Segja Rússa hafa gert tölvuárás á norska þingið Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2020 15:56 Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, opinberaði aðkomu Rússlands á blaðamannafundi í dag og sagði mikilvægt að draga ráðamenn þar til ábyrgðar. EPA/ADAM BERRY Yfirvöld í Noregi hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi gert árás á tölvukerfi norska þingsins í sumar. Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, tilkynnti þessa niðurstöðu í dag og sagði að málið væri mjög alvarlegt. Það væri þó enn til rannsóknar og lögreglan segist ekki vilja tjá sig um rannsóknina að svo stöddu, samkvæmt frétt NRK. Søreide sagði að þó rannsóknin standi enn yfir búi ríkisstjórnin yfir upplýsingum sem vísi til Rússlands. Hún sagði einnig að það væri mikilvægt að draga Rússa til ábyrgðar vegna árásarinnar. Umrædd árás var gerð þann 24. ágúst og öðluðust tölvuþrjótar aðgang að tölvupóstum einhverra þingmanna og starfsmanna þingsins. Árásin var þó stöðvuð fljótt. Ríkisstjórn Noregs hefur unnið að því að auka öryggi opinberra tölvukerfa og hefur sömuleiðis ráðlagt forsvarsmönnum fyrirtækja að fylgja ráðleggingum Netvarna norska ríkisins. Sérfræðingur sem NRK ræddi við segir þingið með gott öryggiskerfi en þrátt fyrir það sé það myndarlegt skotmark fyrir tölvuþrjóta. Árásin á þingið virðist hafa verið gerð í kjölfar þess að Norðmenn vísuðu rússneskum erindreka úr landi vegna njósna. Sá var viðstaddur þegar norskur maður var handtekinn við að reyna að afhenda honum leynileg gögn. Nokkrum dögum síðar vísuðu Rússar svo háttsettum erindreka frá Noregi úr landi. Noregur Rússland Tengdar fréttir Tölvuárás gerð á norska þingið Umfangsmikil tölvuárás hefur verið gerð á norska þingið þar sem tölvupóstsreikningar fjölda þingmanna hafa verið hakkaðir. 1. september 2020 13:55 Rússar hefna sín á Norðmönnum Yfirvöld í Rússlandi hafa gera háttsettum erindreka frá Noregi að yfirgefa landið og hafa gefið honum þrjá daga. Um hefndaraðgerð er að ræða þar sem Norðmenn sendu rússneskan erindreka úr landi í síðustu viku fyrir njósnir. 28. ágúst 2020 10:28 Vísa rússneskum erindreka úr landi vegna njósna Utanríkisráðuneyti Noregs hefur ákveðið að vísa rússneskum erindreka úr landi. Sá hafði átt fundi með norskum manni sem handtekinn var um helgina og er grunaður um njósnir. 19. ágúst 2020 11:32 Norðmaður handtekinn fyrir njósnir Norska öryggislögreglan (PST) hefur handtekið mann sem sakaður er um njósnir fyrir annað ríki. Hann var handtekinn á laugardaginn og er sakaður um að hafa fært útsendurum leynilegar upplýsingar sem gætu skaðað þjóðarhagsmuni Noregs. 17. ágúst 2020 10:11 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Yfirvöld í Noregi hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi gert árás á tölvukerfi norska þingsins í sumar. Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, tilkynnti þessa niðurstöðu í dag og sagði að málið væri mjög alvarlegt. Það væri þó enn til rannsóknar og lögreglan segist ekki vilja tjá sig um rannsóknina að svo stöddu, samkvæmt frétt NRK. Søreide sagði að þó rannsóknin standi enn yfir búi ríkisstjórnin yfir upplýsingum sem vísi til Rússlands. Hún sagði einnig að það væri mikilvægt að draga Rússa til ábyrgðar vegna árásarinnar. Umrædd árás var gerð þann 24. ágúst og öðluðust tölvuþrjótar aðgang að tölvupóstum einhverra þingmanna og starfsmanna þingsins. Árásin var þó stöðvuð fljótt. Ríkisstjórn Noregs hefur unnið að því að auka öryggi opinberra tölvukerfa og hefur sömuleiðis ráðlagt forsvarsmönnum fyrirtækja að fylgja ráðleggingum Netvarna norska ríkisins. Sérfræðingur sem NRK ræddi við segir þingið með gott öryggiskerfi en þrátt fyrir það sé það myndarlegt skotmark fyrir tölvuþrjóta. Árásin á þingið virðist hafa verið gerð í kjölfar þess að Norðmenn vísuðu rússneskum erindreka úr landi vegna njósna. Sá var viðstaddur þegar norskur maður var handtekinn við að reyna að afhenda honum leynileg gögn. Nokkrum dögum síðar vísuðu Rússar svo háttsettum erindreka frá Noregi úr landi.
Noregur Rússland Tengdar fréttir Tölvuárás gerð á norska þingið Umfangsmikil tölvuárás hefur verið gerð á norska þingið þar sem tölvupóstsreikningar fjölda þingmanna hafa verið hakkaðir. 1. september 2020 13:55 Rússar hefna sín á Norðmönnum Yfirvöld í Rússlandi hafa gera háttsettum erindreka frá Noregi að yfirgefa landið og hafa gefið honum þrjá daga. Um hefndaraðgerð er að ræða þar sem Norðmenn sendu rússneskan erindreka úr landi í síðustu viku fyrir njósnir. 28. ágúst 2020 10:28 Vísa rússneskum erindreka úr landi vegna njósna Utanríkisráðuneyti Noregs hefur ákveðið að vísa rússneskum erindreka úr landi. Sá hafði átt fundi með norskum manni sem handtekinn var um helgina og er grunaður um njósnir. 19. ágúst 2020 11:32 Norðmaður handtekinn fyrir njósnir Norska öryggislögreglan (PST) hefur handtekið mann sem sakaður er um njósnir fyrir annað ríki. Hann var handtekinn á laugardaginn og er sakaður um að hafa fært útsendurum leynilegar upplýsingar sem gætu skaðað þjóðarhagsmuni Noregs. 17. ágúst 2020 10:11 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Tölvuárás gerð á norska þingið Umfangsmikil tölvuárás hefur verið gerð á norska þingið þar sem tölvupóstsreikningar fjölda þingmanna hafa verið hakkaðir. 1. september 2020 13:55
Rússar hefna sín á Norðmönnum Yfirvöld í Rússlandi hafa gera háttsettum erindreka frá Noregi að yfirgefa landið og hafa gefið honum þrjá daga. Um hefndaraðgerð er að ræða þar sem Norðmenn sendu rússneskan erindreka úr landi í síðustu viku fyrir njósnir. 28. ágúst 2020 10:28
Vísa rússneskum erindreka úr landi vegna njósna Utanríkisráðuneyti Noregs hefur ákveðið að vísa rússneskum erindreka úr landi. Sá hafði átt fundi með norskum manni sem handtekinn var um helgina og er grunaður um njósnir. 19. ágúst 2020 11:32
Norðmaður handtekinn fyrir njósnir Norska öryggislögreglan (PST) hefur handtekið mann sem sakaður er um njósnir fyrir annað ríki. Hann var handtekinn á laugardaginn og er sakaður um að hafa fært útsendurum leynilegar upplýsingar sem gætu skaðað þjóðarhagsmuni Noregs. 17. ágúst 2020 10:11