Telur ekki ástæðu til að leggja til hertari aðgerðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2020 21:27 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að grípa til harðari samkomutakmarkana og sóttvarnaráðstafnir hér á landi, til að kveða niður þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Hann telur að núverandi takmarkanir ættu þó áfram að vera í gildi. Þetta kom fram í máli hans í umræðuþætti um Covid-19 á RÚV í kvöld. „Við erum búin að vera með tiltölulega harðar aðgerðir, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, núna undanfarið. Ég hef fulla trú á því að þær aðgerðir muni virka til að ná þessari kúrfu niður. Ég held að það muni taka aðeins tíma. Ég hef talað um eina til tvær vikur þangað til við förum að sjá árangur, og svo mun það sennilega ganga hægt,“ sagði Þórólfur í þættinum í kvöld. Hann bætti við að hann teldi ekki ástæðu til þess að herða aðgerðir frekar og kvaðst ekki munu leggja það til við heilbrigðisráðherra. Hann teldi að þær takmarkanir sem nú eru í gildi þyrftu að vera það áfram. Vildi að þetta væri eins og tölvuleikur Aðspurður hvort ekki væri hægt að halda samfélaginu gangandi á sem eðlilegastan hátt, samhliða því að vernda viðkvæma hópa, sagðist Þórólfur vilja óska þess að hægt væri að gera eins og í tölvuleik. „Við bara værum með stýripinna og myndum stjórna nákvæmlega hverjir fengju veikina, hvaða hraustu einstaklingar sem ekki myndu fara illa út úr veikinni myndu veikjast. Svo gætum við aðeins gefið í og slakað á, en það er bara ekki þannig,“ sagði Þórólfur. Hann segir auðvelt að missa faraldurinn úr höndunum ef of mikið er slakað á aðgerðum. „Þá fer þetta bara út um allt og áður en maður veit af er þetta komið í viðkvæma hópa, sama hvað við gerum,“ sagði Þórólfur og benti á að hingað til hefði gengið vel að vernda íbúa hjúkrunarheimila og aðra viðkvæma hópa. Þrátt fyrir það hafi veiran náð að koma sér þar inn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að grípa til harðari samkomutakmarkana og sóttvarnaráðstafnir hér á landi, til að kveða niður þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Hann telur að núverandi takmarkanir ættu þó áfram að vera í gildi. Þetta kom fram í máli hans í umræðuþætti um Covid-19 á RÚV í kvöld. „Við erum búin að vera með tiltölulega harðar aðgerðir, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, núna undanfarið. Ég hef fulla trú á því að þær aðgerðir muni virka til að ná þessari kúrfu niður. Ég held að það muni taka aðeins tíma. Ég hef talað um eina til tvær vikur þangað til við förum að sjá árangur, og svo mun það sennilega ganga hægt,“ sagði Þórólfur í þættinum í kvöld. Hann bætti við að hann teldi ekki ástæðu til þess að herða aðgerðir frekar og kvaðst ekki munu leggja það til við heilbrigðisráðherra. Hann teldi að þær takmarkanir sem nú eru í gildi þyrftu að vera það áfram. Vildi að þetta væri eins og tölvuleikur Aðspurður hvort ekki væri hægt að halda samfélaginu gangandi á sem eðlilegastan hátt, samhliða því að vernda viðkvæma hópa, sagðist Þórólfur vilja óska þess að hægt væri að gera eins og í tölvuleik. „Við bara værum með stýripinna og myndum stjórna nákvæmlega hverjir fengju veikina, hvaða hraustu einstaklingar sem ekki myndu fara illa út úr veikinni myndu veikjast. Svo gætum við aðeins gefið í og slakað á, en það er bara ekki þannig,“ sagði Þórólfur. Hann segir auðvelt að missa faraldurinn úr höndunum ef of mikið er slakað á aðgerðum. „Þá fer þetta bara út um allt og áður en maður veit af er þetta komið í viðkvæma hópa, sama hvað við gerum,“ sagði Þórólfur og benti á að hingað til hefði gengið vel að vernda íbúa hjúkrunarheimila og aðra viðkvæma hópa. Þrátt fyrir það hafi veiran náð að koma sér þar inn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
„Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32