Veitingahús sem róa lífróður þurfi síst á skattahækkun á halda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. október 2020 14:33 Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hækka álögur á veitinga- og öldurhús sem standa illa vegna faraldursins. Vísir/Vilhelm „Ljósin á veitingastöðunum eru slökkt, stólar standa uppi á borðum og rými til að skapa tekjur er að hverfa,” sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Alþingi í morgun þar sem hún gagnrýndi fyrirhugaða hækkun á áfengisggjaldi. „Að ganga um miðborg Reykjavíkur, að kvöldi til, er annað en það var.” Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem er nú til umfjöllunar á þingi verða krónutölugjöld hækkuð um 2,5% um áramótin. Undir þau falla áfengis- og tóbaksgjöld, bensíngjald og bifreiða- og kílómetragjald. Þorbjörg sagði samhengi þurfa að vera á milli veruleikans og aðgerða stjórnvalda. „Á sama tíma og kallað er eftir markvissum aðgerðum til stuðnings þeim atvinnugreinum sem hafa orðið fyrir þungu höggi boðar ríkisstjórnin skattahækkun í formi hækkunar áfengisgjalds. Hún er til höfuðs þeim sem minnst þurfa á því að halda. Veitingahús og barir sem róa nú lífróður fá þessa hækkun á sig af hálfu stjórnvalda.” Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.fréttablaðið/ernir Rekstrarvandinn sé augljós og sífellt lengist í erfiðu ástandi. Stjórnvöld eigi því að forðast að bæta við útgjaldahlið fyrirtækja. „Við sjáum að atvinnuleysi á Íslandi hefur vaxið meira en á hinum Norðurlöndunum. Áfallið í ferðaþjónustunni og veitingahúsunum er langtum þyngra hér en þar. Og það er eins og það vanti upp á skilning á því að veitingahúsin eru vitaskuld hluti af þeirri keðju og því höggi sem ferðaþjónustan er að verða fyrir.” Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Skattar og tollar Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
„Ljósin á veitingastöðunum eru slökkt, stólar standa uppi á borðum og rými til að skapa tekjur er að hverfa,” sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Alþingi í morgun þar sem hún gagnrýndi fyrirhugaða hækkun á áfengisggjaldi. „Að ganga um miðborg Reykjavíkur, að kvöldi til, er annað en það var.” Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem er nú til umfjöllunar á þingi verða krónutölugjöld hækkuð um 2,5% um áramótin. Undir þau falla áfengis- og tóbaksgjöld, bensíngjald og bifreiða- og kílómetragjald. Þorbjörg sagði samhengi þurfa að vera á milli veruleikans og aðgerða stjórnvalda. „Á sama tíma og kallað er eftir markvissum aðgerðum til stuðnings þeim atvinnugreinum sem hafa orðið fyrir þungu höggi boðar ríkisstjórnin skattahækkun í formi hækkunar áfengisgjalds. Hún er til höfuðs þeim sem minnst þurfa á því að halda. Veitingahús og barir sem róa nú lífróður fá þessa hækkun á sig af hálfu stjórnvalda.” Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.fréttablaðið/ernir Rekstrarvandinn sé augljós og sífellt lengist í erfiðu ástandi. Stjórnvöld eigi því að forðast að bæta við útgjaldahlið fyrirtækja. „Við sjáum að atvinnuleysi á Íslandi hefur vaxið meira en á hinum Norðurlöndunum. Áfallið í ferðaþjónustunni og veitingahúsunum er langtum þyngra hér en þar. Og það er eins og það vanti upp á skilning á því að veitingahúsin eru vitaskuld hluti af þeirri keðju og því höggi sem ferðaþjónustan er að verða fyrir.”
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Skattar og tollar Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira