Huga þurfi fyrst og fremst að hagsmunum neytenda og bænda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2020 17:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið afleitar. Vísir/Einar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar. Ráðherrann sagði í grein við Morgunblaðinu um helgina að slíkt væri til skoðunar innan ríkisstjórnarinnar. Logi var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. „Mér finnst það afleitt og auðvitað þarf að huga fyrst og fremst að hagsmunum neytenda í hvert einasta skipti sem þú tekur einhverjar ákvarðanir þegar þú ert ráðherra, og bænda líka,“ sagði Logi Einarsson í Víglínunni í dag. „Við höfum ýmsar leiðir og höfum ekki nýtt þær leiðir sem við þurfum að nota til að styðja betur við bændur. Við þurfum að búa bændum miklu betri kjör og getum ekki ætlast til að þeir séu að þessu bara vegna lífstílsins.“ Hann segir skorta í íslenskum stjórnmálum og í almennum umræðum að fólk átti sig á því að þegar fjölþjóðlegir samningar eru gerðir þurfi að uppfylla bæði réttindi og skyldur slíkra samninga. Ekki síst séu þeir nauðsynlegir okkur til að sækja fram og til að mannkynið geti tekið saman á vandamálum sem bíður þess. „Það þarf að meta það í hverju tilfelli fyrir sig hvenær heildarhagsmunir af samningum eru góðir fyrir alla, og ekki síst landið sem menn eru að berjast fyrir. Þá geta menn ekki, eins og þeir séu að plokka ber af tertu, valið hvað þeim þyki gott og hvað þeim þyki gott. Aðalatriðið er að þessi samningur gagnist neytendum og hann gagnist þjóðinni og öllum,“ sagði Logi Einarsson. Evrópusambandið Alþingi Víglínan Landbúnaður Tengdar fréttir Segir hugmyndir um að segja upp tollasamningi ESB afleitar Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það afar slæmt fyrir neytendur að til skoðunar sé innan ríkisstjórnarinnar að segja tollasamningi ESB upp. 10. október 2020 12:39 Treystum innlenda matvælaframleiðslu – nú verður að grípa inn í! Það hefur verið ákall um að bændur búi við frelsi og starfi á samkeppnismarkaði með vörur sínar svo við neytendur getum haft val. En umhverfið og leikreglurnar sem þeim standa til boða gerir þeim nær ókleift að starfa á jafnréttisgrundvelli á markaði. 9. október 2020 07:30 Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar. Ráðherrann sagði í grein við Morgunblaðinu um helgina að slíkt væri til skoðunar innan ríkisstjórnarinnar. Logi var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. „Mér finnst það afleitt og auðvitað þarf að huga fyrst og fremst að hagsmunum neytenda í hvert einasta skipti sem þú tekur einhverjar ákvarðanir þegar þú ert ráðherra, og bænda líka,“ sagði Logi Einarsson í Víglínunni í dag. „Við höfum ýmsar leiðir og höfum ekki nýtt þær leiðir sem við þurfum að nota til að styðja betur við bændur. Við þurfum að búa bændum miklu betri kjör og getum ekki ætlast til að þeir séu að þessu bara vegna lífstílsins.“ Hann segir skorta í íslenskum stjórnmálum og í almennum umræðum að fólk átti sig á því að þegar fjölþjóðlegir samningar eru gerðir þurfi að uppfylla bæði réttindi og skyldur slíkra samninga. Ekki síst séu þeir nauðsynlegir okkur til að sækja fram og til að mannkynið geti tekið saman á vandamálum sem bíður þess. „Það þarf að meta það í hverju tilfelli fyrir sig hvenær heildarhagsmunir af samningum eru góðir fyrir alla, og ekki síst landið sem menn eru að berjast fyrir. Þá geta menn ekki, eins og þeir séu að plokka ber af tertu, valið hvað þeim þyki gott og hvað þeim þyki gott. Aðalatriðið er að þessi samningur gagnist neytendum og hann gagnist þjóðinni og öllum,“ sagði Logi Einarsson.
Evrópusambandið Alþingi Víglínan Landbúnaður Tengdar fréttir Segir hugmyndir um að segja upp tollasamningi ESB afleitar Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það afar slæmt fyrir neytendur að til skoðunar sé innan ríkisstjórnarinnar að segja tollasamningi ESB upp. 10. október 2020 12:39 Treystum innlenda matvælaframleiðslu – nú verður að grípa inn í! Það hefur verið ákall um að bændur búi við frelsi og starfi á samkeppnismarkaði með vörur sínar svo við neytendur getum haft val. En umhverfið og leikreglurnar sem þeim standa til boða gerir þeim nær ókleift að starfa á jafnréttisgrundvelli á markaði. 9. október 2020 07:30 Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Segir hugmyndir um að segja upp tollasamningi ESB afleitar Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það afar slæmt fyrir neytendur að til skoðunar sé innan ríkisstjórnarinnar að segja tollasamningi ESB upp. 10. október 2020 12:39
Treystum innlenda matvælaframleiðslu – nú verður að grípa inn í! Það hefur verið ákall um að bændur búi við frelsi og starfi á samkeppnismarkaði með vörur sínar svo við neytendur getum haft val. En umhverfið og leikreglurnar sem þeim standa til boða gerir þeim nær ókleift að starfa á jafnréttisgrundvelli á markaði. 9. október 2020 07:30
Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00