Hin pólska Iga Świątek vann í dag Opna franska meistaramótið í tennis. Með því skráði hún sig í sögubækurnar en hún er fyrst allra Pólverja til að landa sigri á risamóti í tennis. Hún lagði Sofi Kenin frá Bandaríkjunum í úrslitum.
Kenin átti aldrei roð í Świątek þrátt fyrir að vera í 4. sæti heimslistans. Swiatek hafði þegar lagt Simonu Halep af velli en hún trónir á toppi heimslistans. Því var verkefni dagsins Świątek aldrei ofviða.
Hún vann fyrra sett dagsins 6-4 og það síðara 6-1. Sigurinn aldrei í hættu og titillinn kominn í hús.
Polish Perfection @iga_swiatek becomes the first Grand Slam singles champion from Poland and does not drop a set en route to her first career title 6-4 6-1 over Kenin.#RolandGarros pic.twitter.com/jRuF4jE3ul
— Roland-Garros (@rolandgarros) October 10, 2020
Świątek er aðeins 19 ára gömul og var í 48. sæti heimslistans fyrir mótið. Það kom ekki að sök á hinum fornfræga Roland Garros-velli í París og var Swiatek verðskuldaður sigurvegari.