Enska úrvalsdeildin vill stuðningsmenn aftur á völlinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá liðunum í ensku úrvalsdeildinni sem liðið birti í dag en einnig birtist undirskriftalista frá öllum ensku deildarliðunum.
Deildarliðin sendu frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem er undirskriftalisti. Í tilkynningu úrvalsdeildarliðanna segir að heilsa landsmanna sé í fyrsta sæti en sé það einnig forsvaranlegt að spila fótboltaleiki með áhorfendum.
Enska úrvalsdeildin segir einnig í tilkynningu sinni að þeir hafi haldið prufu leiki þar sem einhverjum áhorfendum var hleypt inn á leikinn. Chelsea og Brighton mættust m.a. þar sem 2500 áhorfendur voru viðstaddir.
Enska úrvalsdeildin bendir einnig á það að tónleikahald sé nú í lagi, ef fjarlægðartakmörk séu virt, og því ætti sömu reglur að gilda um fótboltaleiki. Því vill enska úrvalsdeildin fá stuðningsmennina sína aftur á völlinn.
An open letter to supporters
— Premier League (@premierleague) October 6, 2020
Together we will get fans safely back into grounds: https://t.co/eiuLL1RH8e pic.twitter.com/ybmmz7LRlU