Kæri landbúnaðarráðherra Ágústa Ágústsdóttir skrifar 8. október 2020 00:42 Kæri landbúnaðarráðherra. Ég er bóndi. Sauðfjárbóndi. Já ég valdi að vera bóndi af því að hjarta mitt slær sem bóndi. Já ég valdi mér búsetu. Að vera bóndi er lífstíll, já. Á sama hátt og að vera trillusjómaður er lífstíll. Á sama hátt og að vera jógakennari er lífstíll. Að vera lögreglumaður er lífstíll. Að vera prestur er lífstíll. Við öll ákveðum okkar lífstíl, hver sem hann er. Ég veit ekki um neinn sem þvingaður er til að starfrækja iðn eða starf sem hann vill alls ekki sinna. Það kallast á íslensku máli „frelsi“. Bændur eru mikilvæg starfsstétt, breið og fjölbreytt. Að starfa sem alþingismaður og ráðherra er lífstíll sem tilheyrir starfsstétt. Ég geri ráð fyrir að þú hafir valið þér þá starfsstétt af fúsum og frjálsum vilja. Ég geri líka ráð fyrir að þú hafir valið þér búsetu án þvingana. Vegna þess að þú ert frjáls. Eins og ég. Þó get ég með engu móti trúað að þú hafir sóttst eftir því að verða landbúnaðarráðherra. Það hefur sjálfsagt bara fylgt með sjávarútvegsráðherraembættinu eins og leiðinda skuggi sem þú neyðist til að hafa með í eftirdragi. Ég velti fyrir mér hver viðbrögðin yrðu ef þú létir sömu orð falla um sjávarútveginn og þú gerir um landbúnaðinn? Þau myndu þá hljóma einhvernvegin svona: „Sjávarútvegurinn er lífstíll sem menn velja sér og þar skiptir engu máli hvort afkoman sé mikil eða lítil“? Að geta í örfáum orðum, án þess að hika og eins og ekkert sé sjálfsagðara, drullað yfir heila starfsstétt, er hæfileiki. Og þú sýndir það sannarlega í pontu alþingis í dag að hæfileikar þínir kunna sér engin mörk. Þessi starfsstétt býr til matinn sem þjóðin nærir sig á. Og það er hverri þjóð nauðsynlegt að vera eins sjálfbær með ræktun og fjölbreytni matvæla og kostur er. Að vera bóndi er lífstíll. Mikilvægur og göfugur lífstíll. En það er líka algjör lágmarkskrafa að við sem vinnum nánast alla vinnuna getum lifað af henni á mannsæmandi hátt án þess að þurfa stunda aðra atvinnu samhliða búskapnum til þess að ná endum saman. Ég veit fáa menn duglegri en bændur. Fáir rekstrareigendur myndu sætta sig við þau kjör sem við búum við í rekstri fyrirtækja okkar. Við eigum skilið virðingu. Niðurgreiðslur ríkisins til sauðfjárbænda eru þeim tilgangi knúnar að ætla neytendum að fá vöruna á lægra verði út úr búð og bóndanum að fá betra verð fyrir vöruna sína. Það er dýrt að rækta mat. Það er alls staðar dýrt að búa til góðan og hreinan mat. En hvers vegna stoppar enginn og spyr sig hvar hnífurinn stendur í kúnni? Hvers vegna fá verslanirnar ávallt frípassa frá allri þessari umræðu? Veit neytandinn t.d. hver álagningin er á grillkjötinu sem hann kaupir glaður út í búð með 50% afslætti ? Eftir að neytandinn labbar út með 50% afsláttarkjörin sín þá labbar verslunin í burtu með 100% álagningu. Hvers vegna eru verslanir með skilarétt á öllu kjöti sem þær versla af sláturleyfishafanum? Þær kaupa kjötið á allt of lágu verði vegna lélegrar samkeppni og það sem selst ekki er svo hent til baka í sláturleyfishafann sem situr uppi með tapið. Verslanirnar bera enga ábyrgð en ganga í burtu með mesta gróðann. Það er staðreynd. Hvers vegna er það Kristján? Það sem mér finnst þó sorglegast af öllu er að ríkistjórnin skuli láta það viðgangast að maður með enga virðingu eða áhuga fyrir landbúnaði fái að gegna þessu mikilvæga embætti. Ef hryggur væri í innviðum þeirra þá myndu þeir finna hæfari mann í það hlutverk. En þar sem ég tel að líkur þess séu álíka jafnmiklar og að þú drífir þig í símann til að hringja í bændur stórvini þína og athuga hvernig þeir hafi það, get ég eingöngu haldið í þá von að þú kunnir að skammast þín og segir sjálfur stöðu þinni sem landbúnaðarráðherra lausri. Höfundur er bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Kæri landbúnaðarráðherra. Ég er bóndi. Sauðfjárbóndi. Já ég valdi að vera bóndi af því að hjarta mitt slær sem bóndi. Já ég valdi mér búsetu. Að vera bóndi er lífstíll, já. Á sama hátt og að vera trillusjómaður er lífstíll. Á sama hátt og að vera jógakennari er lífstíll. Að vera lögreglumaður er lífstíll. Að vera prestur er lífstíll. Við öll ákveðum okkar lífstíl, hver sem hann er. Ég veit ekki um neinn sem þvingaður er til að starfrækja iðn eða starf sem hann vill alls ekki sinna. Það kallast á íslensku máli „frelsi“. Bændur eru mikilvæg starfsstétt, breið og fjölbreytt. Að starfa sem alþingismaður og ráðherra er lífstíll sem tilheyrir starfsstétt. Ég geri ráð fyrir að þú hafir valið þér þá starfsstétt af fúsum og frjálsum vilja. Ég geri líka ráð fyrir að þú hafir valið þér búsetu án þvingana. Vegna þess að þú ert frjáls. Eins og ég. Þó get ég með engu móti trúað að þú hafir sóttst eftir því að verða landbúnaðarráðherra. Það hefur sjálfsagt bara fylgt með sjávarútvegsráðherraembættinu eins og leiðinda skuggi sem þú neyðist til að hafa með í eftirdragi. Ég velti fyrir mér hver viðbrögðin yrðu ef þú létir sömu orð falla um sjávarútveginn og þú gerir um landbúnaðinn? Þau myndu þá hljóma einhvernvegin svona: „Sjávarútvegurinn er lífstíll sem menn velja sér og þar skiptir engu máli hvort afkoman sé mikil eða lítil“? Að geta í örfáum orðum, án þess að hika og eins og ekkert sé sjálfsagðara, drullað yfir heila starfsstétt, er hæfileiki. Og þú sýndir það sannarlega í pontu alþingis í dag að hæfileikar þínir kunna sér engin mörk. Þessi starfsstétt býr til matinn sem þjóðin nærir sig á. Og það er hverri þjóð nauðsynlegt að vera eins sjálfbær með ræktun og fjölbreytni matvæla og kostur er. Að vera bóndi er lífstíll. Mikilvægur og göfugur lífstíll. En það er líka algjör lágmarkskrafa að við sem vinnum nánast alla vinnuna getum lifað af henni á mannsæmandi hátt án þess að þurfa stunda aðra atvinnu samhliða búskapnum til þess að ná endum saman. Ég veit fáa menn duglegri en bændur. Fáir rekstrareigendur myndu sætta sig við þau kjör sem við búum við í rekstri fyrirtækja okkar. Við eigum skilið virðingu. Niðurgreiðslur ríkisins til sauðfjárbænda eru þeim tilgangi knúnar að ætla neytendum að fá vöruna á lægra verði út úr búð og bóndanum að fá betra verð fyrir vöruna sína. Það er dýrt að rækta mat. Það er alls staðar dýrt að búa til góðan og hreinan mat. En hvers vegna stoppar enginn og spyr sig hvar hnífurinn stendur í kúnni? Hvers vegna fá verslanirnar ávallt frípassa frá allri þessari umræðu? Veit neytandinn t.d. hver álagningin er á grillkjötinu sem hann kaupir glaður út í búð með 50% afslætti ? Eftir að neytandinn labbar út með 50% afsláttarkjörin sín þá labbar verslunin í burtu með 100% álagningu. Hvers vegna eru verslanir með skilarétt á öllu kjöti sem þær versla af sláturleyfishafanum? Þær kaupa kjötið á allt of lágu verði vegna lélegrar samkeppni og það sem selst ekki er svo hent til baka í sláturleyfishafann sem situr uppi með tapið. Verslanirnar bera enga ábyrgð en ganga í burtu með mesta gróðann. Það er staðreynd. Hvers vegna er það Kristján? Það sem mér finnst þó sorglegast af öllu er að ríkistjórnin skuli láta það viðgangast að maður með enga virðingu eða áhuga fyrir landbúnaði fái að gegna þessu mikilvæga embætti. Ef hryggur væri í innviðum þeirra þá myndu þeir finna hæfari mann í það hlutverk. En þar sem ég tel að líkur þess séu álíka jafnmiklar og að þú drífir þig í símann til að hringja í bændur stórvini þína og athuga hvernig þeir hafi það, get ég eingöngu haldið í þá von að þú kunnir að skammast þín og segir sjálfur stöðu þinni sem landbúnaðarráðherra lausri. Höfundur er bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu.
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar