Paul Pogba segist dreyma um að spila fyrir Real Madrid einn daginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2020 15:30 Það gekk ekkert upp hjá Paul Pogba og félögum í Manchester United í síðasta deildarleik á móti Tottenham en sá leikur tapaðist 6-1 á Old Trafford. EPA-EFE/Alex Livesey Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur nú viðurkennt það að það sé draumur hans að spila fyrir spænska stórliðið Real Madrid. Hann ætlar samt að gera allt sem hann getur til að koma United liðinu þangað sem það á að vera. Pogaa er 27 ára gamall og hefur reglulega verið orðaður við félög sunnar í Evrópu. Manchester United keypti hann á 89 milljónir punda árið 2016 en samningur hans rennur út næsta sumar. Manchester United hefur þó möguleika á því að framlengja hann um eitt ár til 2022. Paul Pogba segist ekki hafa rætt við Manchester United um nýjan samning. „Enginn hefur sagt mér neitt. Ég hef ekki rætt við Ed Woodward. Við höfum ekki rætt nýjan samning,“ sagði Paul Pogba á blaðamannafundi hjá franska landsliðinu en breska ríkisútvarpið segir frá. "All football players would love to play for Real Madrid."Paul Pogba insisted that he's focusing on improving Man Utd but says it would be a "dream" to play for the Real Madrid. https://t.co/MKZYGv1KxU#bbcfootball pic.twitter.com/duXMU1AnEB— BBC Sport (@BBCSport) October 9, 2020 „Eins og staðan er núna þá er ég í Manchester og er að einbeita mér að því að komast í mitt besta form. Ég held samt að það komi sá tími að félagið muni koma til mín, tala við mig og kannski bjóða mér eitthvað,“ sagði Pogba. Paul Pogba hefur verið orðaður mikið við Real Madrid og leikmaðurinn var spurður út í þann möguleika. „Allir fótboltamenn myndu elska það að spila fyrir Real Madrid. Það er minn draumur og af hverju ekki einhvern daginn,“ sagði Pogba. „Ég er í Manchester og elska mitt félag. Ég er að spila í Manchester, hef gaman af því og ég vil gera til allt til þess að koma félaginu þangað sem það á skilið að vera. Ég mun gefa allt mitt í það eins og liðsfélagar mínir,“ sagði Paul Pogba. Paul Pogba og félagar í Manchester United eru aðeins með einn sigur í fyrstu þremur leikjum tímabilsins og töpuðu 6-1 á móti Tottenham í síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé. Pogba hefur byrjað alla þessa leiki. Hann fékk kórónuveiruna í ágúst en var búinn að ná sér þegar tímabilið hófst. Enski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ Sjá meira
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur nú viðurkennt það að það sé draumur hans að spila fyrir spænska stórliðið Real Madrid. Hann ætlar samt að gera allt sem hann getur til að koma United liðinu þangað sem það á að vera. Pogaa er 27 ára gamall og hefur reglulega verið orðaður við félög sunnar í Evrópu. Manchester United keypti hann á 89 milljónir punda árið 2016 en samningur hans rennur út næsta sumar. Manchester United hefur þó möguleika á því að framlengja hann um eitt ár til 2022. Paul Pogba segist ekki hafa rætt við Manchester United um nýjan samning. „Enginn hefur sagt mér neitt. Ég hef ekki rætt við Ed Woodward. Við höfum ekki rætt nýjan samning,“ sagði Paul Pogba á blaðamannafundi hjá franska landsliðinu en breska ríkisútvarpið segir frá. "All football players would love to play for Real Madrid."Paul Pogba insisted that he's focusing on improving Man Utd but says it would be a "dream" to play for the Real Madrid. https://t.co/MKZYGv1KxU#bbcfootball pic.twitter.com/duXMU1AnEB— BBC Sport (@BBCSport) October 9, 2020 „Eins og staðan er núna þá er ég í Manchester og er að einbeita mér að því að komast í mitt besta form. Ég held samt að það komi sá tími að félagið muni koma til mín, tala við mig og kannski bjóða mér eitthvað,“ sagði Pogba. Paul Pogba hefur verið orðaður mikið við Real Madrid og leikmaðurinn var spurður út í þann möguleika. „Allir fótboltamenn myndu elska það að spila fyrir Real Madrid. Það er minn draumur og af hverju ekki einhvern daginn,“ sagði Pogba. „Ég er í Manchester og elska mitt félag. Ég er að spila í Manchester, hef gaman af því og ég vil gera til allt til þess að koma félaginu þangað sem það á skilið að vera. Ég mun gefa allt mitt í það eins og liðsfélagar mínir,“ sagði Paul Pogba. Paul Pogba og félagar í Manchester United eru aðeins með einn sigur í fyrstu þremur leikjum tímabilsins og töpuðu 6-1 á móti Tottenham í síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé. Pogba hefur byrjað alla þessa leiki. Hann fékk kórónuveiruna í ágúst en var búinn að ná sér þegar tímabilið hófst.
Enski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti