Eini rófubóndi landsins sem ræktar rófufræ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. október 2020 19:51 Fjóla Signý Hannesdóttir, rófubóndi á bænum Stóru Sandvík í Árborg en bærinn er í Sandvíkurhreppnum hina forna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla Signý Hannesdóttir á bænum Stóru Sandvík í Árborg er eini rófubóndi landsins, sem ræktar rófufræ, sem allir rófubændur treysta á að geta fengið fræ hjá. Hún náði um fimmtán tonnum upp af rófum úr görðum sínum í haust. Rófurnar hennar þykja einstaklega bragðgóðar. Fjóla Signý tók við af öldruðum föður sínum að rækta rófur og rófufræ í Stóru Sandvík. Uppskeran hjá henni var mjög góð í haust en hún tók upp um 15 tonn af rófum. Fræið, sem hún ræktar er Íslenska Sandvíkurrófufræið, sem þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Rófurnar kallast Sandvíkurrófur og eru einstaklega harðgerðar og bragðgóðar „Við plöntum niður ákveðnum rófum, sem eru kallaðar frærófur. Svo spretta upp úr þeim stilkar, sem blómstra og svo lokast blómin. Þá verða til fræbelgir, sem heita Skálpar, inn í þessu eru fræin. Svo hengi ég það upp til þurrkunnar í allan vetur, eða fram í apríl. Þá fer ég með það í þreskingu á Korpu, þá þreskja þeir það fyrir mig, blása frá skálpana og þurrka fræið,“ segir Fjóla Signý. Fræin, sem Fjóla Signý ræktar eru fyrir alla rófubændur á Íslandi en það eru um 18 kíló á ári. Hér eru nokkur þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla Signý ræktar um 18 kíló af fræi á ári en passar það fyrir alla rófuuppskeru á Íslandi eða 900-1100 tonn. Hún segir mjög skemmtilegt að vera rófubóndi. „Íslendingar mættu kannski vera enn duglegir að borða rófur. Margir eru fastir á því að það þurfi alltaf að sjóða þær og setja bara í kjötsúpuna eða með slátrinu. Það er líka gott að borða þær hráar.“ Eins gaman og Fjólu þykir að vera rófubóndi þá þykir henni jafn leiðinlegt að geta hvergi fengið neina styrki frá hinu opinbera eins og hjá Framleiðnisjóði landbúnaðarins og Erfðanefnd landbúnaðarins, henni var neitað á báðum stöðum. „Já, það er í rauninni öll ábyrgðin á mér að rækta fræ til þess að íslenskir rófubændur geti keypt fræ, íslenskt fræ af því að allir bændurnir kaupa af mér. Þannig að öll rófuframleiðslan á Íslandi er pínu háð mér en samt er ég að gera þetta eiginlega í sjálfboðavinnu,“ segir Fjóla Signý. Rófurnar frá Fjólu Signý kallast Sandvíkurrófur og eru einstaklega harðgerðar og bragðgóðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Landbúnaður Garðyrkja Matvælaframleiðsla Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Fjóla Signý Hannesdóttir á bænum Stóru Sandvík í Árborg er eini rófubóndi landsins, sem ræktar rófufræ, sem allir rófubændur treysta á að geta fengið fræ hjá. Hún náði um fimmtán tonnum upp af rófum úr görðum sínum í haust. Rófurnar hennar þykja einstaklega bragðgóðar. Fjóla Signý tók við af öldruðum föður sínum að rækta rófur og rófufræ í Stóru Sandvík. Uppskeran hjá henni var mjög góð í haust en hún tók upp um 15 tonn af rófum. Fræið, sem hún ræktar er Íslenska Sandvíkurrófufræið, sem þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Rófurnar kallast Sandvíkurrófur og eru einstaklega harðgerðar og bragðgóðar „Við plöntum niður ákveðnum rófum, sem eru kallaðar frærófur. Svo spretta upp úr þeim stilkar, sem blómstra og svo lokast blómin. Þá verða til fræbelgir, sem heita Skálpar, inn í þessu eru fræin. Svo hengi ég það upp til þurrkunnar í allan vetur, eða fram í apríl. Þá fer ég með það í þreskingu á Korpu, þá þreskja þeir það fyrir mig, blása frá skálpana og þurrka fræið,“ segir Fjóla Signý. Fræin, sem Fjóla Signý ræktar eru fyrir alla rófubændur á Íslandi en það eru um 18 kíló á ári. Hér eru nokkur þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla Signý ræktar um 18 kíló af fræi á ári en passar það fyrir alla rófuuppskeru á Íslandi eða 900-1100 tonn. Hún segir mjög skemmtilegt að vera rófubóndi. „Íslendingar mættu kannski vera enn duglegir að borða rófur. Margir eru fastir á því að það þurfi alltaf að sjóða þær og setja bara í kjötsúpuna eða með slátrinu. Það er líka gott að borða þær hráar.“ Eins gaman og Fjólu þykir að vera rófubóndi þá þykir henni jafn leiðinlegt að geta hvergi fengið neina styrki frá hinu opinbera eins og hjá Framleiðnisjóði landbúnaðarins og Erfðanefnd landbúnaðarins, henni var neitað á báðum stöðum. „Já, það er í rauninni öll ábyrgðin á mér að rækta fræ til þess að íslenskir rófubændur geti keypt fræ, íslenskt fræ af því að allir bændurnir kaupa af mér. Þannig að öll rófuframleiðslan á Íslandi er pínu háð mér en samt er ég að gera þetta eiginlega í sjálfboðavinnu,“ segir Fjóla Signý. Rófurnar frá Fjólu Signý kallast Sandvíkurrófur og eru einstaklega harðgerðar og bragðgóðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Landbúnaður Garðyrkja Matvælaframleiðsla Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira