Hafið braut Þór Bjarni Bjarnason skrifar 13. október 2020 23:27 Þrettánda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lokaleikur kvöldsins var Þór gegn Hafinu. Voru Þórsararnir á heimavelli og völdu þeir kortið Dust2. Gekk þeim vel að troða öldurnar í Hafinu sem þó sigraði jafnan leik að lokum 16 – 14. Þórsararnir klifu brattann í fyrstu lotum leiksins. Eftir tvísýna fyrstu lotu sem Hafið hreinsaði snyrtilega upp virtist kortið vera læst með þéttum varnarleik (counter-terrorist) Hafsins. Fyrsta lota Þórs fékkst með þrekvirki ADHD (Kristófer Daði Kristjánsson). Var hann einn eftir á móti þremur leikmönnum Hafsins, með sprengjuna tifandi sóttu þeir á hann en felldi hann þá alla. Þórsarar nýttu meðbyrinn vel, með mikilli kænsku þvinguðu þeir Hafið til að aðlaga vörnina að sóknarleiknum. En ítrekað settu þeir mikla pressu löngu leiðina á svæði A og varð Hafið að stilla upp gegn því með tilheyrandi tilfæringum og skapaði þetta glufur á vörninni. Hlutirnir litu vel út fyrir Þór sem var að spila vörnina í sundur þar til þeir skullu á peter (Pétur Örn Helgason). Hann stóð sem klettur á svæði B og braut sóknina með 4 fellum. Sló þetta Þórsarana útaf laginu sem þó náðu einungis að kroppa tvær lotur til viðbótar gegn þéttri vörn Hafsins. Staðan í hálfleik Hafið 9 – 6 Þór. Vörn Þórs var þétt frá fyrstu lotu seinni hálfleiks. Liðsmenn Hafsins skullu á henni ítrekað en gekk ekki að brjóta hana upp. Það var fyrir hendingu að Hafið komst gegnum vörn Þórs og náði sér í lotu. Þórsararnir voru þó fljótir að þétta vörnina og virtist vörnina ætla að halda þar til staðan var 14 – 12 Þór í vil. Er sigurinn var við það að renna þeim úr greipum kafaði Hafið djúpt. Maður Hafsins peter (Pétur Örn Helgason) sem hafði farið hamförum í leiknum hingað til og keyrt ófáar loturnar heim lét sig ekki vanta er þeir hertu á sóknarleiknum. Með viljastyrk og stáltaugum breytti Hafið gangi leiksins og tókst þeim að merja sigur úr hnífjöfnum leik. Lokastaðan Hafið 16 – 14 Þór. Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn
Þrettánda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lokaleikur kvöldsins var Þór gegn Hafinu. Voru Þórsararnir á heimavelli og völdu þeir kortið Dust2. Gekk þeim vel að troða öldurnar í Hafinu sem þó sigraði jafnan leik að lokum 16 – 14. Þórsararnir klifu brattann í fyrstu lotum leiksins. Eftir tvísýna fyrstu lotu sem Hafið hreinsaði snyrtilega upp virtist kortið vera læst með þéttum varnarleik (counter-terrorist) Hafsins. Fyrsta lota Þórs fékkst með þrekvirki ADHD (Kristófer Daði Kristjánsson). Var hann einn eftir á móti þremur leikmönnum Hafsins, með sprengjuna tifandi sóttu þeir á hann en felldi hann þá alla. Þórsarar nýttu meðbyrinn vel, með mikilli kænsku þvinguðu þeir Hafið til að aðlaga vörnina að sóknarleiknum. En ítrekað settu þeir mikla pressu löngu leiðina á svæði A og varð Hafið að stilla upp gegn því með tilheyrandi tilfæringum og skapaði þetta glufur á vörninni. Hlutirnir litu vel út fyrir Þór sem var að spila vörnina í sundur þar til þeir skullu á peter (Pétur Örn Helgason). Hann stóð sem klettur á svæði B og braut sóknina með 4 fellum. Sló þetta Þórsarana útaf laginu sem þó náðu einungis að kroppa tvær lotur til viðbótar gegn þéttri vörn Hafsins. Staðan í hálfleik Hafið 9 – 6 Þór. Vörn Þórs var þétt frá fyrstu lotu seinni hálfleiks. Liðsmenn Hafsins skullu á henni ítrekað en gekk ekki að brjóta hana upp. Það var fyrir hendingu að Hafið komst gegnum vörn Þórs og náði sér í lotu. Þórsararnir voru þó fljótir að þétta vörnina og virtist vörnina ætla að halda þar til staðan var 14 – 12 Þór í vil. Er sigurinn var við það að renna þeim úr greipum kafaði Hafið djúpt. Maður Hafsins peter (Pétur Örn Helgason) sem hafði farið hamförum í leiknum hingað til og keyrt ófáar loturnar heim lét sig ekki vanta er þeir hertu á sóknarleiknum. Með viljastyrk og stáltaugum breytti Hafið gangi leiksins og tókst þeim að merja sigur úr hnífjöfnum leik. Lokastaðan Hafið 16 – 14 Þór.
Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn