Í beinni: Vodafonedeildin í CS:GO, viðureign erkifjanda Bjarni Bjarnason skrifar 15. október 2020 19:01 Úrvalsliðin etja kappi í Vodafonedeildinni í CS:GO í kvöld. Fjórtánda umferð deildarinnar verður leikin í kvöld og eru spennandi viðureignir í vændum. Kvöldið byrjar með leik KR og Exile. Liðsmenn Exile fundu taktinn í síðasta leik er þeir lögðu XY. Hinsvegar eru KR, sem sigruðu topp lið deildarinnar Dusty í síðasta leik sjóðandi heitir. Hafa Exile menn því brattan að sækja er þeir heimsækja KR í kvöld. Erkifjendurnir HaFiÐ og Dusty takast á í millileik kvöldsins. Síðustu viðureign sigraði Dusty með yfirburðum. En mikill stígandi hefur verið á spilamennsku Hafsins nú í síðari hluta deildarinnar því ljóst að þetta verður hörku leikur sem við fáum í kvöld. Lokaleikur kvöldsins er XY gegn Fylki. Fylkismenn hafa spilað frábærlega í deildinni í haust og eru komnir með verðskuldaðann miða á stórmeistaramótið. Það er til mikils að vinna fyrir XY því með sigri tryggja þeir sér sæti í deildinni á næsta tímabili en hætta annars á umspil. Fyrsta viðureign kvöldsins hefst kl 19:30 og verður sýnd á Stöð 2 esport og hér á Vísi. Leikir kvöldsins verða samkvæmt dagskrá hér að neðan. 19:30 KR - Exile 20:30 HaFiÐ - Dusty 21:30 XY - Fylkir Útsending er hefst kl 19:15 og stendur yfir fram eftir kvöldi og hægt er að fylgjast með henni hérna. KR Fylkir Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti
Úrvalsliðin etja kappi í Vodafonedeildinni í CS:GO í kvöld. Fjórtánda umferð deildarinnar verður leikin í kvöld og eru spennandi viðureignir í vændum. Kvöldið byrjar með leik KR og Exile. Liðsmenn Exile fundu taktinn í síðasta leik er þeir lögðu XY. Hinsvegar eru KR, sem sigruðu topp lið deildarinnar Dusty í síðasta leik sjóðandi heitir. Hafa Exile menn því brattan að sækja er þeir heimsækja KR í kvöld. Erkifjendurnir HaFiÐ og Dusty takast á í millileik kvöldsins. Síðustu viðureign sigraði Dusty með yfirburðum. En mikill stígandi hefur verið á spilamennsku Hafsins nú í síðari hluta deildarinnar því ljóst að þetta verður hörku leikur sem við fáum í kvöld. Lokaleikur kvöldsins er XY gegn Fylki. Fylkismenn hafa spilað frábærlega í deildinni í haust og eru komnir með verðskuldaðann miða á stórmeistaramótið. Það er til mikils að vinna fyrir XY því með sigri tryggja þeir sér sæti í deildinni á næsta tímabili en hætta annars á umspil. Fyrsta viðureign kvöldsins hefst kl 19:30 og verður sýnd á Stöð 2 esport og hér á Vísi. Leikir kvöldsins verða samkvæmt dagskrá hér að neðan. 19:30 KR - Exile 20:30 HaFiÐ - Dusty 21:30 XY - Fylkir Útsending er hefst kl 19:15 og stendur yfir fram eftir kvöldi og hægt er að fylgjast með henni hérna.
KR Fylkir Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti