Heldur því fram að hann hafi í raun verið stjóri Liverpool en ekki Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2020 10:00 Jürgen Klopp við hlið Zeljko Buvac þegar allt lék í lyndi. EPA/ANDY RAIN Viðtal við fyrrum aðstoðarmann Jürgen Klopp komst í fréttirnar eftir skellinn hjá lærisveinum Klopp í Liverpool um helgina en þar eignar hann sér heiðurinn að velgengi Klopp. Zeljko Buvac, fyrrum aðstoðarmaður Jürgen Klopp, bauð upp á sérstakar yfirlýsingar í athyglisverðu viðtali þar sem hann gerði upp tímann sinn hjá Liverpool. Zeljko Buvac hætti óvænt hjá Liverpool í apríl 2018 eftir að það slettist upp á vinskap hans og Jürgen Klopp. Þeir voru þá búnir að vinna saman í sautján ár. Former Liverpool assistant Zeljko Buvac has insisted he is the man behind Jurgen Klopp's success in a remarkable interview.https://t.co/xlaxspGKYg pic.twitter.com/iCrnYb68bF— SPORTbible (@sportbible) October 6, 2020 Buvac hafði fengið viðurnefnið „heilinn“ á tíma sínum með Klopp og sumir voru að velta því fyrir sér hvernig Liverpool liðinu myndi ganga án hans. Eftir að Zeljko Buvac hætti þá hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða og enska meistaratitilinn. Daily Mail sagði frá viðtali rússneska blaðamannsins Nobel Arustamyan við Zeljko Buvac. Myndbandið var birt á YouTube en því hefur nú verið eytt án skýringa. „Ég óskaði félaginu ekki til hamingju með titlana. Ég var samt ánægður fyrir hönd Liverpool, fyrir hönd stuðningsmannanna og fyrir hönd leikmannanna,“ sagði Zeljko Buvac í viðtalinu. „Mér leið eins og ég væri stjórinn hjá liði Klopp í öll þessi sautján ár fyrir utan það að tala opinberlega og fara í viðtöl. Ég þurfti ekki á athyglinni að halda heldur var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði Buvac. Hann er þó ekki tilbúinn að sanna sig annars staðar. I did the job of the manager at Liverpool, not Klopp!" #LFChttps://t.co/OdPCTPY1Y2— talkSPORT (@talkSPORT) October 5, 2020 „Ég vil ekki verða stjóri núna. Ég myndi hugsa mig um ef Barcelona myndi hringja en annars kæmi það ekki til greina,“ sagði Zeljko Buvac. Buvac er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá Dynamo Moskvu í Rússlandi. „Þú segir að ég sé bara hér til að hafa eitthvað að gera þar til að ég fær betra tilboð. Ef þú vissir bara hvernig tilboðum ég hef hafnað síðan ég hætti hjá Liverpool þá myndir þú ekki segja það. Ég ætla ekki samt að segja hvaða félög höfðu samband,“ sagði Zeljko Buvac. Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Viðtal við fyrrum aðstoðarmann Jürgen Klopp komst í fréttirnar eftir skellinn hjá lærisveinum Klopp í Liverpool um helgina en þar eignar hann sér heiðurinn að velgengi Klopp. Zeljko Buvac, fyrrum aðstoðarmaður Jürgen Klopp, bauð upp á sérstakar yfirlýsingar í athyglisverðu viðtali þar sem hann gerði upp tímann sinn hjá Liverpool. Zeljko Buvac hætti óvænt hjá Liverpool í apríl 2018 eftir að það slettist upp á vinskap hans og Jürgen Klopp. Þeir voru þá búnir að vinna saman í sautján ár. Former Liverpool assistant Zeljko Buvac has insisted he is the man behind Jurgen Klopp's success in a remarkable interview.https://t.co/xlaxspGKYg pic.twitter.com/iCrnYb68bF— SPORTbible (@sportbible) October 6, 2020 Buvac hafði fengið viðurnefnið „heilinn“ á tíma sínum með Klopp og sumir voru að velta því fyrir sér hvernig Liverpool liðinu myndi ganga án hans. Eftir að Zeljko Buvac hætti þá hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða og enska meistaratitilinn. Daily Mail sagði frá viðtali rússneska blaðamannsins Nobel Arustamyan við Zeljko Buvac. Myndbandið var birt á YouTube en því hefur nú verið eytt án skýringa. „Ég óskaði félaginu ekki til hamingju með titlana. Ég var samt ánægður fyrir hönd Liverpool, fyrir hönd stuðningsmannanna og fyrir hönd leikmannanna,“ sagði Zeljko Buvac í viðtalinu. „Mér leið eins og ég væri stjórinn hjá liði Klopp í öll þessi sautján ár fyrir utan það að tala opinberlega og fara í viðtöl. Ég þurfti ekki á athyglinni að halda heldur var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði Buvac. Hann er þó ekki tilbúinn að sanna sig annars staðar. I did the job of the manager at Liverpool, not Klopp!" #LFChttps://t.co/OdPCTPY1Y2— talkSPORT (@talkSPORT) October 5, 2020 „Ég vil ekki verða stjóri núna. Ég myndi hugsa mig um ef Barcelona myndi hringja en annars kæmi það ekki til greina,“ sagði Zeljko Buvac. Buvac er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá Dynamo Moskvu í Rússlandi. „Þú segir að ég sé bara hér til að hafa eitthvað að gera þar til að ég fær betra tilboð. Ef þú vissir bara hvernig tilboðum ég hef hafnað síðan ég hætti hjá Liverpool þá myndir þú ekki segja það. Ég ætla ekki samt að segja hvaða félög höfðu samband,“ sagði Zeljko Buvac.
Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira