Flokkuðu ensku liðin eftir frammistöðu þeirra á markaðnum í sumarglugganum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 09:01 Liðin hans Ed Woodward, Manchester United, var sett í sérstakan Ed Woodward flokk. Hér fylgist hann með leik Manchester United á dögunum. Getty/ Richard Heathcote Þrjú félög í ensku úrvalsdeildinni komast í úrvalsflokk yfir bestu frammistöðuna á leikmannamarkaðnum í sumar en leikmannaglugginn lokaði á mánudagskvöldið. Manchester United var sett í mjög sérstakan flokk. Margir hafa verið að bera saman frammistöðu ensku úrvalsdeildarfélaganna á leikmannamarkaðnum í sumar eftir að glugginn lokaði fram í janúar en félögin hafa þurft að glíma við mjög óvenjulegar aðstæður vegna kórónuveirufaraldursins og óvissunnar í efnahagsmálum. Það er erfitt að verja það að vera eyða miklum peningi í leikmannakaup og nýja launasamninga þegar innkoman er lítil sem enginn og starfsmenn félaganna eru sumir að missa vinnuna. Meðal þeirra sem hafa metið frammistöðu félaganna er fólkið á Sportbible sem ákvað að skipta félögunum tuttugu í ensku úrvalsdeildinni niður í flokka eftir því hversu vel eða illa þaus stóðu sig í að sækja sér liðstyrk í glugganum. Top tier: Chelsea Second tier: Arsenal Third tier: Manchester City Fourth tier: Sheffield United Manchester Unitedhttps://t.co/XF6A3xXgdI— SPORTbible (@sportbible) October 6, 2020 Þarna má sjá liðunum skipt niður í fimm flokka en sá fimmti og síðasti er reyndar mjög sérstakur og fámennir flokkur. Það þarf kannski ekki að koma á óvart að Chelsea sé í fyrsta flokki enda búið að kaupa margar framtíðarstjörnur til félagsins í sumar. Með Chelsea í úrvalsflokknum eru síðan spútnikliðin Aston Villa og Everton sem bæði hafa byrjað tímabilið frábærlega. Mörk félög öfunduðu örugglega Chelsea fryir að ná í framtíðarstjörnur eins og Kai Havertz, Timo Werner og Hakim Ziyech auk þess að styrkja sig aftur á vellinum með því að fá Ben Chilwell, Thiago Silva og Edouard Mendy. Everton styrkti sig mikið á miðjunni með kaupum á þeim James Rodriguez, Allan og Abdoulaye Doucoure en samkeppnin er því orðin mjög hörð fyrir íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. Jose Mourinho vildi annan miðvörð en getur ekki kvartað mikið yfir því að fá þá Gareth Bale, Sergio Reguilon og Matt Doherty. Tottenham er í öðrum flokki með Arsenal og Liverpool. Hin liðin eru síðan í þriðja og fjórða flokki en það er eitt félag neðst. Fólkið á Sportbible setti Manchester United nefnilega í svokallaðan Ed Woodward flokk. Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United, hefur fengið á sig mikla gagnrýni fyrir slaka frammistöðu á markaðnum. Vissulega missti United af öllum feitu bitunum í glugganum á tímapunkti þegar félagið þarf augljóslega á miklum liðstyrki að halda til að koma sér aftur upp í titilbaráttuna. Manchester United tókst ekki að kaupa Jadon Sancho og það var smá örvænting yfir því þegar United sótti hvern minni spámanninn á fætum öðrum á lokadeginum. Þeir Donny van de Beek, Alex Telles og Edinson Cavani eru reyndar allt ágætir leikmenn en bara ekki súperstjörnurnar sem stuðningsmenn Manchester United dreymdi um. United er því ekki í lélegasta flokknum heldur bara í Ed Woodward flokknum. Hér fyrir neðan má sjá flokkun félaganna eftir frammistöðu þeirra í glugganum: Efsti flokkur: Chelsea, Aston Villa, Everton Annar flokkur: Tottenham Hotspur, Arsenal, Liverpool Þriðji flokkur: Newcastle United, Crystal Palace, Manchester City, Leeds United, Wolves, Leicester City, Southampton, Fulham Fjórði flokkur: Brighton, Sheffield United, West Brom, West Ham United, Burnley Ed Woodward flokkur: Manchester United Enski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Sjá meira
Þrjú félög í ensku úrvalsdeildinni komast í úrvalsflokk yfir bestu frammistöðuna á leikmannamarkaðnum í sumar en leikmannaglugginn lokaði á mánudagskvöldið. Manchester United var sett í mjög sérstakan flokk. Margir hafa verið að bera saman frammistöðu ensku úrvalsdeildarfélaganna á leikmannamarkaðnum í sumar eftir að glugginn lokaði fram í janúar en félögin hafa þurft að glíma við mjög óvenjulegar aðstæður vegna kórónuveirufaraldursins og óvissunnar í efnahagsmálum. Það er erfitt að verja það að vera eyða miklum peningi í leikmannakaup og nýja launasamninga þegar innkoman er lítil sem enginn og starfsmenn félaganna eru sumir að missa vinnuna. Meðal þeirra sem hafa metið frammistöðu félaganna er fólkið á Sportbible sem ákvað að skipta félögunum tuttugu í ensku úrvalsdeildinni niður í flokka eftir því hversu vel eða illa þaus stóðu sig í að sækja sér liðstyrk í glugganum. Top tier: Chelsea Second tier: Arsenal Third tier: Manchester City Fourth tier: Sheffield United Manchester Unitedhttps://t.co/XF6A3xXgdI— SPORTbible (@sportbible) October 6, 2020 Þarna má sjá liðunum skipt niður í fimm flokka en sá fimmti og síðasti er reyndar mjög sérstakur og fámennir flokkur. Það þarf kannski ekki að koma á óvart að Chelsea sé í fyrsta flokki enda búið að kaupa margar framtíðarstjörnur til félagsins í sumar. Með Chelsea í úrvalsflokknum eru síðan spútnikliðin Aston Villa og Everton sem bæði hafa byrjað tímabilið frábærlega. Mörk félög öfunduðu örugglega Chelsea fryir að ná í framtíðarstjörnur eins og Kai Havertz, Timo Werner og Hakim Ziyech auk þess að styrkja sig aftur á vellinum með því að fá Ben Chilwell, Thiago Silva og Edouard Mendy. Everton styrkti sig mikið á miðjunni með kaupum á þeim James Rodriguez, Allan og Abdoulaye Doucoure en samkeppnin er því orðin mjög hörð fyrir íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. Jose Mourinho vildi annan miðvörð en getur ekki kvartað mikið yfir því að fá þá Gareth Bale, Sergio Reguilon og Matt Doherty. Tottenham er í öðrum flokki með Arsenal og Liverpool. Hin liðin eru síðan í þriðja og fjórða flokki en það er eitt félag neðst. Fólkið á Sportbible setti Manchester United nefnilega í svokallaðan Ed Woodward flokk. Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United, hefur fengið á sig mikla gagnrýni fyrir slaka frammistöðu á markaðnum. Vissulega missti United af öllum feitu bitunum í glugganum á tímapunkti þegar félagið þarf augljóslega á miklum liðstyrki að halda til að koma sér aftur upp í titilbaráttuna. Manchester United tókst ekki að kaupa Jadon Sancho og það var smá örvænting yfir því þegar United sótti hvern minni spámanninn á fætum öðrum á lokadeginum. Þeir Donny van de Beek, Alex Telles og Edinson Cavani eru reyndar allt ágætir leikmenn en bara ekki súperstjörnurnar sem stuðningsmenn Manchester United dreymdi um. United er því ekki í lélegasta flokknum heldur bara í Ed Woodward flokknum. Hér fyrir neðan má sjá flokkun félaganna eftir frammistöðu þeirra í glugganum: Efsti flokkur: Chelsea, Aston Villa, Everton Annar flokkur: Tottenham Hotspur, Arsenal, Liverpool Þriðji flokkur: Newcastle United, Crystal Palace, Manchester City, Leeds United, Wolves, Leicester City, Southampton, Fulham Fjórði flokkur: Brighton, Sheffield United, West Brom, West Ham United, Burnley Ed Woodward flokkur: Manchester United
Hér fyrir neðan má sjá flokkun félaganna eftir frammistöðu þeirra í glugganum: Efsti flokkur: Chelsea, Aston Villa, Everton Annar flokkur: Tottenham Hotspur, Arsenal, Liverpool Þriðji flokkur: Newcastle United, Crystal Palace, Manchester City, Leeds United, Wolves, Leicester City, Southampton, Fulham Fjórði flokkur: Brighton, Sheffield United, West Brom, West Ham United, Burnley Ed Woodward flokkur: Manchester United
Enski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Sjá meira