Schumacher yngri heiðraði Hamilton | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2020 15:46 Hamilton með hjálminn sem Mick Schumacher gaf honum til heiðurs þess að hafa jafnað met föður síns. Bryn Lennon/Getty Images Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes í Formúlu 1 kappakstrinum, jafnaði í dag met goðsagnarinnar Michael Schumacher er hann vann sinn 91. kappakstur í Formúlu 1. Í tilefni þess heiðraði Mick Schumacher, sonur Michael, Hamilton og gaf honum Formúlu 1 hjálm sem föður hans notaði er hann keyrði fyrir Mercedes. Þar lauk Michael ferli sínum en hann gerði garðinn frægan með Ferrari og var óumdeilanlega besti ökumaður heims á þeim tíma. Lewis Hamilton is honoured with a Michael Schumacher helmet, by his son Mick, after equalling his #F1 wins record today at the #EifelGPpic.twitter.com/TaUhQZWJPV— Sky Sports (@SkySports) October 11, 2020 „Til hamingju, þetta er magnað afrek og þetta er frá okkur öllum,“ sagði Schumacher yngri er hann rétti Hamilton hjálminn. Schumacher var að taka þátt í sinni fyrstu Formúlu 1 helgi en hann er sem stendur efstur á stigalista Formúlu 2. Talið er að hann muni feta í fótspor föður síns og keppa í Formúlu 1 strax á næsta keppnistímabili. „Þetta er mér mikill heiður. ég kann mikið að meta þetta og takk fyrir kærlega,“ sagði Hamilton. „Ég veit í rauninni ekki hvað skal segja. Þegar þú elst upp við að fylgjast með einhverjum sem þú gjörsamlega dýrkar. Bæði vegna þess hversu góðir ökumenn þeir eru og hversu lengi þeir geta haldið því áfram með liði sínu. Ég held að enginn, og sérstaklega ekki ég, hefði reiknað með því að ég myndi vera nálægt metunum hans Michael svo þetta er mikill heiður og það mun takast tíma að venjast þessu,“ sagði hrærður Hamilton við blaðamenn í kjölfarið og hélt áfram. „Það var ekki fyrr en ég kom í mark sem ég áttaði mig á að ég hefði jafnað metið. Ef það væri ekki fyrir þetta frábæra lið sem stendur við bakið á mér og ýtir mér áfram þá hefði ég aldrei náð þessu,“ sagði Hamilton að lokum. Hamilton gæti einnig jafnað met Schumachers yfir fjölda heimsmeistaratitla að lokinni leiktíðinni. Hann stefnir hraðbyr að sínum sjöunda sem eru jafn margir og Schumacher vann á ferli sínum í Formúlu 1. Formúla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes í Formúlu 1 kappakstrinum, jafnaði í dag met goðsagnarinnar Michael Schumacher er hann vann sinn 91. kappakstur í Formúlu 1. Í tilefni þess heiðraði Mick Schumacher, sonur Michael, Hamilton og gaf honum Formúlu 1 hjálm sem föður hans notaði er hann keyrði fyrir Mercedes. Þar lauk Michael ferli sínum en hann gerði garðinn frægan með Ferrari og var óumdeilanlega besti ökumaður heims á þeim tíma. Lewis Hamilton is honoured with a Michael Schumacher helmet, by his son Mick, after equalling his #F1 wins record today at the #EifelGPpic.twitter.com/TaUhQZWJPV— Sky Sports (@SkySports) October 11, 2020 „Til hamingju, þetta er magnað afrek og þetta er frá okkur öllum,“ sagði Schumacher yngri er hann rétti Hamilton hjálminn. Schumacher var að taka þátt í sinni fyrstu Formúlu 1 helgi en hann er sem stendur efstur á stigalista Formúlu 2. Talið er að hann muni feta í fótspor föður síns og keppa í Formúlu 1 strax á næsta keppnistímabili. „Þetta er mér mikill heiður. ég kann mikið að meta þetta og takk fyrir kærlega,“ sagði Hamilton. „Ég veit í rauninni ekki hvað skal segja. Þegar þú elst upp við að fylgjast með einhverjum sem þú gjörsamlega dýrkar. Bæði vegna þess hversu góðir ökumenn þeir eru og hversu lengi þeir geta haldið því áfram með liði sínu. Ég held að enginn, og sérstaklega ekki ég, hefði reiknað með því að ég myndi vera nálægt metunum hans Michael svo þetta er mikill heiður og það mun takast tíma að venjast þessu,“ sagði hrærður Hamilton við blaðamenn í kjölfarið og hélt áfram. „Það var ekki fyrr en ég kom í mark sem ég áttaði mig á að ég hefði jafnað metið. Ef það væri ekki fyrir þetta frábæra lið sem stendur við bakið á mér og ýtir mér áfram þá hefði ég aldrei náð þessu,“ sagði Hamilton að lokum. Hamilton gæti einnig jafnað met Schumachers yfir fjölda heimsmeistaratitla að lokinni leiktíðinni. Hann stefnir hraðbyr að sínum sjöunda sem eru jafn margir og Schumacher vann á ferli sínum í Formúlu 1.
Formúla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira