Kveið því að fara í skólann og fékk fallegt bréf frá Klopp Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2020 09:30 Jürgen Klopp sendi ungum stuðningsmanni Liverpool fallegt bréf. getty/Laurence Griffiths Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sendi ungum stuðningsmanni liðsins bréf þar sem hann stappaði í hann stálinu. Í sumar sendi hinn ellefu ára Lewis Balfe Klopp bréf þar sem hann sagðist kvíða fyrir því að fara í skólann. Klopp svaraði stráknum á dögunum. „Halló Lewis, má ég byrja á að segja þér leyndarmál. Ég verð stressaður. Til að vera hreinskilinn hefði ég áhyggjur ef ég yrði ekki stressaður því það gefur mér tækifæri til að nýta þá orku í eitthvað jákvætt. Ég veit að það kann að vera skrítið að heyra að stjóra Liverpool líði eins og þér en svoleiðis er það,“ skrifaði Klopp í bréfinu til Balfes. „Af bréfinu að dæma ertu mjög hugsandi og umhyggjusamur og þegar þú býrð yfir þeim eiginleikum er erfitt að vera ekki stressaður. Þú spurðir mig hvað ég gerði þegar leikmönnunum líður svona og svarið er einfalt. Ég minni þá á hversu mikilvægir þeir eru mér og hversu mikla trú ég hef á þeim. Ég efa það ekki að það er svipað hjá þér og fjölskyldu þinni. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að slæmir hlutir gerist. Ég hef tapað þónokkrum úrslitaleikjum, það er ekki skemmtileg tilfinning en með hjálp fjölskyldu og vina held ég áfram og á endanum kemur eitthvað gott út úr því.“ Klopp hvatti Balfe til að vera jákvæður og sagðist vera viss um að hann ætti bjarta framtíð fyrir höndum. „Og ekki gleyma að þú ert hluti af Liverpool fjölskyldunni og það þýðir að það eru milljónir manna alveg eins og þú sem vilja að þú verðir eins hamingjusamur og mögulegt er. Stuðningur þinn skiptir mig og alla hjá Liverpool miklu máli og vonandi sýnir þetta bréf að við styðjum þig líka. Þú gengur aldrei einsamall,“ skrifaði Klopp. Bréfið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. A young boy wrote to Jurgen Klopp because he was feeling nervous about starting school...Klopp sent back a truly brilliant letter @balfe_mils pic.twitter.com/P2Bpl3sljA— Goal (@goal) October 12, 2020 Enski boltinn Tengdar fréttir Michael Oliver dæmir Bítlaborgarslaginn Enska úrvalsdeildin hefur gefið út hvaða dómarar verða með flauturnar, með flöggin og í VARherberginu í fimmtu umferðinni. 12. október 2020 22:15 Valdataka eða björgunaraðgerð? Umdeild tillaga frá Man. Utd og Liverpool Það lítur út fyrir að ætli liðin í neðri deildunum að fá aðstoð frá ensku úrvalsdeildinni þá þurfi þau að færa stærstu og ríkustu klúbbunum enn meiri völd. Þetta er að marga mati inntakið í „Project Big Picture“ tillögunni. 12. október 2020 12:01 Spyr hvort Van Dijk sé of ánægður með sjálfan sig Sol Campbell segir að Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, hafi orðið full kærulaus og það kannski skiljanlega. 12. október 2020 11:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sendi ungum stuðningsmanni liðsins bréf þar sem hann stappaði í hann stálinu. Í sumar sendi hinn ellefu ára Lewis Balfe Klopp bréf þar sem hann sagðist kvíða fyrir því að fara í skólann. Klopp svaraði stráknum á dögunum. „Halló Lewis, má ég byrja á að segja þér leyndarmál. Ég verð stressaður. Til að vera hreinskilinn hefði ég áhyggjur ef ég yrði ekki stressaður því það gefur mér tækifæri til að nýta þá orku í eitthvað jákvætt. Ég veit að það kann að vera skrítið að heyra að stjóra Liverpool líði eins og þér en svoleiðis er það,“ skrifaði Klopp í bréfinu til Balfes. „Af bréfinu að dæma ertu mjög hugsandi og umhyggjusamur og þegar þú býrð yfir þeim eiginleikum er erfitt að vera ekki stressaður. Þú spurðir mig hvað ég gerði þegar leikmönnunum líður svona og svarið er einfalt. Ég minni þá á hversu mikilvægir þeir eru mér og hversu mikla trú ég hef á þeim. Ég efa það ekki að það er svipað hjá þér og fjölskyldu þinni. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að slæmir hlutir gerist. Ég hef tapað þónokkrum úrslitaleikjum, það er ekki skemmtileg tilfinning en með hjálp fjölskyldu og vina held ég áfram og á endanum kemur eitthvað gott út úr því.“ Klopp hvatti Balfe til að vera jákvæður og sagðist vera viss um að hann ætti bjarta framtíð fyrir höndum. „Og ekki gleyma að þú ert hluti af Liverpool fjölskyldunni og það þýðir að það eru milljónir manna alveg eins og þú sem vilja að þú verðir eins hamingjusamur og mögulegt er. Stuðningur þinn skiptir mig og alla hjá Liverpool miklu máli og vonandi sýnir þetta bréf að við styðjum þig líka. Þú gengur aldrei einsamall,“ skrifaði Klopp. Bréfið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. A young boy wrote to Jurgen Klopp because he was feeling nervous about starting school...Klopp sent back a truly brilliant letter @balfe_mils pic.twitter.com/P2Bpl3sljA— Goal (@goal) October 12, 2020
Enski boltinn Tengdar fréttir Michael Oliver dæmir Bítlaborgarslaginn Enska úrvalsdeildin hefur gefið út hvaða dómarar verða með flauturnar, með flöggin og í VARherberginu í fimmtu umferðinni. 12. október 2020 22:15 Valdataka eða björgunaraðgerð? Umdeild tillaga frá Man. Utd og Liverpool Það lítur út fyrir að ætli liðin í neðri deildunum að fá aðstoð frá ensku úrvalsdeildinni þá þurfi þau að færa stærstu og ríkustu klúbbunum enn meiri völd. Þetta er að marga mati inntakið í „Project Big Picture“ tillögunni. 12. október 2020 12:01 Spyr hvort Van Dijk sé of ánægður með sjálfan sig Sol Campbell segir að Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, hafi orðið full kærulaus og það kannski skiljanlega. 12. október 2020 11:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Sjá meira
Michael Oliver dæmir Bítlaborgarslaginn Enska úrvalsdeildin hefur gefið út hvaða dómarar verða með flauturnar, með flöggin og í VARherberginu í fimmtu umferðinni. 12. október 2020 22:15
Valdataka eða björgunaraðgerð? Umdeild tillaga frá Man. Utd og Liverpool Það lítur út fyrir að ætli liðin í neðri deildunum að fá aðstoð frá ensku úrvalsdeildinni þá þurfi þau að færa stærstu og ríkustu klúbbunum enn meiri völd. Þetta er að marga mati inntakið í „Project Big Picture“ tillögunni. 12. október 2020 12:01
Spyr hvort Van Dijk sé of ánægður með sjálfan sig Sol Campbell segir að Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, hafi orðið full kærulaus og það kannski skiljanlega. 12. október 2020 11:00