Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi heimilt að nota banvæn vopn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2020 20:44 Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi er heimilt að nota banvæn vopn gegn mótmælendum. EPA-EFE/STR Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi hefur verið heimilað að beita banvænum vopnum gegn mótmælendum sem krefjast afsagnar forseta landsins. Þetta er haft eftir hátt settum ríkisstarfsmanni í frétt breska ríkisútvarpsins. Ákvörðunin var tekin vegna hópa mótmælenda sem hafa orðið æ róttækari og ofbeldisfyllri að sögn heimildarmannsins. Mótmæli hafa geisað í landinu frá því í byrjun ágúst þegar Alexander Lúkasjenkó, var endurkjörinn forseti. Mótmælendur segja að hann hafi beitt kosningasvindli til að tryggja sér sigur, en hann hefur setið á valdastóli í hartnær þrjá áratugi. Hvítrússnesk yfirvöld hafa verið sökuð um mikla hörku og pyntingar í aðgerðum gegn mótmælendum. Hundruð mótmælenda voru handteknir í landinu í gær og beitti lögreglan kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmælin. Staðgengill innanríkisráðherra landsins, Gennady Kazakevich, sagði í dag að mótmælendur væru orðnir skipulagðir og mjög róttækir. Bætti hann því við að þeir herjuðu helst á höfuðborgina Minsk, en ekki eins mikið á aðrar borgir. Hann sagði mótmælendur hafa kastað steinum og flöskum síðdegis í dag, hafi haft hnífa við hönd. Þá sagði hann að með kvöldinu hafi mótmælendur sett upp vegatálma og kveikt í dekkum. „Þetta hefur ekkert með borgaraleg mótmæli að gera. Við mætum ekki bara árásarhneigðum [mótmælendum], heldur hópum vígamanna, róttæklinga, anarkista og fótboltabulum,“ sagði hann í myndbandsyfirlýsingu. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. 12. október 2020 15:02 Bretar kalla sendiherra sinn heim frá Hvíta-Rússlandi Bretland hefur kallað sendiherra sinn í Hvíta-Rússlandi tímabundið til baka vegna þess pólitíska óróa sem nú gætir í síðarnefnda landinu. 10. október 2020 13:13 Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. 27. september 2020 19:24 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi hefur verið heimilað að beita banvænum vopnum gegn mótmælendum sem krefjast afsagnar forseta landsins. Þetta er haft eftir hátt settum ríkisstarfsmanni í frétt breska ríkisútvarpsins. Ákvörðunin var tekin vegna hópa mótmælenda sem hafa orðið æ róttækari og ofbeldisfyllri að sögn heimildarmannsins. Mótmæli hafa geisað í landinu frá því í byrjun ágúst þegar Alexander Lúkasjenkó, var endurkjörinn forseti. Mótmælendur segja að hann hafi beitt kosningasvindli til að tryggja sér sigur, en hann hefur setið á valdastóli í hartnær þrjá áratugi. Hvítrússnesk yfirvöld hafa verið sökuð um mikla hörku og pyntingar í aðgerðum gegn mótmælendum. Hundruð mótmælenda voru handteknir í landinu í gær og beitti lögreglan kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmælin. Staðgengill innanríkisráðherra landsins, Gennady Kazakevich, sagði í dag að mótmælendur væru orðnir skipulagðir og mjög róttækir. Bætti hann því við að þeir herjuðu helst á höfuðborgina Minsk, en ekki eins mikið á aðrar borgir. Hann sagði mótmælendur hafa kastað steinum og flöskum síðdegis í dag, hafi haft hnífa við hönd. Þá sagði hann að með kvöldinu hafi mótmælendur sett upp vegatálma og kveikt í dekkum. „Þetta hefur ekkert með borgaraleg mótmæli að gera. Við mætum ekki bara árásarhneigðum [mótmælendum], heldur hópum vígamanna, róttæklinga, anarkista og fótboltabulum,“ sagði hann í myndbandsyfirlýsingu.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. 12. október 2020 15:02 Bretar kalla sendiherra sinn heim frá Hvíta-Rússlandi Bretland hefur kallað sendiherra sinn í Hvíta-Rússlandi tímabundið til baka vegna þess pólitíska óróa sem nú gætir í síðarnefnda landinu. 10. október 2020 13:13 Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. 27. september 2020 19:24 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. 12. október 2020 15:02
Bretar kalla sendiherra sinn heim frá Hvíta-Rússlandi Bretland hefur kallað sendiherra sinn í Hvíta-Rússlandi tímabundið til baka vegna þess pólitíska óróa sem nú gætir í síðarnefnda landinu. 10. október 2020 13:13
Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. 27. september 2020 19:24