Tveir bestu mætast í úrslitum | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2020 22:31 Djokovic er kominn í úrslit. EPA-EFE/JULIEN DE ROSA Serbinn Novad Djokovic tryggði sér sigur í undanúrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis í kvöld. Hann mætir því Spánverjanum Rafael Nadal í úrslitum. Þeir tróna á toppi heimslistans um þessar mundir. Er þetta í fimmta skipti sem Djokovic kemst í úrslit. Nadal tryggði sér sæti í úrslitum Opna franska í 13. skipti fyrr í dag. Hann hefur aldrei tapað er hann kemst í úrslit og líður greinilega einkar vel á Roland Garros-vellinum í París. Hann hefur ekki enn tapað setti á mótinu. Djokovic mætti Grikkjanum Stefanos Tsitsipas í undanúrslitum og mátti hafa sig allan við. Fór leikurinn upp í fimm sett. Djokovic fann fyrstu tvö örugglega en Stefanos vann þriðja sett eftir upphækkun. Hann vann einnig fjórða sett kvöldsins og því þurfti að grípa til oddasetts. Þegar þangað var komið var eins og sá gríski væri einfaldlega bensínlaus og Djokovic vann það örugglega 6-1. Má segja að um maraþonviðureign hafi verið að ræða en leikurinn tók rúmar fjórar klukkustundir. A fifth final in Paris!In just over four hours, @DjokerNole survives Stefanos Tsitsipas 6-3 6-2 5-7 4-6 6-1 to earn the right to play for a second title at #RolandGarros pic.twitter.com/FxF2jZ11DX— Roland-Garros (@rolandgarros) October 9, 2020 Hinn 33 ára gamli Djokovic er því kominn í úrslit og gæti orðið fyrstur allra til að leggja Nadal á Roland Garros. Sá spænski er kallaður „Konungur leirsins“ enda er Roland Garros eini völlur risamótanna í tennis með leir sem undirlag. Það má samt sem áður reikna með hörku viðureign í úrslitum á sunnudag en Djokovic er sem stendur á toppi heimslistans og hefur átt frábæru gengi að fagna það sem af er ári nema mögulega á Opna bandaríska þar sem hann var dæmdur úr leik. Nadal gæti með sigri á sunnudag jafnað met Roger Federer en Svisslendingurinn hefur 20. landað sigri á risamóti í tennis. Nadal er í 2. sæti listans og Djokovic því 3. með 17 risatitla. Tennis Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira
Serbinn Novad Djokovic tryggði sér sigur í undanúrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis í kvöld. Hann mætir því Spánverjanum Rafael Nadal í úrslitum. Þeir tróna á toppi heimslistans um þessar mundir. Er þetta í fimmta skipti sem Djokovic kemst í úrslit. Nadal tryggði sér sæti í úrslitum Opna franska í 13. skipti fyrr í dag. Hann hefur aldrei tapað er hann kemst í úrslit og líður greinilega einkar vel á Roland Garros-vellinum í París. Hann hefur ekki enn tapað setti á mótinu. Djokovic mætti Grikkjanum Stefanos Tsitsipas í undanúrslitum og mátti hafa sig allan við. Fór leikurinn upp í fimm sett. Djokovic fann fyrstu tvö örugglega en Stefanos vann þriðja sett eftir upphækkun. Hann vann einnig fjórða sett kvöldsins og því þurfti að grípa til oddasetts. Þegar þangað var komið var eins og sá gríski væri einfaldlega bensínlaus og Djokovic vann það örugglega 6-1. Má segja að um maraþonviðureign hafi verið að ræða en leikurinn tók rúmar fjórar klukkustundir. A fifth final in Paris!In just over four hours, @DjokerNole survives Stefanos Tsitsipas 6-3 6-2 5-7 4-6 6-1 to earn the right to play for a second title at #RolandGarros pic.twitter.com/FxF2jZ11DX— Roland-Garros (@rolandgarros) October 9, 2020 Hinn 33 ára gamli Djokovic er því kominn í úrslit og gæti orðið fyrstur allra til að leggja Nadal á Roland Garros. Sá spænski er kallaður „Konungur leirsins“ enda er Roland Garros eini völlur risamótanna í tennis með leir sem undirlag. Það má samt sem áður reikna með hörku viðureign í úrslitum á sunnudag en Djokovic er sem stendur á toppi heimslistans og hefur átt frábæru gengi að fagna það sem af er ári nema mögulega á Opna bandaríska þar sem hann var dæmdur úr leik. Nadal gæti með sigri á sunnudag jafnað met Roger Federer en Svisslendingurinn hefur 20. landað sigri á risamóti í tennis. Nadal er í 2. sæti listans og Djokovic því 3. með 17 risatitla.
Tennis Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira