Finna fyrir fullum stuðningi ríkisstjórnarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2020 14:11 Frá fundi dagsins. Almannavarnir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segist ekki finna fyrir öðru en fullri samstöðu frá ríkisstjórninni í garð þríeykisins og þeirra sem vinna að viðbrögðum yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir notaði knattspyrnulíkingar til þess að lýsa því hversu mikilvægt það væri að sýna samstöðu. Fullyrt er í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag að óeining sé innan stjórnarmeirihlutans um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra. Það sé ekki síst í kjölfar síðustu auglýsinga ráðherrans um og eftir helgina, fyrst þegar hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á landinu öllu á mánudag og svo í gær þegar enn hertari reglur tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu, þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru sagðir vera í hópi efasemdarmanna. Víðir og Þórólfur voru spurðir út í þetta á upplýsingafundi almannavarna í dag, hvort að þeir finndu fyrir minnkandi samstöðu gagnvart þeim aðgerðum sem kynntar hafi verið að undanförnu? „Við upplifum það ekki gagnvart ríkisstjórninni að það sé eitthvað ósætti með það. Við höfum fundað með þeim reglulega og erum með fullan stuðning allra ráðherranna í þessu. Ég held að þetta sé eitthvað orðum aukið. Það er bara hlutverk stjórnmálamanna að spyrja ágengra spurninga og við höfum kallað eftir því að fá gagnrýni og frá rýni á það sem við erum að segja og gera. Þannig á lýðræðislegt samfélag að virka,“ svaraði Víðir sem ítrekaði aftur að full samstaða væri í ríkisstjórninni á bak við þríeykið, það hafi þau fundið skýrt fyrir í samskiptum við ráðherra. Má gagnrýna landsliðið þegar illa gengur en allir styðja það inni á vellinum Þórólfur greip boltann á lofti og sagði að það væri ekki síður mikilvægt hjá stjórnvöldum og þingmönnum að sýna samstöðu, þau þyrftu að sýna hana á sama hátt og verið sé að biðla til almennings um að sýna samstöðu gagnvart sóttvarnaraðgerðum. Sagði hann mikilvægt væri að fylkja sér á bak við þær aðgerðir sem ákveðnar eru, og greip hann til knattspyrnulíkingar til þess að renna stoðum undir mál sitt, líklega vegna þess að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar afar mikilvægan leik í kvöld. „Þó að illa gangi þá getum við gagnrýnt landsliðið en þegar komið er út á völlinn að spila þá stöndum við saman og hvetjum þá áfram. Þannig náum við árangri. Við náum engum árangri ef við erum sífellt að nuddast og nagast í því sem verið að gera því hinn eini sannleikur hvernig á að gera þetta, hann er ekki til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grunnatriðin sem Þórólfur vill að allir hafi í huga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikilvægt sé að landsmenn allir hafi það í huga hvernig kórónuveiran smitist á milli manna og hvernig best sé að sporna við hverri dreifileið. 8. október 2020 13:01 Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Þórólfur trúir því ekki að læknar vilji láta veiruna ganga yfir sig Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að allar þjóðir heims séu langt frá því að hafa hjarðónæmi fyrir kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 8. október 2020 12:47 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segist ekki finna fyrir öðru en fullri samstöðu frá ríkisstjórninni í garð þríeykisins og þeirra sem vinna að viðbrögðum yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir notaði knattspyrnulíkingar til þess að lýsa því hversu mikilvægt það væri að sýna samstöðu. Fullyrt er í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag að óeining sé innan stjórnarmeirihlutans um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra. Það sé ekki síst í kjölfar síðustu auglýsinga ráðherrans um og eftir helgina, fyrst þegar hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á landinu öllu á mánudag og svo í gær þegar enn hertari reglur tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu, þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru sagðir vera í hópi efasemdarmanna. Víðir og Þórólfur voru spurðir út í þetta á upplýsingafundi almannavarna í dag, hvort að þeir finndu fyrir minnkandi samstöðu gagnvart þeim aðgerðum sem kynntar hafi verið að undanförnu? „Við upplifum það ekki gagnvart ríkisstjórninni að það sé eitthvað ósætti með það. Við höfum fundað með þeim reglulega og erum með fullan stuðning allra ráðherranna í þessu. Ég held að þetta sé eitthvað orðum aukið. Það er bara hlutverk stjórnmálamanna að spyrja ágengra spurninga og við höfum kallað eftir því að fá gagnrýni og frá rýni á það sem við erum að segja og gera. Þannig á lýðræðislegt samfélag að virka,“ svaraði Víðir sem ítrekaði aftur að full samstaða væri í ríkisstjórninni á bak við þríeykið, það hafi þau fundið skýrt fyrir í samskiptum við ráðherra. Má gagnrýna landsliðið þegar illa gengur en allir styðja það inni á vellinum Þórólfur greip boltann á lofti og sagði að það væri ekki síður mikilvægt hjá stjórnvöldum og þingmönnum að sýna samstöðu, þau þyrftu að sýna hana á sama hátt og verið sé að biðla til almennings um að sýna samstöðu gagnvart sóttvarnaraðgerðum. Sagði hann mikilvægt væri að fylkja sér á bak við þær aðgerðir sem ákveðnar eru, og greip hann til knattspyrnulíkingar til þess að renna stoðum undir mál sitt, líklega vegna þess að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar afar mikilvægan leik í kvöld. „Þó að illa gangi þá getum við gagnrýnt landsliðið en þegar komið er út á völlinn að spila þá stöndum við saman og hvetjum þá áfram. Þannig náum við árangri. Við náum engum árangri ef við erum sífellt að nuddast og nagast í því sem verið að gera því hinn eini sannleikur hvernig á að gera þetta, hann er ekki til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grunnatriðin sem Þórólfur vill að allir hafi í huga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikilvægt sé að landsmenn allir hafi það í huga hvernig kórónuveiran smitist á milli manna og hvernig best sé að sporna við hverri dreifileið. 8. október 2020 13:01 Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Þórólfur trúir því ekki að læknar vilji láta veiruna ganga yfir sig Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að allar þjóðir heims séu langt frá því að hafa hjarðónæmi fyrir kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 8. október 2020 12:47 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Grunnatriðin sem Þórólfur vill að allir hafi í huga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikilvægt sé að landsmenn allir hafi það í huga hvernig kórónuveiran smitist á milli manna og hvernig best sé að sporna við hverri dreifileið. 8. október 2020 13:01
Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42
Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48
Þórólfur trúir því ekki að læknar vilji láta veiruna ganga yfir sig Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að allar þjóðir heims séu langt frá því að hafa hjarðónæmi fyrir kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 8. október 2020 12:47