Áfengisfíkn og ofbeldi lituðu æskuárin: „Maður heldur á mömmu og henni er að blæða út“ Sylvía Hall skrifar 5. október 2020 23:00 Guðmundur R. Einarsson sagði sögu sína í Íslandi í dag í kvöld. Hann ólst upp við erfiðar heimilisaðstæður þar sem áfengisfíkn foreldra hans og ofbeldi lituðu æsku hans. Guðmundur R. Einarsson, ritstjóri Fréttanetsins, ólst upp með foreldrum sem glímdu báðir við áfengisfíkn. Ástand þeirra hafði mikil áhrif á æsku Guðmundar og bræðra hans og versnaði sífellt með árunum. Uppvaxtarárin lituðust þannig bæði af andlegu- og líkamlegu ofbeldi innan veggja heimilisins en Guðmundur segir mikla þörf á því að gripið sé inn í slíkar aðstæður þegar börn eru á heimilinu. Guðmundur sagði sögu sína í Íslandi í dag í kvöld. „Báðir foreldrar mínir voru yndislegt fólk hérna áður fyrr. Ég á margar góðar minningar, en síðan tekur drykkjan yfir og verður alltaf verra og verra og verra. Við strákarnir höfum verið að fara yfir þetta, eldri bróðir minn og ég. Maður sér hvenær þau missa tökin og annað, síðan verður þetta bara óbærilegt,“ segir Guðmundur. Hann segir mikla skömm fylgja því að vera barn alkóhólista og þau séu oft ósjálfrátt sett til hliðar í samfélaginu. Hann hafi óhjákvæmilega tekið það inn á sig og það hafi skapað mikið óöryggi. Þrátt fyrir að líkamlegt ofbeldi hafi verið á heimilinu sitji andlega ofbeldið mest í honum. Síðan eru hræðilegar myndir sem maður er með í kollinum sem maður er að reyna að koma út.“ Guðmundur skrifaði pistil um uppvaxtarárin á Fréttanetið í vor sem vakti mikla athygli. „Maður heldur á mömmu og henni er að blæða út“ Hann segir það helvíti líkast að þurfa að alast upp við slíkar aðstæður. Hann þurfi í dag að vinna úr mörgum minningum sem séu erfiðar og ekki eitthvað sem börn ættu að þurfa að upplifa. Ein saga sitji alltaf í honum þar sem hann þurfti að skerast í leikinn eftir að faðir hans beitti móður þeirra bræðra ofbeldi. „Mamma kemur inn í herbergi þegar ég er lítill man ég, og hún er alblóðug. Ég næ að loka hurðinni þannig að pabbi er fyrir utan brjálaður. Maður heldur á mömmu og henni er að blæða út. Síðan man ég ekki hvað gerist, ég dett út og það kemur eitthvað fólk inn; tekur mömmu og pabbi er tekinn. Við erum svolítið settir til hliðar strákarnir. Síðan daginn eftir er eins og þetta hafi ekki gerst.“ Hann gagnrýnir að enginn hafi skorist í leikinn og beint sjónum sínum að þeim bræðrum á þeim tíma. Foreldrunum hafi verið beint að þeim úrræðum sem voru í boði en börnin sett til hliðar. „Ég á margar góðar minningar, en síðan tekur drykkjan yfir.“ „Maður er kannski reiður út í þjóðfélagið, ekki einhvern sérstakan heldur að þetta fái að gerast á Íslandi. Að það sé í lagi að foreldrar komi svona fram við börnin sín og það gerist ekkert. Þetta er ofbeldi gegn barni og það er ekkert gert í því,“ segir Guðmundur, sem segist hafa verið ósáttur við SÁÁ. „Ég man alltaf að hann kom heim eftir þetta með pening, „búinn að vera edrú í fimm mínútur“ peninginn. Maður var svo reiður út í SÁÁ, það var aldrei komið til okkar barnanna. Þetta er svona það versta sem maður upplifir sem barn.“ „Ofbeldið – maður getur alveg unnið í því og komist yfir það. Það er bara það að bæði Barnavernd og SÁÁ, þau gera ekkert fyrir þessi börn. Það er eina sem ég vil opna á í dag, þetta er ennþá að gerast í dag. Af hverju líðum við það að börn séu beitt ofbeldi eða þurfa að horfa upp á ofbeldi? Ég fatta ekki enn þá í dag af hverju þetta er í lagi.“ Guðmundur segir nauðsynlegt að einhver grípi þau börn sem lenda í svona aðstæðum. Fyrirfór sér því bróðir hans „segir nei við því að drepa pabba“ Bæði móðir Guðmundar og Snorri, bróðir hans, frömdu sjálfsvíg. Guðmundur segir Snorra hafa lent verst í ástandinu á heimilinu og minnist þess þegar hann ákveður að yfirgefa heimilið. „Hann fer af heimilinu okkar og mamma segir við hann: Annað hvort drepur þú pabba þinn eða ég fyrirfer mér. Hann labbar út og kemur til baka, og hún fyrirfer sér. Af því að hann segir nei við því að drepa pabba. Þetta var orðið svo sjúkt ástand.“ Hann segir þá bræðurna hafa verið afar samrýnda og eytt nánast öllum stundum saman. Snorri hafi þó aldrei komist út úr ástandinu og segir það í raun hafa verið þaggað niður. Hann hafi upplifað mikla reiði en þegar pabbi hans lést hafi hann náð að gera upp margar af slæmu minningunum. „Pabbi er staddur í einhverju partýi þar sem er kveikt í. Það er einhverri sígarettu hent þar sem hann var dáinn af víndauða og hann verður eftir inni í þessum eldsvoða, en brennur ekki en deyr af reykeitrun. Ég þurfti sem sagt að taka ákvörðun um að taka vélina úr sambandi,“ segir Guðmundur, sem átti þar stund með pabba sínum. „Ég var bara einn og þá náði ég að segja allt sem ég vildi segja við hann. Síðan kyssti ég hann á ennið og fyrirgaf honum. Það var erfitt en gott líka.“ Í dag hafi hann lært að sleppa vondu minningunum og þá sé meira svigrúm fyrir þær góðu. Hann hafi byrjað að tjá sig um þetta til þess að sleppa reiðinni og þannig sé minningin um foreldrana fallegri en ella. „Það lét mig halda þessu áfram. Þá fór manni að líða betur með sjálfan sig og annað og muna að þau voru góðir einstaklingar.“ Ísland í dag Fíkn Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Sjá meira
Guðmundur R. Einarsson, ritstjóri Fréttanetsins, ólst upp með foreldrum sem glímdu báðir við áfengisfíkn. Ástand þeirra hafði mikil áhrif á æsku Guðmundar og bræðra hans og versnaði sífellt með árunum. Uppvaxtarárin lituðust þannig bæði af andlegu- og líkamlegu ofbeldi innan veggja heimilisins en Guðmundur segir mikla þörf á því að gripið sé inn í slíkar aðstæður þegar börn eru á heimilinu. Guðmundur sagði sögu sína í Íslandi í dag í kvöld. „Báðir foreldrar mínir voru yndislegt fólk hérna áður fyrr. Ég á margar góðar minningar, en síðan tekur drykkjan yfir og verður alltaf verra og verra og verra. Við strákarnir höfum verið að fara yfir þetta, eldri bróðir minn og ég. Maður sér hvenær þau missa tökin og annað, síðan verður þetta bara óbærilegt,“ segir Guðmundur. Hann segir mikla skömm fylgja því að vera barn alkóhólista og þau séu oft ósjálfrátt sett til hliðar í samfélaginu. Hann hafi óhjákvæmilega tekið það inn á sig og það hafi skapað mikið óöryggi. Þrátt fyrir að líkamlegt ofbeldi hafi verið á heimilinu sitji andlega ofbeldið mest í honum. Síðan eru hræðilegar myndir sem maður er með í kollinum sem maður er að reyna að koma út.“ Guðmundur skrifaði pistil um uppvaxtarárin á Fréttanetið í vor sem vakti mikla athygli. „Maður heldur á mömmu og henni er að blæða út“ Hann segir það helvíti líkast að þurfa að alast upp við slíkar aðstæður. Hann þurfi í dag að vinna úr mörgum minningum sem séu erfiðar og ekki eitthvað sem börn ættu að þurfa að upplifa. Ein saga sitji alltaf í honum þar sem hann þurfti að skerast í leikinn eftir að faðir hans beitti móður þeirra bræðra ofbeldi. „Mamma kemur inn í herbergi þegar ég er lítill man ég, og hún er alblóðug. Ég næ að loka hurðinni þannig að pabbi er fyrir utan brjálaður. Maður heldur á mömmu og henni er að blæða út. Síðan man ég ekki hvað gerist, ég dett út og það kemur eitthvað fólk inn; tekur mömmu og pabbi er tekinn. Við erum svolítið settir til hliðar strákarnir. Síðan daginn eftir er eins og þetta hafi ekki gerst.“ Hann gagnrýnir að enginn hafi skorist í leikinn og beint sjónum sínum að þeim bræðrum á þeim tíma. Foreldrunum hafi verið beint að þeim úrræðum sem voru í boði en börnin sett til hliðar. „Ég á margar góðar minningar, en síðan tekur drykkjan yfir.“ „Maður er kannski reiður út í þjóðfélagið, ekki einhvern sérstakan heldur að þetta fái að gerast á Íslandi. Að það sé í lagi að foreldrar komi svona fram við börnin sín og það gerist ekkert. Þetta er ofbeldi gegn barni og það er ekkert gert í því,“ segir Guðmundur, sem segist hafa verið ósáttur við SÁÁ. „Ég man alltaf að hann kom heim eftir þetta með pening, „búinn að vera edrú í fimm mínútur“ peninginn. Maður var svo reiður út í SÁÁ, það var aldrei komið til okkar barnanna. Þetta er svona það versta sem maður upplifir sem barn.“ „Ofbeldið – maður getur alveg unnið í því og komist yfir það. Það er bara það að bæði Barnavernd og SÁÁ, þau gera ekkert fyrir þessi börn. Það er eina sem ég vil opna á í dag, þetta er ennþá að gerast í dag. Af hverju líðum við það að börn séu beitt ofbeldi eða þurfa að horfa upp á ofbeldi? Ég fatta ekki enn þá í dag af hverju þetta er í lagi.“ Guðmundur segir nauðsynlegt að einhver grípi þau börn sem lenda í svona aðstæðum. Fyrirfór sér því bróðir hans „segir nei við því að drepa pabba“ Bæði móðir Guðmundar og Snorri, bróðir hans, frömdu sjálfsvíg. Guðmundur segir Snorra hafa lent verst í ástandinu á heimilinu og minnist þess þegar hann ákveður að yfirgefa heimilið. „Hann fer af heimilinu okkar og mamma segir við hann: Annað hvort drepur þú pabba þinn eða ég fyrirfer mér. Hann labbar út og kemur til baka, og hún fyrirfer sér. Af því að hann segir nei við því að drepa pabba. Þetta var orðið svo sjúkt ástand.“ Hann segir þá bræðurna hafa verið afar samrýnda og eytt nánast öllum stundum saman. Snorri hafi þó aldrei komist út úr ástandinu og segir það í raun hafa verið þaggað niður. Hann hafi upplifað mikla reiði en þegar pabbi hans lést hafi hann náð að gera upp margar af slæmu minningunum. „Pabbi er staddur í einhverju partýi þar sem er kveikt í. Það er einhverri sígarettu hent þar sem hann var dáinn af víndauða og hann verður eftir inni í þessum eldsvoða, en brennur ekki en deyr af reykeitrun. Ég þurfti sem sagt að taka ákvörðun um að taka vélina úr sambandi,“ segir Guðmundur, sem átti þar stund með pabba sínum. „Ég var bara einn og þá náði ég að segja allt sem ég vildi segja við hann. Síðan kyssti ég hann á ennið og fyrirgaf honum. Það var erfitt en gott líka.“ Í dag hafi hann lært að sleppa vondu minningunum og þá sé meira svigrúm fyrir þær góðu. Hann hafi byrjað að tjá sig um þetta til þess að sleppa reiðinni og þannig sé minningin um foreldrana fallegri en ella. „Það lét mig halda þessu áfram. Þá fór manni að líða betur með sjálfan sig og annað og muna að þau voru góðir einstaklingar.“
Ísland í dag Fíkn Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Sjá meira