Kjötpantanir Búllunnar feli í sér tollalagabrot og peningaþvætti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. október 2020 08:31 Hamborgarar á grillinu hjá Búllunni. Viðbúið er að tekist verði á í dómsal á næstunni um kjötpantanir Hamborgarabúllu Tómasar eftir að kröfu um frávísun var hafnað. Málið varðar ákæru héraðsaksóknara frá því í janúar á hendur starfsmanni Hamborgarabúllu Tómasar og TBJ ehf (Tommi's Burger Joint)., rekstrarfélagi Búllunnar, sem og á hendur fyrirtækjunum tveimur, fyrir tollalagabrot og peningaþvætti. Starfsmaðurinn er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar á tollnúmeri nemur tæpum tuttugu milljónum króna. Málið var þingfest fyrr á árinu en fram kom frávísunarkrafa sem fjallað var um í byrjun september en þeirri kröfu var hafnað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið þannig á leið í aðalmeðferð en ráðgert er að þinghald verði í héraðsdómi í þessari viku. Starfsmaðurinn er ákærður fyrir tollalagabrot með því hafa veitt tollyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar um tegund kjötafurða, nánar tiltekið frosna nautaframparta, með því að koma því til leiðar að tollamiðlari, sem sinnti tollskjalagerð í umboði félaganna, tilgreindi þær í öllum tilvikum undir röngu tollskráningarnúmeri. Númerið sem notað var við skráningu gildir fyrir kjöt með beini en ekki fyrir beinlaust kjöt líkt og raunverulega var um að ræða samkvæmt ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum. Krefjast refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar Um er að ræða átta tilvik vegna innflutnings fyrirtækjanna tveggja á tímabilinu maí 2016 til apríl 2018 og varðar mismunurinn, það er ávinningurinn af rangri skráningu, um í 19,6 milljónum króna. Þess er krafist að starfsmaðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákæran á hendur Hamborgarabúllunni varðar peningaþvætti, í tengslum við áðurnefnd meint brot starfsmannsins, í fjórum tilvikum á árunum 2016 og 2017. Fyrirtækið hafi, með greiðslu lægri aðflutningsgjalda en viðkomandi kjötafurðir áttu réttilega að bera, nýtt sér eða aflað ávinnings af tollalagabrotum starfsmannsins, samanlagt sem nemur tæpum átta milljónum króna. Þá sætir félagið TBJ ehf. ákæru fyrir peningaþvætti í tengslum við brot starfsmannsins, með því að hafa í þremur tilvikum á árinu 2017 með sama hætti og Hamborgarabúllan, nýtt sér eða aflað ávinnings af tollalagabrotum starfsmannsins, samanlagt að fjárhæð ríflega 8,6 milljóna króna. Þess er einnig krafist að félögin tvö verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Rúv fjallaði um málið í mars en þá sagði Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður Hamborgarabúllunnar, að mistök hafi verið gerð við útfyllingu tollskýrslu. Kjötið hafi fyrir misskilning verið fært í rangan tollflokk og að ekki hafi verið um ásetning að ræða. Dómsmál Tollgæslan Veitingastaðir Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Viðbúið er að tekist verði á í dómsal á næstunni um kjötpantanir Hamborgarabúllu Tómasar eftir að kröfu um frávísun var hafnað. Málið varðar ákæru héraðsaksóknara frá því í janúar á hendur starfsmanni Hamborgarabúllu Tómasar og TBJ ehf (Tommi's Burger Joint)., rekstrarfélagi Búllunnar, sem og á hendur fyrirtækjunum tveimur, fyrir tollalagabrot og peningaþvætti. Starfsmaðurinn er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar á tollnúmeri nemur tæpum tuttugu milljónum króna. Málið var þingfest fyrr á árinu en fram kom frávísunarkrafa sem fjallað var um í byrjun september en þeirri kröfu var hafnað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið þannig á leið í aðalmeðferð en ráðgert er að þinghald verði í héraðsdómi í þessari viku. Starfsmaðurinn er ákærður fyrir tollalagabrot með því hafa veitt tollyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar um tegund kjötafurða, nánar tiltekið frosna nautaframparta, með því að koma því til leiðar að tollamiðlari, sem sinnti tollskjalagerð í umboði félaganna, tilgreindi þær í öllum tilvikum undir röngu tollskráningarnúmeri. Númerið sem notað var við skráningu gildir fyrir kjöt með beini en ekki fyrir beinlaust kjöt líkt og raunverulega var um að ræða samkvæmt ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum. Krefjast refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar Um er að ræða átta tilvik vegna innflutnings fyrirtækjanna tveggja á tímabilinu maí 2016 til apríl 2018 og varðar mismunurinn, það er ávinningurinn af rangri skráningu, um í 19,6 milljónum króna. Þess er krafist að starfsmaðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákæran á hendur Hamborgarabúllunni varðar peningaþvætti, í tengslum við áðurnefnd meint brot starfsmannsins, í fjórum tilvikum á árunum 2016 og 2017. Fyrirtækið hafi, með greiðslu lægri aðflutningsgjalda en viðkomandi kjötafurðir áttu réttilega að bera, nýtt sér eða aflað ávinnings af tollalagabrotum starfsmannsins, samanlagt sem nemur tæpum átta milljónum króna. Þá sætir félagið TBJ ehf. ákæru fyrir peningaþvætti í tengslum við brot starfsmannsins, með því að hafa í þremur tilvikum á árinu 2017 með sama hætti og Hamborgarabúllan, nýtt sér eða aflað ávinnings af tollalagabrotum starfsmannsins, samanlagt að fjárhæð ríflega 8,6 milljóna króna. Þess er einnig krafist að félögin tvö verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Rúv fjallaði um málið í mars en þá sagði Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður Hamborgarabúllunnar, að mistök hafi verið gerð við útfyllingu tollskýrslu. Kjötið hafi fyrir misskilning verið fært í rangan tollflokk og að ekki hafi verið um ásetning að ræða.
Dómsmál Tollgæslan Veitingastaðir Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira