Aðeins fjórir starfsmenn skóla hafi smitast við störf Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. október 2020 18:37 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar mynd/stöð2 Formaður félags grunnskólakennara vill að gripið sé til harðari sóttvarnaraðgerða. Formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir ekki tímabært að herða aðgerðir frekar, enda hafi aðeins fjórir starfsmenn smitast við störf. Aðrir hafi smitast af fólki í sínu einka- og félagslífi. Síðustu daga hafa bekkir og jafnvel heilu skólarnir verið sendir í sóttkví. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru nú 55 manns með covid-19 í skólum borgarinnar, þar af eru 38 börnum og 17 starfsmenn. 5 smitanna eru hjá leikskólabörnum og þrír starfsmenn leikskóla eru smitaðir. 780 börn eru í sóttkví, þar af 148 leikskólabörn og 632 börn á grunnskólaaldri. Þá eru 233 starfsmenn leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í sóttkví. Börn fædd 2005 og síðar eru undanþegin sóttvarnarreglum og því má skólastarf fara fram með nánast óbreyttu sniði. Ekki skulu þó vera fleiri en 30 börn í sama rými og starfsfólk skólanna þarf að gæta að 2 metra reglunni sín á milli. Formaður félags grunnskólakennara veltir því fyrir sér hvort grípa þurfi til harðari aðgerða. „Á þeim stöðum þar sem skólarnir eru mest útsettir fyrir veirunni þyrfti að grípa til frekari aðgerða eins og farið var í í vor,“ segir Þorgerður L. Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara. Hún myndi þó vilja að aðgerðirnar væru staðbundnar við ákveða skóla, ólíkt því sem var í vor. Það hafi vakið upp ótta hjá kennurum að viðbragðið sé nú eftir á, sérstaklega þar sem veiran virðist algengari hjá yngra fólki í þessari bylgju. „Að bregðast við er kannski ekki besta leiðin heldur þurfum við að setja upp varnir sem við höfum til að bregast við að smitið fari ekki á móti hópa," segir Þorgerður og bætir við að endurskoða þurfi reglurnar svo heilu skólarnir þurfi ekki að fara í sóttkví þegar upp kemur smit. „Reyna allt sem við mögulega getum til að halda úti staðbundnu námi með þeim vörnum sem við getum sett upp,“ segir Þorgerður. Alls hafa greinst 55 smit hjá nemendum og starfsfólki í skólum Reykjavíkurborgar að undanförnu.fréttablaðið/vilhelm Aðeins fjórir smitast í starfi Helgi Grímsson, formaður skóla- og frístundasviðs segir marga skóla ganga lengra en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður á um. Hagaskóli hafi skipt unglingastiginu upp eftir árgöngum, Réttarholtsskóli lagt meiri áherslu á grímunotkun og þá séu nemendur hvattir til þess að virða fjarlægðarmörk. Það sé þó ekki tímabært að herða aðgerðir enn frekar í skólum. „Ég tel að við séum ekki enn komin á þann stað, sérstaklega í ljósi þess að aðeins fjórir af okkur 5.500 starfsmönnum í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi hafa smitast í starfi. Aðrir hafa smitast í sínu einka- og félagslífi,“ sagði Helgi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir skólayfirvöld vera farin að huga betur að hlutunum og mikil áhersla sé lögð á persónubundnar sóttvarnir. Það sé þó mikilvægt fyrir börn að vera í skólanum. „Þetta var mjög harkalegt í vor og við viljum að börnin okkar njóti þess að vera í skólanum, að við séum að veita þeim fulla þjónustu og þau lifi lífinu eins og lífið er í skólanum. Það skiptir börnin máli, það skiptir samfélagið máli. Ég treysti því að það sem við erum að gera núna sé að skila góðum árangri.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Formaður félags grunnskólakennara vill að gripið sé til harðari sóttvarnaraðgerða. Formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir ekki tímabært að herða aðgerðir frekar, enda hafi aðeins fjórir starfsmenn smitast við störf. Aðrir hafi smitast af fólki í sínu einka- og félagslífi. Síðustu daga hafa bekkir og jafnvel heilu skólarnir verið sendir í sóttkví. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru nú 55 manns með covid-19 í skólum borgarinnar, þar af eru 38 börnum og 17 starfsmenn. 5 smitanna eru hjá leikskólabörnum og þrír starfsmenn leikskóla eru smitaðir. 780 börn eru í sóttkví, þar af 148 leikskólabörn og 632 börn á grunnskólaaldri. Þá eru 233 starfsmenn leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í sóttkví. Börn fædd 2005 og síðar eru undanþegin sóttvarnarreglum og því má skólastarf fara fram með nánast óbreyttu sniði. Ekki skulu þó vera fleiri en 30 börn í sama rými og starfsfólk skólanna þarf að gæta að 2 metra reglunni sín á milli. Formaður félags grunnskólakennara veltir því fyrir sér hvort grípa þurfi til harðari aðgerða. „Á þeim stöðum þar sem skólarnir eru mest útsettir fyrir veirunni þyrfti að grípa til frekari aðgerða eins og farið var í í vor,“ segir Þorgerður L. Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara. Hún myndi þó vilja að aðgerðirnar væru staðbundnar við ákveða skóla, ólíkt því sem var í vor. Það hafi vakið upp ótta hjá kennurum að viðbragðið sé nú eftir á, sérstaklega þar sem veiran virðist algengari hjá yngra fólki í þessari bylgju. „Að bregðast við er kannski ekki besta leiðin heldur þurfum við að setja upp varnir sem við höfum til að bregast við að smitið fari ekki á móti hópa," segir Þorgerður og bætir við að endurskoða þurfi reglurnar svo heilu skólarnir þurfi ekki að fara í sóttkví þegar upp kemur smit. „Reyna allt sem við mögulega getum til að halda úti staðbundnu námi með þeim vörnum sem við getum sett upp,“ segir Þorgerður. Alls hafa greinst 55 smit hjá nemendum og starfsfólki í skólum Reykjavíkurborgar að undanförnu.fréttablaðið/vilhelm Aðeins fjórir smitast í starfi Helgi Grímsson, formaður skóla- og frístundasviðs segir marga skóla ganga lengra en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður á um. Hagaskóli hafi skipt unglingastiginu upp eftir árgöngum, Réttarholtsskóli lagt meiri áherslu á grímunotkun og þá séu nemendur hvattir til þess að virða fjarlægðarmörk. Það sé þó ekki tímabært að herða aðgerðir enn frekar í skólum. „Ég tel að við séum ekki enn komin á þann stað, sérstaklega í ljósi þess að aðeins fjórir af okkur 5.500 starfsmönnum í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi hafa smitast í starfi. Aðrir hafa smitast í sínu einka- og félagslífi,“ sagði Helgi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir skólayfirvöld vera farin að huga betur að hlutunum og mikil áhersla sé lögð á persónubundnar sóttvarnir. Það sé þó mikilvægt fyrir börn að vera í skólanum. „Þetta var mjög harkalegt í vor og við viljum að börnin okkar njóti þess að vera í skólanum, að við séum að veita þeim fulla þjónustu og þau lifi lífinu eins og lífið er í skólanum. Það skiptir börnin máli, það skiptir samfélagið máli. Ég treysti því að það sem við erum að gera núna sé að skila góðum árangri.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira