðbeiningum fylgt og það auðveldaði vinnuna strax í upphafi,“ segir Jóhann. Hann telur jafnframt að þetta sé stærsta hópsýking Covid-19 sem tengist íþróttastarfi hingað til. Nokkur smit hafa jafnframt verið rakin til líkamsræktarstöðva, sem öllum var gert að loka samkvæmt hertum sóttvarnarreglum í dag. Hnefaleikafélagið greindi sjálft frá því á Facebook í gær að iðkandi hefði greinst með Covid-19 og fleiri smitast í kjölfarið. Þá kallaði félagið eftir því að þeir sem komið hefðu í húsakynni þess að Smiðjuvegi upp á síðkastið útbyggju greinargóðan lista yfir þá sem þeir hefðu verið í návígi við, til að létta undir með smitrakningarteyminu. Hnefaleikafélaginu verður lokað næstu tvær vikurnar vegna þessa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Box Kópavogur Tengdar fréttir „Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. 5. október 2020 15:09 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Sóttvarnalæknir getur óskað eftir öllum persónuupplýsingum í baráttu við alvarlega farsótt Það hefur vakið athygli að smitrakningateymið hefur fengið upplýsingar um kortanotkun fólks til að rekja hópsýkingar sem hafa komið upp. 5. október 2020 15:15 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Kórónuveirusmit sem rekja má til Hnefaleikafélags Kópavogs eru nú orðin á fjórða tug og hefur því fjölgað ört í dag. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum gætu fleiri smitaðir bæst í hópinn – eða þeim fækkað – eftir því sem líður á daginn. Stjórnendur félagsins þykja hafa tekið afar vel á málum eftir að fyrsta smitið greindist. Vísir greindi frá því fyrr í dag að um tuttugu kórónuveirusmit mætti rekja til félagsins eftir að iðkandi greindist með veiruna á fimmtudag. Smitin eru rakin til æfinga hjá félaginu helgina áður, síðustu helgi septembermánaðar. Ríkisútvarpið greindi svo frá fjölgun smitanna nú síðdegis en Jóhann K. Jóhannsson upplýsingastjóri almannavarna staðfestir í samtali við Vísi að smitin tengd hnefaleikafélaginu séu orðin á fjórða tug. Hann segir að fjölgað gæti í hópnum eftir því sem smitrakningu fleytir fram – en þá gæti líka verið að einhverjir detti af listanum. Stutt sé síðan sá fyrsti í keðjunni greindist og smitrakning enn í gangi. Viðbrögð stjórnenda til fyrirmyndar Þá ber Jóhann stjórnendum félagsins vel söguna og segir þá hafa brugðist hárrétt við þegar fyrsti iðkandi greindist á fimmtudag. „Það sem hefur hjálpað í þessu máli er samstarfið við þá sem reka stöðina. Góð upplýsingagjöf, öllum leiðbeiningum fylgt og það auðveldaði vinnuna strax í upphafi,“ segir Jóhann. Hann telur jafnframt að þetta sé stærsta hópsýking Covid-19 sem tengist íþróttastarfi hingað til. Nokkur smit hafa jafnframt verið rakin til líkamsræktarstöðva, sem öllum var gert að loka samkvæmt hertum sóttvarnarreglum í dag. Hnefaleikafélagið greindi sjálft frá því á Facebook í gær að iðkandi hefði greinst með Covid-19 og fleiri smitast í kjölfarið. Þá kallaði félagið eftir því að þeir sem komið hefðu í húsakynni þess að Smiðjuvegi upp á síðkastið útbyggju greinargóðan lista yfir þá sem þeir hefðu verið í návígi við, til að létta undir með smitrakningarteyminu. Hnefaleikafélaginu verður lokað næstu tvær vikurnar vegna þessa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Box Kópavogur Tengdar fréttir „Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. 5. október 2020 15:09 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Sóttvarnalæknir getur óskað eftir öllum persónuupplýsingum í baráttu við alvarlega farsótt Það hefur vakið athygli að smitrakningateymið hefur fengið upplýsingar um kortanotkun fólks til að rekja hópsýkingar sem hafa komið upp. 5. október 2020 15:15 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
„Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. 5. október 2020 15:09
Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23
Sóttvarnalæknir getur óskað eftir öllum persónuupplýsingum í baráttu við alvarlega farsótt Það hefur vakið athygli að smitrakningateymið hefur fengið upplýsingar um kortanotkun fólks til að rekja hópsýkingar sem hafa komið upp. 5. október 2020 15:15