Landsliðsþjálfari Argentínu ánægður með að Messi var áfram hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 10:01 Lionel Messi reimdi á sig skóna og hélt áfram að spila með Barcelona þrátt fyrir öll leiðindin í haust. Getty/Pedro Salado Lionel Scaloni, landsliðsþjálfari Argentínumanna í knattspyrnu, segir það vera jákvæðar fréttir að Lionel Messi skildi vera áfram hjá Barcelona. Lionel Messi var orðinn mjög pirraður og ósáttur með rekstur Barcelona og vildi fá að fara frá félaginu í haust. Barcelona þvingaði fyrirliða sinn til að vera áfram og klára síðasta tímabilið í samningnum sínum. Barcelona gerði það með því að útiloka annað en að nýja liðið hans myndi þurfa að borga þær 700 milljónir evra sem kostaði að kaupa upp samninginn sem rennur út í júní 2021. „Ég ræddi við Leo þegar allt gengið yfir og ég sá að hann var rólegur,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu, fyrir leik á móti Ekvador í undankeppni HM. Scaloni: Es positivo que Messi se haya quedado en el Barcelona https://t.co/eKN19CUvp8— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) October 8, 2020 „Síðan að Messi kom hingað þá höfum við náð að ræða hlutina. Hann er ánægður með að vera hér og það er allt í góðu núna í félaginu hans. Allt sem við vildum var að sjá málin leyst og að hann gæti farið að spila og komast í sitt besta form,“ sagði Scaloni. „Það var gott fyrir okkur að hann var áfram hjá Barcelona. Hann gat farið strax að spila því hann þekkir félagið. Í sambandi við hans ákvarðanir þá komum við ekki nálægt því. Við erum ekki að skipta okkur af því hjá okkar leikmönnum,“ sagði Scaloni. Argentínska landsliðið er að hefja undankeppnina fyrir HM 2022 sem verður væntanlega síðasta heimsmeistaramót Messi. Hann hefur spilað á fjórum heimsmeistaramótum og verður orðinn 35 ára gamall þegar HM fer fram í Katar 2022. ¿Cómo lo viste a la Pulga, Lionel? En la previa del duelo ante Ecuador, Scaloni habló sobre Messi y dijo esto. ¡Escuchalo acá! pic.twitter.com/erlyxRai2m— SportsCenter (@SC_ESPN) October 7, 2020 „Við viljum komast á HM fyrir okkar þjóð en það líka önnur ástæða. Við viljum tryggja það að Messi fái að spila þar. Við erum samt ekki að tala um það heldur tökum bara einn leik fyrir í einu,“ sagði Scaloni. Lionel Messi er farinn að spila aðeins aftar á vellinum hjá Barcelona en hann mun líklega spila framar hjá argentínska landsliðinu. „Leo verður alltaf framherji, hvort sem hann spilar í níunni eða í annarri stöðu. Mér finnst staða hans hjá Barcelona ekki hafa breyst mikið. Hann er enn að spila fremst á vellinum,“ sagði Lionel Scaloni. Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjá meira
Lionel Scaloni, landsliðsþjálfari Argentínumanna í knattspyrnu, segir það vera jákvæðar fréttir að Lionel Messi skildi vera áfram hjá Barcelona. Lionel Messi var orðinn mjög pirraður og ósáttur með rekstur Barcelona og vildi fá að fara frá félaginu í haust. Barcelona þvingaði fyrirliða sinn til að vera áfram og klára síðasta tímabilið í samningnum sínum. Barcelona gerði það með því að útiloka annað en að nýja liðið hans myndi þurfa að borga þær 700 milljónir evra sem kostaði að kaupa upp samninginn sem rennur út í júní 2021. „Ég ræddi við Leo þegar allt gengið yfir og ég sá að hann var rólegur,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu, fyrir leik á móti Ekvador í undankeppni HM. Scaloni: Es positivo que Messi se haya quedado en el Barcelona https://t.co/eKN19CUvp8— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) October 8, 2020 „Síðan að Messi kom hingað þá höfum við náð að ræða hlutina. Hann er ánægður með að vera hér og það er allt í góðu núna í félaginu hans. Allt sem við vildum var að sjá málin leyst og að hann gæti farið að spila og komast í sitt besta form,“ sagði Scaloni. „Það var gott fyrir okkur að hann var áfram hjá Barcelona. Hann gat farið strax að spila því hann þekkir félagið. Í sambandi við hans ákvarðanir þá komum við ekki nálægt því. Við erum ekki að skipta okkur af því hjá okkar leikmönnum,“ sagði Scaloni. Argentínska landsliðið er að hefja undankeppnina fyrir HM 2022 sem verður væntanlega síðasta heimsmeistaramót Messi. Hann hefur spilað á fjórum heimsmeistaramótum og verður orðinn 35 ára gamall þegar HM fer fram í Katar 2022. ¿Cómo lo viste a la Pulga, Lionel? En la previa del duelo ante Ecuador, Scaloni habló sobre Messi y dijo esto. ¡Escuchalo acá! pic.twitter.com/erlyxRai2m— SportsCenter (@SC_ESPN) October 7, 2020 „Við viljum komast á HM fyrir okkar þjóð en það líka önnur ástæða. Við viljum tryggja það að Messi fái að spila þar. Við erum samt ekki að tala um það heldur tökum bara einn leik fyrir í einu,“ sagði Scaloni. Lionel Messi er farinn að spila aðeins aftar á vellinum hjá Barcelona en hann mun líklega spila framar hjá argentínska landsliðinu. „Leo verður alltaf framherji, hvort sem hann spilar í níunni eða í annarri stöðu. Mér finnst staða hans hjá Barcelona ekki hafa breyst mikið. Hann er enn að spila fremst á vellinum,“ sagði Lionel Scaloni.
Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjá meira