Innlent

Óttast að atvinnuleysi í Reykjanesbæ verði komið í 25% fyrir jól

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Keflavík
Keflavík Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Spár Vinnumálastofnunar gera ráð fyrir því að í Reykjanesbæ verði atvinnuleysi komið í 25% fyrir jól. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem segir að engin dæmi séu um svo mikinn vanda frá því skipulegar mælingar á atvinnuleysi hófust hér á landi.

Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins í kjördæminu segist vonast til að stjórnvöld komi til móts við hópinn með sértækum aðgerðum. Nokkuð hafi þegar verið gert en Silja segir að meira þurfi til. Í skýrslu stofnunarinnar, sem kom út í gær kemur einnig fram að atvinnuleysi á landinu öllu sé komið yfir 10% og að það muni færast í aukana næstu mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×