Hannes segir boltann ekki hafa verið inni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2020 21:06 Þetta var tæpt. Vísir/Vilhelm „Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum. Danir unnu 3-0 sigur, sannfærandi sigur. Fyrsta markið í blálok fyrri hálfeiks skipti miklu. Hannes varði skalla frá Simon Kjær í bakið á Rúnari Má og þaðan lak boltinn í átt að marki. Yfir línuna eða ekki? Hannes segir nei og landsmenn virðast flestir sammála. Aðstoðardómarinn flaggaði mark. Engin marklínutækni er notuð í Þjóðadeildinni. „Eina sem ég veit er að það er ekki fræðilegur að hann hefði ekki séð þetta. Hann giskar bara á þetta.“ Markið má sjá hér að neðan. Niðurstaðan 3-0 og enn einn sigur Dana á Íslandi staðreynd. „Þetta eru ljótar tölur. Erum að mæta frábæru liði. Vorum virkilega vel tjúnaðir. Fannst fyrri hálffeikurinn spilast ágætlega. Fengu ekki færi Svo fá þeir þetta mark undir lok fyrir hálfieks sem kemur á hræðilegum tíma fyrir okkur.“ Annað mark Dana var furðulegt. Rúnar Már reyndi skot af löngu færi sem aftasti maður. Boltinn hrökk af varnarmanni til Christian Eriksen sem tók 50 metra sprett upp völlinn og skoraði. Hannes sagði „góð spurning“ aðspurður hvað hefði gerst í því marki. Hannes Þór átti engan möguleika í þriðja marki Dana. Skov setti boltann með sínum veikari fæti upp í vinkilinn af vítateigslínunni.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að skoða það aftur. Allur varnarhelmingurinn er laus. Rúnar smellhittir þennan bolta. Ég hef aldrei séð svona áður hjá okkur. Ég er nokkuð viss um að þetta mun aldrei koma fyrir aftur.“ Von er á Belgum til Íslands í fjórðu umferð riðilsins á miðvikudag. „Við þurfum að þétta raðirnar og finna neistann. Þetta er eitt albesta liðið í heiminum. Þurfum að vera í stuði þegar þeir mæta hingað.“ Belgar unnu fyrri leikinn gegn Íslandi 6-1. Þeir töpuðu svo 2-1 gegn Englandi á útivelli í kvöld. Klippa: Viðtal við Hannes eftir Danaleik Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
„Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum. Danir unnu 3-0 sigur, sannfærandi sigur. Fyrsta markið í blálok fyrri hálfeiks skipti miklu. Hannes varði skalla frá Simon Kjær í bakið á Rúnari Má og þaðan lak boltinn í átt að marki. Yfir línuna eða ekki? Hannes segir nei og landsmenn virðast flestir sammála. Aðstoðardómarinn flaggaði mark. Engin marklínutækni er notuð í Þjóðadeildinni. „Eina sem ég veit er að það er ekki fræðilegur að hann hefði ekki séð þetta. Hann giskar bara á þetta.“ Markið má sjá hér að neðan. Niðurstaðan 3-0 og enn einn sigur Dana á Íslandi staðreynd. „Þetta eru ljótar tölur. Erum að mæta frábæru liði. Vorum virkilega vel tjúnaðir. Fannst fyrri hálffeikurinn spilast ágætlega. Fengu ekki færi Svo fá þeir þetta mark undir lok fyrir hálfieks sem kemur á hræðilegum tíma fyrir okkur.“ Annað mark Dana var furðulegt. Rúnar Már reyndi skot af löngu færi sem aftasti maður. Boltinn hrökk af varnarmanni til Christian Eriksen sem tók 50 metra sprett upp völlinn og skoraði. Hannes sagði „góð spurning“ aðspurður hvað hefði gerst í því marki. Hannes Þór átti engan möguleika í þriðja marki Dana. Skov setti boltann með sínum veikari fæti upp í vinkilinn af vítateigslínunni.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að skoða það aftur. Allur varnarhelmingurinn er laus. Rúnar smellhittir þennan bolta. Ég hef aldrei séð svona áður hjá okkur. Ég er nokkuð viss um að þetta mun aldrei koma fyrir aftur.“ Von er á Belgum til Íslands í fjórðu umferð riðilsins á miðvikudag. „Við þurfum að þétta raðirnar og finna neistann. Þetta er eitt albesta liðið í heiminum. Þurfum að vera í stuði þegar þeir mæta hingað.“ Belgar unnu fyrri leikinn gegn Íslandi 6-1. Þeir töpuðu svo 2-1 gegn Englandi á útivelli í kvöld. Klippa: Viðtal við Hannes eftir Danaleik
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira