Þrjátíu punda náttúrulausir urriðar á Þingvöllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. október 2020 20:00 Össur Skarphéðinsson, doktor í fiskeldi, sem var staddur á Þingvöllum í gær í góða veðrinu ásamt fjölda fólks til að fylgjast með Urriðanum í Öxará. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tuttugu og fjögurra til tuttugu og sjö punda urriðar ganga nú upp í Öxará á Þingvöllum þar sem þeir sýna sínar bestur hliðar fyrir þá fjölmörgu gesti, sem hafa farið á staðinn til að sjá göngurnar. Urriðarnir eru þeir stærstu í heimi. Margir lögðu leið sína um helgina, ekki síst í gær í góða veðrinu á Þingvelli til að njóta haustlitanna og náttúrunnar þar. Það sem stóð þó upp úr hjá flestum var að fylgjast með urriðanum í Öxará enda brýrnar fullar af áhugasömu fólki að fylgjast með þessum magnaða fiski. „Fólk kemur hingað til þess að horfa á stærsta urriða í heimi, Ísaldarurriðinn er að ganga núna upp í Öxaránna og er eiginlega hvað þéttbýlastur í ánni núna. Hann er að hrygna, hann hrygnir t.d. fyrir neðan brúnna rétt hjá þar sem Hótel Valhöll stóð, við stöplana þar sem eru malarbingir eru og síðan upp eftir allri ánni,“ segir Össur Skarphéðinsson, doktor í fiskeldi. Fólk hefur greinilega mjög mikinn áhuga á að fylgjast með Urriðanum sem er þessa dagana að ganga upp í Öxará.Magnús Hlynur Hreiðarsson Össur segir að það séu 1.500 til 1.600 urriðar sem ganga upp í ánna á hverju hausti. „Já, stærstu, sem ganga hingað upp í Öxará eru svona 24 til 27 pund. Ég hef einu sinni verið hér með 29 punda urriða en það sem er kannski merkilegast við það er að hérna fyrir utan ánna eru menn stundum að veiða stærri fiska, yfir 30 punda fiska en þeir koma aldrei upp í ánna og mín kenning er sú að þetta sé gamlir urriðar, sem eru enn að vaxa pínulítið en eru orðnir náttúrulausir eins og við kallarnir verða að lokum. Þess vegna ganga þeir ekki upp í ánna en veiðast stundum hérna fyrir utan.“ Össur segir það ekki koma sér á óvart hvað almenningur hefur mikinn áhuga á urriðanum á Þingvöllum. „Það er vel skiljanlegt, þetta er áttunda undur veraldar, þetta er náttúrulega alveg stórkostlegt, bæði stórkostlegt hvernig hefur texist að ná stofninum upp aftur og líka hér þar sem hið forna Alþingi stóð forðum, að þar skuli þessi hátindur sköpunarverksins undir norðurhjaranum bókstaflega vera til sýnis í sex til átta vikur á hverju ári,“ segir Össur. Flestir Urriðarnir eru á bilinu 24 til 27 pund en Össur segir að þeir elstu, sem eru komnir upp í 30 pund eða meira séu orðnir náttúrulausir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þingvellir Bláskógabyggð Fiskeldi Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Tuttugu og fjögurra til tuttugu og sjö punda urriðar ganga nú upp í Öxará á Þingvöllum þar sem þeir sýna sínar bestur hliðar fyrir þá fjölmörgu gesti, sem hafa farið á staðinn til að sjá göngurnar. Urriðarnir eru þeir stærstu í heimi. Margir lögðu leið sína um helgina, ekki síst í gær í góða veðrinu á Þingvelli til að njóta haustlitanna og náttúrunnar þar. Það sem stóð þó upp úr hjá flestum var að fylgjast með urriðanum í Öxará enda brýrnar fullar af áhugasömu fólki að fylgjast með þessum magnaða fiski. „Fólk kemur hingað til þess að horfa á stærsta urriða í heimi, Ísaldarurriðinn er að ganga núna upp í Öxaránna og er eiginlega hvað þéttbýlastur í ánni núna. Hann er að hrygna, hann hrygnir t.d. fyrir neðan brúnna rétt hjá þar sem Hótel Valhöll stóð, við stöplana þar sem eru malarbingir eru og síðan upp eftir allri ánni,“ segir Össur Skarphéðinsson, doktor í fiskeldi. Fólk hefur greinilega mjög mikinn áhuga á að fylgjast með Urriðanum sem er þessa dagana að ganga upp í Öxará.Magnús Hlynur Hreiðarsson Össur segir að það séu 1.500 til 1.600 urriðar sem ganga upp í ánna á hverju hausti. „Já, stærstu, sem ganga hingað upp í Öxará eru svona 24 til 27 pund. Ég hef einu sinni verið hér með 29 punda urriða en það sem er kannski merkilegast við það er að hérna fyrir utan ánna eru menn stundum að veiða stærri fiska, yfir 30 punda fiska en þeir koma aldrei upp í ánna og mín kenning er sú að þetta sé gamlir urriðar, sem eru enn að vaxa pínulítið en eru orðnir náttúrulausir eins og við kallarnir verða að lokum. Þess vegna ganga þeir ekki upp í ánna en veiðast stundum hérna fyrir utan.“ Össur segir það ekki koma sér á óvart hvað almenningur hefur mikinn áhuga á urriðanum á Þingvöllum. „Það er vel skiljanlegt, þetta er áttunda undur veraldar, þetta er náttúrulega alveg stórkostlegt, bæði stórkostlegt hvernig hefur texist að ná stofninum upp aftur og líka hér þar sem hið forna Alþingi stóð forðum, að þar skuli þessi hátindur sköpunarverksins undir norðurhjaranum bókstaflega vera til sýnis í sex til átta vikur á hverju ári,“ segir Össur. Flestir Urriðarnir eru á bilinu 24 til 27 pund en Össur segir að þeir elstu, sem eru komnir upp í 30 pund eða meira séu orðnir náttúrulausir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þingvellir Bláskógabyggð Fiskeldi Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira