Herða aðgerðir í London og víðar Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2020 09:24 Verið er að herða aðgerðir töluvert í London og víðar í Englandi. EPA/ANDY RAIN Gripið verður til umfangsmikilla ferðatakmarkana og hertra sóttvarna í London á laugardagsmorgun. Fólki verður bannað að hitta aðra en fjölskyldumeðlimi sína innandyra, hvort sem það sé á heimilum eða krám. Þá verður íbúum ráðlagt að forðast almenningssamgöngur og dragar úr öllum ferðum sínum eins og mögulegt er. Þá mun samkomubann utandyra miða við sex manns. Krám verður gert að loka klukkan tíu á kvöldin. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi í ýmsum hverfum London og sömuleiðis innlögnum á sjúkrahús. Fyrr í vikunni varaði Sadiq Khan, borgarstjóri, íbúa við því að hertari aðgerðir væru í vændum vegna útbreiðslunnar. "We're at a critical moment in our fight against COVID in London."@SadiqKhan says #coronavirus is "spreading rapidly in every corner of our city", and he expects it to be announced today that the city will "shortly" be moving into Tier 2.#COVID19: https://t.co/ptZhnhyvo1 pic.twitter.com/71rKMihNVO— SkyNews (@SkyNews) October 15, 2020 Helen Whately, heilbrigðisráðherra Bretlands, tilkynnti þingmönnum frá London um ákvörðunina í morgun, samkvæmt frétt Sky News. Aðgerðirnar í London eru annars stigs aðgerðir en smittíðni þar er enn lægri en víða í norðurhluta Englands, eins og í Liverpool, þar sem búið er að grípa til þriðja stigs smitvarna. Í frétt Reuters segir að verið sé að skoða að grípa einnig til hertra aðgerða í Manchester. Þegar eru annarsstigs aðgerðir virkar þar. Búist er við því að ríkisstjórn Boris Johnson muni tilkynna aðgerðir sínar seinna í dag. Þær muni ná til milljóna íbúa í Englandi. Guardian segir að vísindamenn hafi varað við því að innlögnum og dauðsföllum muni fjölga á næstu vikum og hætta sé á því að heilbrgiðskerfi landsins muni ekki ráða við álagið. Þess vegna þurfi að herða aðgerðir. England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Gripið verður til umfangsmikilla ferðatakmarkana og hertra sóttvarna í London á laugardagsmorgun. Fólki verður bannað að hitta aðra en fjölskyldumeðlimi sína innandyra, hvort sem það sé á heimilum eða krám. Þá verður íbúum ráðlagt að forðast almenningssamgöngur og dragar úr öllum ferðum sínum eins og mögulegt er. Þá mun samkomubann utandyra miða við sex manns. Krám verður gert að loka klukkan tíu á kvöldin. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi í ýmsum hverfum London og sömuleiðis innlögnum á sjúkrahús. Fyrr í vikunni varaði Sadiq Khan, borgarstjóri, íbúa við því að hertari aðgerðir væru í vændum vegna útbreiðslunnar. "We're at a critical moment in our fight against COVID in London."@SadiqKhan says #coronavirus is "spreading rapidly in every corner of our city", and he expects it to be announced today that the city will "shortly" be moving into Tier 2.#COVID19: https://t.co/ptZhnhyvo1 pic.twitter.com/71rKMihNVO— SkyNews (@SkyNews) October 15, 2020 Helen Whately, heilbrigðisráðherra Bretlands, tilkynnti þingmönnum frá London um ákvörðunina í morgun, samkvæmt frétt Sky News. Aðgerðirnar í London eru annars stigs aðgerðir en smittíðni þar er enn lægri en víða í norðurhluta Englands, eins og í Liverpool, þar sem búið er að grípa til þriðja stigs smitvarna. Í frétt Reuters segir að verið sé að skoða að grípa einnig til hertra aðgerða í Manchester. Þegar eru annarsstigs aðgerðir virkar þar. Búist er við því að ríkisstjórn Boris Johnson muni tilkynna aðgerðir sínar seinna í dag. Þær muni ná til milljóna íbúa í Englandi. Guardian segir að vísindamenn hafi varað við því að innlögnum og dauðsföllum muni fjölga á næstu vikum og hætta sé á því að heilbrgiðskerfi landsins muni ekki ráða við álagið. Þess vegna þurfi að herða aðgerðir.
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira