Kjötpantanir Búllunnar feli í sér tollalagabrot og peningaþvætti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. október 2020 08:31 Hamborgarar á grillinu hjá Búllunni. Viðbúið er að tekist verði á í dómsal á næstunni um kjötpantanir Hamborgarabúllu Tómasar eftir að kröfu um frávísun var hafnað. Málið varðar ákæru héraðsaksóknara frá því í janúar á hendur starfsmanni Hamborgarabúllu Tómasar og TBJ ehf (Tommi's Burger Joint)., rekstrarfélagi Búllunnar, sem og á hendur fyrirtækjunum tveimur, fyrir tollalagabrot og peningaþvætti. Starfsmaðurinn er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar á tollnúmeri nemur tæpum tuttugu milljónum króna. Málið var þingfest fyrr á árinu en fram kom frávísunarkrafa sem fjallað var um í byrjun september en þeirri kröfu var hafnað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið þannig á leið í aðalmeðferð en ráðgert er að þinghald verði í héraðsdómi í þessari viku. Starfsmaðurinn er ákærður fyrir tollalagabrot með því hafa veitt tollyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar um tegund kjötafurða, nánar tiltekið frosna nautaframparta, með því að koma því til leiðar að tollamiðlari, sem sinnti tollskjalagerð í umboði félaganna, tilgreindi þær í öllum tilvikum undir röngu tollskráningarnúmeri. Númerið sem notað var við skráningu gildir fyrir kjöt með beini en ekki fyrir beinlaust kjöt líkt og raunverulega var um að ræða samkvæmt ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum. Krefjast refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar Um er að ræða átta tilvik vegna innflutnings fyrirtækjanna tveggja á tímabilinu maí 2016 til apríl 2018 og varðar mismunurinn, það er ávinningurinn af rangri skráningu, um í 19,6 milljónum króna. Þess er krafist að starfsmaðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákæran á hendur Hamborgarabúllunni varðar peningaþvætti, í tengslum við áðurnefnd meint brot starfsmannsins, í fjórum tilvikum á árunum 2016 og 2017. Fyrirtækið hafi, með greiðslu lægri aðflutningsgjalda en viðkomandi kjötafurðir áttu réttilega að bera, nýtt sér eða aflað ávinnings af tollalagabrotum starfsmannsins, samanlagt sem nemur tæpum átta milljónum króna. Þá sætir félagið TBJ ehf. ákæru fyrir peningaþvætti í tengslum við brot starfsmannsins, með því að hafa í þremur tilvikum á árinu 2017 með sama hætti og Hamborgarabúllan, nýtt sér eða aflað ávinnings af tollalagabrotum starfsmannsins, samanlagt að fjárhæð ríflega 8,6 milljóna króna. Þess er einnig krafist að félögin tvö verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Rúv fjallaði um málið í mars en þá sagði Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður Hamborgarabúllunnar, að mistök hafi verið gerð við útfyllingu tollskýrslu. Kjötið hafi fyrir misskilning verið fært í rangan tollflokk og að ekki hafi verið um ásetning að ræða. Dómsmál Tollgæslan Veitingastaðir Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Viðbúið er að tekist verði á í dómsal á næstunni um kjötpantanir Hamborgarabúllu Tómasar eftir að kröfu um frávísun var hafnað. Málið varðar ákæru héraðsaksóknara frá því í janúar á hendur starfsmanni Hamborgarabúllu Tómasar og TBJ ehf (Tommi's Burger Joint)., rekstrarfélagi Búllunnar, sem og á hendur fyrirtækjunum tveimur, fyrir tollalagabrot og peningaþvætti. Starfsmaðurinn er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar á tollnúmeri nemur tæpum tuttugu milljónum króna. Málið var þingfest fyrr á árinu en fram kom frávísunarkrafa sem fjallað var um í byrjun september en þeirri kröfu var hafnað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið þannig á leið í aðalmeðferð en ráðgert er að þinghald verði í héraðsdómi í þessari viku. Starfsmaðurinn er ákærður fyrir tollalagabrot með því hafa veitt tollyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar um tegund kjötafurða, nánar tiltekið frosna nautaframparta, með því að koma því til leiðar að tollamiðlari, sem sinnti tollskjalagerð í umboði félaganna, tilgreindi þær í öllum tilvikum undir röngu tollskráningarnúmeri. Númerið sem notað var við skráningu gildir fyrir kjöt með beini en ekki fyrir beinlaust kjöt líkt og raunverulega var um að ræða samkvæmt ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum. Krefjast refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar Um er að ræða átta tilvik vegna innflutnings fyrirtækjanna tveggja á tímabilinu maí 2016 til apríl 2018 og varðar mismunurinn, það er ávinningurinn af rangri skráningu, um í 19,6 milljónum króna. Þess er krafist að starfsmaðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákæran á hendur Hamborgarabúllunni varðar peningaþvætti, í tengslum við áðurnefnd meint brot starfsmannsins, í fjórum tilvikum á árunum 2016 og 2017. Fyrirtækið hafi, með greiðslu lægri aðflutningsgjalda en viðkomandi kjötafurðir áttu réttilega að bera, nýtt sér eða aflað ávinnings af tollalagabrotum starfsmannsins, samanlagt sem nemur tæpum átta milljónum króna. Þá sætir félagið TBJ ehf. ákæru fyrir peningaþvætti í tengslum við brot starfsmannsins, með því að hafa í þremur tilvikum á árinu 2017 með sama hætti og Hamborgarabúllan, nýtt sér eða aflað ávinnings af tollalagabrotum starfsmannsins, samanlagt að fjárhæð ríflega 8,6 milljóna króna. Þess er einnig krafist að félögin tvö verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Rúv fjallaði um málið í mars en þá sagði Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður Hamborgarabúllunnar, að mistök hafi verið gerð við útfyllingu tollskýrslu. Kjötið hafi fyrir misskilning verið fært í rangan tollflokk og að ekki hafi verið um ásetning að ræða.
Dómsmál Tollgæslan Veitingastaðir Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira