6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2020 10:31 Cristiano Ronaldo hjálpar Lionel Messi á fætur þegar þeir mættust með Real Madrid og Barcelona í desember 2017. Getty/Victor Carretero Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við þá skemmtilegu staðreynd að þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast óvenju snemma í Meistaradeildinni í ár. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa keppt um flesta titla og viðurkenningar í fótboltanum undanfarin tólf ár en á næstunni upplifa þeir þó það sem þeir hafa aldrei gert áður. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo munu nefnilega mætast í Meistaradeildinni í fyrsta sinn fyrir áramót því lið þeirra lentu saman í riðli að þessu sinni. Exactly two weeks to go until El Clasico Ronaldo vs Messi is just four days later pic.twitter.com/iwG275SJ1y— Goal (@goal) October 10, 2020 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo spiluðu lengst með spænsku félögunum Barcelona og Real Madrid en lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Messi er enn hjá Barcelona en Cristiano Ronaldo er kominn til ítalska félagsins Juventus. Barcelona og Juventus eru í saman í G-riðli með liðum Dynamo Kiev frá Úkraínu og Ferencváros frá Ungverjalandi. Fyrri innbyrðis leikur liðanna verður á heimavelli Juventus 28. októtber en sá síðari á heimavelli Barcelona 8. desember en það er jafnframt lokaleikur liðanna í riðlakeppninni. watch on YouTube Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa alls mæst 35 sinnum með félagsliðum og landsliðum. Liðin hans Messi hafa unnið sex fleiri leiki eða sextán á móti tíu og Leo Messi hefur líka skorað fleiri mörk í þessum leikjum eða 22 á móti 19 hjá Cristiano Ronaldo. Þetta verða aftur á móti fyrstu Evrópuleikir liða þeirra síðan Barcelona sló út Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar tímabilið 2010-11. Þeir höfðu áður mæst þrisvar sinnum þegar Cristiano Ronaldo var leikmaður Manchester United, fyrst í undanúrslitunum 2007-08 og svo í úrslitaleiknum 2009 þar sem Leo Messi skoraði annað markið í 2-0 sigri Barca á Manchester United á Wembley. Cristiano Ronaldo á enn eftir að skora í Meistaradeildinni í leik á móti liði Lionel Messi og hefur ennfremur aðeins fagnað sigri í einum af þessum fimm leikjum. Hann ætlar sér örugglega að breyta því núna. Cristiano Ronaldo er langmarkahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar frá upphafi með 130 mörk á móti 115 mörkum frá Lionel Messi. Ronaldo hefur líka unnið Meistaradeildina fimm sinnum en Messi hefur bara unnið hana fjórum sinnum. watch on YouTube Augu fótboltaheimsins verða örugglega á innbyrðis leikjum Barcelona og Juventus í Meistaradeildinni í vetur enda fáum við ekki mörg ár í viðbót með þeim Lionel Messi og Cristiano Ronaldo upp á sitt besta. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við þá skemmtilegu staðreynd að þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast óvenju snemma í Meistaradeildinni í ár. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa keppt um flesta titla og viðurkenningar í fótboltanum undanfarin tólf ár en á næstunni upplifa þeir þó það sem þeir hafa aldrei gert áður. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo munu nefnilega mætast í Meistaradeildinni í fyrsta sinn fyrir áramót því lið þeirra lentu saman í riðli að þessu sinni. Exactly two weeks to go until El Clasico Ronaldo vs Messi is just four days later pic.twitter.com/iwG275SJ1y— Goal (@goal) October 10, 2020 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo spiluðu lengst með spænsku félögunum Barcelona og Real Madrid en lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Messi er enn hjá Barcelona en Cristiano Ronaldo er kominn til ítalska félagsins Juventus. Barcelona og Juventus eru í saman í G-riðli með liðum Dynamo Kiev frá Úkraínu og Ferencváros frá Ungverjalandi. Fyrri innbyrðis leikur liðanna verður á heimavelli Juventus 28. októtber en sá síðari á heimavelli Barcelona 8. desember en það er jafnframt lokaleikur liðanna í riðlakeppninni. watch on YouTube Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa alls mæst 35 sinnum með félagsliðum og landsliðum. Liðin hans Messi hafa unnið sex fleiri leiki eða sextán á móti tíu og Leo Messi hefur líka skorað fleiri mörk í þessum leikjum eða 22 á móti 19 hjá Cristiano Ronaldo. Þetta verða aftur á móti fyrstu Evrópuleikir liða þeirra síðan Barcelona sló út Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar tímabilið 2010-11. Þeir höfðu áður mæst þrisvar sinnum þegar Cristiano Ronaldo var leikmaður Manchester United, fyrst í undanúrslitunum 2007-08 og svo í úrslitaleiknum 2009 þar sem Leo Messi skoraði annað markið í 2-0 sigri Barca á Manchester United á Wembley. Cristiano Ronaldo á enn eftir að skora í Meistaradeildinni í leik á móti liði Lionel Messi og hefur ennfremur aðeins fagnað sigri í einum af þessum fimm leikjum. Hann ætlar sér örugglega að breyta því núna. Cristiano Ronaldo er langmarkahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar frá upphafi með 130 mörk á móti 115 mörkum frá Lionel Messi. Ronaldo hefur líka unnið Meistaradeildina fimm sinnum en Messi hefur bara unnið hana fjórum sinnum. watch on YouTube Augu fótboltaheimsins verða örugglega á innbyrðis leikjum Barcelona og Juventus í Meistaradeildinni í vetur enda fáum við ekki mörg ár í viðbót með þeim Lionel Messi og Cristiano Ronaldo upp á sitt besta. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50).
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00