Segir atvinnuleysi stærsta efnahagsmál stjórnvalda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. október 2020 15:41 Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskipktaráðs Íslands. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Hagfræðingur segir stærsta efnahagsmál stjórnvalda að vinna bug á atvinnuleysi. Hann óttast að fyrirtæki úr fleiri geirum en ferðaþjónustunni muni leggja niður starfsemi í vetur. Konráð Guðjónsson, hagfræðingur var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um efnahagsmál í skugga faraldurs kórónuveirunnar. Konráð segir að fyrirtæki úr fleiri geirum en ferðaþjónustunni muni neyðast til að leggja niður starfsemi í vetur. „Þetta ástand virðist vera að dragast á langinn og er að hafa kannski verri afleiðingar á afmarkaða geira en bara þá sem snúa beint að ferðaþjónustu. Mér finnst það kalla á tilefni til þess að endurskoða aðgerðir og breyta um stefnu ef tilefni er til,“ sagði Konráð. Tilbúin þegar hjólin fara að snúast Markmiðið segir hann að hljóti að vera fyrst og fremst að þau fyrirtæki sem eru í góðum rekstri og eru lífvænleg séu tilbún þegar allt fer aftur af stað. „Hættan sem skapast núna er sú að ef fyrirtækin verða gjaldþrota eða lenda í öðrum alvarlegum vanda þá muni efnahagslífið verða lengur að komast af stað. Það verður erfiðara að vinna á atvinnuleysi,“ segir hann. Konráð segir að stjórnvöld hafi áttað sig á þessu með breyttum lokunarstyrkjum. „Ég held það þurfi ekki bara að hugsa um þá sem þurfa að loka beinlínis vegna reglna. Sum starfsemi er gríðarlega skert bæði hvað varðar fjölda viðskiptavina og skerts opnunartíma“ Þó megi ekki taka markaðinn úr sambandi. „Þú vilt ekki búa til skakka hvata þannig að þróun sem var óumflýjanleg eigi sér ekki stað. Það þarf því að fara varlega í þetta. Þegar uppi er staðið snýst þetta um forgangsröðun.“ Ríkið á ekki að gera allt „Við getum ekki setið og sagt að ríkið eigi að gera allt. Lánadrottnar þurfa einnig að vera vakandi og vanda sig vel. Það ætti að mínu mati að brýna fyrir lánastofnunum, leigusölum og fleirum að reyna að leita leiða til að horfa fram í tímann og reyna að koma til móts við fyrrtæki sem gætu þá staðið af sér storminn,“ sagði Konráð. Hann segir það stærsta efnahagsmálið að vinna bug á atvinnuleysi núna. Það verði að koma í veg fyrir að atvinnuleysi aukist. „Við höfum horft á aðra leið sem væri að reyna að skapa fyririrækjum hvata til þess að ráða fólk sem hefur verið lengi atvinnulaust. Tæknilega séð er slíkt úrræði í boði hjá Vinnumálastofnun en einhverra hluta vegna virðist það vera lítið kynnt. Það eru skilyrði á því sem henta ekki,“ sagði Konráð. Margt hafi gengð vel í sumar. „Í sumar gekk vel í ýmis konar verslun og innlendri þjónustu. Það fer þó hratt versnandi. Þeir sem selja nauðsynjavörur halda flestir velli núna. Við sjáum líka að það gengur ágætlega á fasteignamarkaðnum,“ sagði Konráð. Fasteignir í Reykjavík.Vilhelm Áhyggjur af útflutningi „Maður hefur mestar áhyggjur af útflutningi. Rúmlega 40% af innlendri eftirspurn er innflutt. Forsendan fyrir því að það geti haldið áfram er útflutningur. Þess vegna hefur maður mestar áhyggjur af honum ef þetta ástand ílegngist,“ sagði Konráð. Nauðsynlegt að horfa til langs tíma Hann segir að það verði einnig að horfa fram í tímann og hugsa hvernig hægt sé að styðja fólk til lengri tíma. „Þá getum við horft á það sem var gert til að styðja við nýsköpun. Reyna að nota tímann núna til að byggja upp atvinnuvegi fyrir framtíðina, það er eitt í þessu. Almennt þarf þó að horfa til lengri tíma og sjá hvernig við getum komist úr út þessu þegar storminn lægir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hagfræðingur segir stærsta efnahagsmál stjórnvalda að vinna bug á atvinnuleysi. Hann óttast að fyrirtæki úr fleiri geirum en ferðaþjónustunni muni leggja niður starfsemi í vetur. Konráð Guðjónsson, hagfræðingur var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um efnahagsmál í skugga faraldurs kórónuveirunnar. Konráð segir að fyrirtæki úr fleiri geirum en ferðaþjónustunni muni neyðast til að leggja niður starfsemi í vetur. „Þetta ástand virðist vera að dragast á langinn og er að hafa kannski verri afleiðingar á afmarkaða geira en bara þá sem snúa beint að ferðaþjónustu. Mér finnst það kalla á tilefni til þess að endurskoða aðgerðir og breyta um stefnu ef tilefni er til,“ sagði Konráð. Tilbúin þegar hjólin fara að snúast Markmiðið segir hann að hljóti að vera fyrst og fremst að þau fyrirtæki sem eru í góðum rekstri og eru lífvænleg séu tilbún þegar allt fer aftur af stað. „Hættan sem skapast núna er sú að ef fyrirtækin verða gjaldþrota eða lenda í öðrum alvarlegum vanda þá muni efnahagslífið verða lengur að komast af stað. Það verður erfiðara að vinna á atvinnuleysi,“ segir hann. Konráð segir að stjórnvöld hafi áttað sig á þessu með breyttum lokunarstyrkjum. „Ég held það þurfi ekki bara að hugsa um þá sem þurfa að loka beinlínis vegna reglna. Sum starfsemi er gríðarlega skert bæði hvað varðar fjölda viðskiptavina og skerts opnunartíma“ Þó megi ekki taka markaðinn úr sambandi. „Þú vilt ekki búa til skakka hvata þannig að þróun sem var óumflýjanleg eigi sér ekki stað. Það þarf því að fara varlega í þetta. Þegar uppi er staðið snýst þetta um forgangsröðun.“ Ríkið á ekki að gera allt „Við getum ekki setið og sagt að ríkið eigi að gera allt. Lánadrottnar þurfa einnig að vera vakandi og vanda sig vel. Það ætti að mínu mati að brýna fyrir lánastofnunum, leigusölum og fleirum að reyna að leita leiða til að horfa fram í tímann og reyna að koma til móts við fyrrtæki sem gætu þá staðið af sér storminn,“ sagði Konráð. Hann segir það stærsta efnahagsmálið að vinna bug á atvinnuleysi núna. Það verði að koma í veg fyrir að atvinnuleysi aukist. „Við höfum horft á aðra leið sem væri að reyna að skapa fyririrækjum hvata til þess að ráða fólk sem hefur verið lengi atvinnulaust. Tæknilega séð er slíkt úrræði í boði hjá Vinnumálastofnun en einhverra hluta vegna virðist það vera lítið kynnt. Það eru skilyrði á því sem henta ekki,“ sagði Konráð. Margt hafi gengð vel í sumar. „Í sumar gekk vel í ýmis konar verslun og innlendri þjónustu. Það fer þó hratt versnandi. Þeir sem selja nauðsynjavörur halda flestir velli núna. Við sjáum líka að það gengur ágætlega á fasteignamarkaðnum,“ sagði Konráð. Fasteignir í Reykjavík.Vilhelm Áhyggjur af útflutningi „Maður hefur mestar áhyggjur af útflutningi. Rúmlega 40% af innlendri eftirspurn er innflutt. Forsendan fyrir því að það geti haldið áfram er útflutningur. Þess vegna hefur maður mestar áhyggjur af honum ef þetta ástand ílegngist,“ sagði Konráð. Nauðsynlegt að horfa til langs tíma Hann segir að það verði einnig að horfa fram í tímann og hugsa hvernig hægt sé að styðja fólk til lengri tíma. „Þá getum við horft á það sem var gert til að styðja við nýsköpun. Reyna að nota tímann núna til að byggja upp atvinnuvegi fyrir framtíðina, það er eitt í þessu. Almennt þarf þó að horfa til lengri tíma og sjá hvernig við getum komist úr út þessu þegar storminn lægir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira