Ítalir og Bretar reyna að komast hjá því að setja á útgöngubann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2020 20:55 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/Jessica Taylor Búist er við því að leiðtogar í Bretland og Ítalíu munu á morgun kynna til leiks aðgerðir til þess að stemma í stigu við aukningu á kórónuveirusmitum í löndunum tveimur. Leiðtogarnir eru sagðir vilja komast hjá því að setja á útgöngubann, sambærilegt við það sem gripið var til í fyrstu bylgju faraldursins sem lék íbúa þessara ríkja grátt. Í Bretlandi er búist við að Boris Johnson forsætisráðherra muni kynna staðbundnar aðgerðir á þeim svæðum þar sem kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið að undanförnu. Á það einkum við um norðurhluta landsins en borgarstjóri Liverpool-borgar segir að ríkisstjórnin vilji grípa til mjög harðra aðgerða þar. Reiknað er með á þeim svæðum þar sem flest smit hafa greinst að undanförnu verði börum og líkamsræktarstöðvum gert að loka. Í frétt Reuters segir að Johnson sé að reyna að komast hjá því að setja útgöngubann á um gervallt Bretland vegna ótta um að það muni vera afar slæmt fyrir efnahag ríkisins. Tíu til fimmtán þúsund smit hafa greinst á degi hverjum í Bretlandi en alls hafa 604 þúsund smit greinst í Bretlandi frá upphafi faraldursins. Ítalir hafi ekki efni á útgöngubanni Ítalía hefur einnig orðið fyrir barðinu á aukningu í tilfellum og þar er búist við að hertari aðgerðir verði kynntar næstu daga. Smitum þar hefur einnig farið fjölgandi að undanförnu, þannig greindust yfir fimm þúsund smit á föstudaginn, í fyrsta sinn sem fjöldi smita fer yfir þá tölu síðan í mars. Reiknað er með að yfirvöld í Ítalíu leggi blátt bann við einkaveislum og opnunartími bara og veitingastaða í Rómarborg verði skertur. Forsætisráðherra Ítalíu hefur sagt að ríkið hafi ekki efni á því að setja á annað útgöngubann, og því standa vonir til þess að vægari aðgerðir muni bera árangur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Ítalía Tengdar fréttir Ítalski hópurinn í sóttkví og leiknum frestað Leik Íslands og Ítalíu í undankeppni EM U-21 ára sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. 9. október 2020 10:35 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Búist er við því að leiðtogar í Bretland og Ítalíu munu á morgun kynna til leiks aðgerðir til þess að stemma í stigu við aukningu á kórónuveirusmitum í löndunum tveimur. Leiðtogarnir eru sagðir vilja komast hjá því að setja á útgöngubann, sambærilegt við það sem gripið var til í fyrstu bylgju faraldursins sem lék íbúa þessara ríkja grátt. Í Bretlandi er búist við að Boris Johnson forsætisráðherra muni kynna staðbundnar aðgerðir á þeim svæðum þar sem kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið að undanförnu. Á það einkum við um norðurhluta landsins en borgarstjóri Liverpool-borgar segir að ríkisstjórnin vilji grípa til mjög harðra aðgerða þar. Reiknað er með á þeim svæðum þar sem flest smit hafa greinst að undanförnu verði börum og líkamsræktarstöðvum gert að loka. Í frétt Reuters segir að Johnson sé að reyna að komast hjá því að setja útgöngubann á um gervallt Bretland vegna ótta um að það muni vera afar slæmt fyrir efnahag ríkisins. Tíu til fimmtán þúsund smit hafa greinst á degi hverjum í Bretlandi en alls hafa 604 þúsund smit greinst í Bretlandi frá upphafi faraldursins. Ítalir hafi ekki efni á útgöngubanni Ítalía hefur einnig orðið fyrir barðinu á aukningu í tilfellum og þar er búist við að hertari aðgerðir verði kynntar næstu daga. Smitum þar hefur einnig farið fjölgandi að undanförnu, þannig greindust yfir fimm þúsund smit á föstudaginn, í fyrsta sinn sem fjöldi smita fer yfir þá tölu síðan í mars. Reiknað er með að yfirvöld í Ítalíu leggi blátt bann við einkaveislum og opnunartími bara og veitingastaða í Rómarborg verði skertur. Forsætisráðherra Ítalíu hefur sagt að ríkið hafi ekki efni á því að setja á annað útgöngubann, og því standa vonir til þess að vægari aðgerðir muni bera árangur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Ítalía Tengdar fréttir Ítalski hópurinn í sóttkví og leiknum frestað Leik Íslands og Ítalíu í undankeppni EM U-21 ára sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. 9. október 2020 10:35 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Ítalski hópurinn í sóttkví og leiknum frestað Leik Íslands og Ítalíu í undankeppni EM U-21 ára sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. 9. október 2020 10:35