Fótbolti

Íslensku strákarnir fengu hrós fyrir falleg kveðjuorð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hólmbert Aron Friðjónsson í leik með íslenska landsliðinu.
Hólmbert Aron Friðjónsson í leik með íslenska landsliðinu. Getty/ Soccrates

Íslensku knattspyrnumennirnir Hólmbert Aron Friðjónsson og Daníel Leó Grétarsson eru báðir komnir í ný félög í nýjum löndum.

Ålesund seldi Hólmbert Aron Friðjónsson til ítalska félagsins Brescia og Daníel Leó Grétarsson fór til enska félagsins Blackpool.

Bæði Hólmbert Aron og Daníel Leó sendu gamla félagi sínu þakkir fyrir tímann sinn þar. Heimasíða Ålesundskrifaði um falleg kveðjuorð Íslendinganna.

„2018 var árið sem ég kom til Ålesund og ég mun minnast þess í langan tíma. Ég var þarna næstum því í þrjú ár og klúbburinn á alltaf sinn stað í hjarta mínu. Nú er tími til að fara annað til að taka næsta skref á ferlinun. Ég vil þakka stuðningsmönnunum, fólkinu í kringum klúbbnum og auðvitað liðsfélögum mínum. Það ykkur að þakka að ég gat orðið betri manneskja og bætt mig sem fótboltamaður. Við höfum upplifað saman góða og erfiða tíma en svona er fótboltinn. Ég vil óska Aalesund alls hins besta og vonandi munu þeir spila í úrvalsdeildinni næstu árin því þar á félagið heima,“ skrifaði Hólmbert Aron Friðjónsson og bætti við tveimur hjörtum, öðru bláu og hinu appelsínugulu en það eru litir Ålesund liðsins.

„Takk Ålesund fyrir virkilega fín sex ár. Það gekk bæði vel og illa en ég ánægður með að hafa fengið tækifæri til að vaxa bæði sem leikmann og manneskja. Ég mun pottþétt koma aftur einn daginn. Ég hef ég eignast marga góða vina og Ålesund er bærinn þar sem sonur minn fæddist. Þúsund þakkir fyrir allt,“ skrifaði Daníel Leó Grétarsson.

Daníel Leó Grétarsson kom til Ålesund frá Grindavík árið 2015 og var á sínu sjötta tímabili með norska félaginu.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom til Ålesund frá Stjörnunni árið 2018 og var á sínu þriðja tímabili með félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×