Hætti fyrir fjórum árum en þurfti að vera á bekknum eftir að þrír markverðir greindust með veiruna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. október 2020 14:32 Oleksandr Shovkovskiy er leikjahæsti leikmaður í sögu Dynamo Kiev. getty/Matthew Ashton Oleksandr Shovkovskiy var varamarkvörður úkraínska landsliðsins í vináttulandsleiknum gegn heimsmeisturum Frakklands í gær. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað Shovkovskiy er 45 ára og hætti í fótbolta fyrir fjórum árum. Það kom ekki til af góðu að Shovkovskiy þurfti að vera á bekknum í gær. Þrír af fjórum markvörðum í úkraínska hópnum greindust nefnilega með kórónuveiruna. Heorhiy Bushchan er eini leikfæri markvörðurinn í hópnum og lék sinn fyrsta landsleik í gær. Það var þó engin draumafrumraun því Úkraína tapaði 7-1. Þetta er stærsta tap úkraínska landsliðsins frá upphafi. Shovkovskiy, sem er aðstoðarþjálfari úkraínska liðsins, var til taks á bekknum í gær. Hann er fyrrverandi markvörður og lék 92 landsleiki á árunum 1994-2012. Shovkovskiy lék með Dynamo Kiev allan sinn feril og er leikjahæstur í sögu félagsins. Shovkovskiy lagði hanskana á hilluna 2016. Frá 2018 hefur hann verið einn af aðstoðarmönnum Andriys Shevchenko með úkraínska landsliðið. Shovkovskiy stóð m.a. milli stanganna hjá úkraínska landsliðinu þegar það mætti því íslenska í undankeppni EM 2000. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Kænugarði en Úkraína vann 0-1 sigur á Laugardalsvellinum. Úkraínumenn eru komnir á EM sem fer fram víðs vegar um Evrópu næsta sumar. Úkraína vann sinn riðil í undankeppni EM. Sigurður Helgason birti skemmtilega mynd af Shovkovskiy fyrir leik Dynamo Kiev og KR á móti í Skotlandi fyrir allmörgum árum síðan. Með honum á myndinni er KR-ingurinn Nökkvi Gunnarsson. KR ingurinn orðinn golfkennari. Markmaður Dynamo Kiev var varamarkmður í kvöld í landsleik gegn Frakklandi 45 ára. Er markmannsþjálfari Ukrainu. Covid kom honum á bekkinn. pic.twitter.com/01ILVh3Lsh— Sigurdur Helgason (@14siggihelgason) October 7, 2020 Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR Sjá meira
Oleksandr Shovkovskiy var varamarkvörður úkraínska landsliðsins í vináttulandsleiknum gegn heimsmeisturum Frakklands í gær. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað Shovkovskiy er 45 ára og hætti í fótbolta fyrir fjórum árum. Það kom ekki til af góðu að Shovkovskiy þurfti að vera á bekknum í gær. Þrír af fjórum markvörðum í úkraínska hópnum greindust nefnilega með kórónuveiruna. Heorhiy Bushchan er eini leikfæri markvörðurinn í hópnum og lék sinn fyrsta landsleik í gær. Það var þó engin draumafrumraun því Úkraína tapaði 7-1. Þetta er stærsta tap úkraínska landsliðsins frá upphafi. Shovkovskiy, sem er aðstoðarþjálfari úkraínska liðsins, var til taks á bekknum í gær. Hann er fyrrverandi markvörður og lék 92 landsleiki á árunum 1994-2012. Shovkovskiy lék með Dynamo Kiev allan sinn feril og er leikjahæstur í sögu félagsins. Shovkovskiy lagði hanskana á hilluna 2016. Frá 2018 hefur hann verið einn af aðstoðarmönnum Andriys Shevchenko með úkraínska landsliðið. Shovkovskiy stóð m.a. milli stanganna hjá úkraínska landsliðinu þegar það mætti því íslenska í undankeppni EM 2000. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Kænugarði en Úkraína vann 0-1 sigur á Laugardalsvellinum. Úkraínumenn eru komnir á EM sem fer fram víðs vegar um Evrópu næsta sumar. Úkraína vann sinn riðil í undankeppni EM. Sigurður Helgason birti skemmtilega mynd af Shovkovskiy fyrir leik Dynamo Kiev og KR á móti í Skotlandi fyrir allmörgum árum síðan. Með honum á myndinni er KR-ingurinn Nökkvi Gunnarsson. KR ingurinn orðinn golfkennari. Markmaður Dynamo Kiev var varamarkmður í kvöld í landsleik gegn Frakklandi 45 ára. Er markmannsþjálfari Ukrainu. Covid kom honum á bekkinn. pic.twitter.com/01ILVh3Lsh— Sigurdur Helgason (@14siggihelgason) October 7, 2020
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti