Efling nefnir fyrirtæki á svörtum lista sínum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2020 11:39 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Hún átti í töluverðum útistöðum við Árna Val Sólonsson hótelstjóra þegar á verkfalli félagsmanna Eflingar stóð í fyrra. Árni Valur segir fyrirtæki sitt komið í gjaldþrot en að fólk fái launin sín á endanum. Vísir/Vilhelm 23 starfsmenn Bryggjunnar brugghúss eiga inni laun hjá fyrirtækinu sem farið er í þrot. Sömu sögu er að segja um ellefu starfsmenn City Park Hotels og þrettán starfsmenn Messans en fyrirtækin eru einnig farin í þrot. Þetta kemur fram í nýrri ársfjórðungsskýrslu Eflingar sem stéttarfélagið birtir á vef sínum. Eigandi City Park Hotels segir að fólkið fái launin sín þótt það taki tíma. Til þess greiði fyrirtæki í tryggingarsjóð launa. Rektrarfélag Bryggjunnar brugghús var úrskurðað gjaldþrota í apríl. Um var að ræða veitingastað á Grandanum í vesturbæ Reykjavíkur sem sérhæfði sig í bjór. Engar eignir fundust í þrotabúinu en gjaldþrotaskiptum lauk í júlí. Sólveig Anna Jónsdóttir.Vísir/Vilhelm Árni Valur Sólonsson, sem rak City Park Hotel í Ármúla og Capital-Inn í Suðurhlíð, segir rekstrarfélagið hafa farið í þrot vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég veit ekki til hvers er verið að birta þetta,“ segir Árni Valur. Launakröfurnar hafi komið í kjölfar gjaldþrotsins en fólkið fái launin sín greidd. „Til þess er tryggingarsjóður launa. Fólk fær þetta greitt,“ segir Árni Valur. Það taki bara smá tíma. 42 milljóna króna kröfur á þrjú fyrirtæki Samkvæmt gögnum Eflingar nema launakröfur 23 starfsmenna Bryggjunar rúmlega 27 milljónum króna. Ellefu starfsmenn City Park og Capital inn eru með tæplega tíu milljóna króna kröfu samanlagt. Þá eru þrettán launakröfur á veitingastaðinn Messann upp á rúmlega fimm milljónir króna. Stundin hefur fjallað um erfiða stöðu starfsfólks Messans sem barðist fyrir launum sínum. Efling vekur athygli á því að kjaramálasvið Eflingar hafi fengið vitneskju um nokkra rekstraraðila sem hafi farið í gjaldþrot með vangoldin laun en hafið sams konar starfsemi á nýrri kennitölu. „Algengt er að þessir rekstraraðilar ráði aftur til sín starfsmenn úr gjaldþrota fyrirtækjum sínum án þess að hafa gert upp við þá eldri launakröfur. Oft falla launakröfur á Ábyrgðarsjóð launa sem þýðir að langan tíma getur tekið fyrir starfsmenn að innheimta vangoldin laun fyrir störf sín í fyrra fyrirtæki,“ segir á vef Eflingar. Eru veitingastaðurinn Primo í Þingholtsstræti 1 og þrifafyrirtækið Topp þrif nefnd til sögunnar. „Dæmi um þetta er veitingastaðurinn Primo í Þingholtsstræti 1 sem hefur verið skráður hjá fyrirtækjaskrá undir tveimur heitum sem í dag eru gjaldþrota og með útistandandi launakröfur frá Eflingu (Harrow house ehf. kt. 600511-0840 og Ítalskt ehf. kt. 520912-1260). Í dag er veitingastaðurinn í rekstri sömu aðila en á á nýrri kennitölu (Garda ehf. kt. 490720-1460). Annað dæmi er þrifafyrirtækið Topp þrif sem hefur verið skráð undir nöfnunum Tipp Topp þrif ehf. (kt. 430518-1270) og N 32 þrif ehf. (kt. 560519-0600).Í dag er það í rekstri undir heitinu Topp Þrif ehf. (kt. 491219-0840),“ segir á vef Eflingar. Segist ekkert tengjast fyrri rekstraraðilum Vísir hafði samband við Kristján Nóa Sæmundssson sem opnaði á dögunum veitingastaðinn Primo í Þingholtsstræti 1 á þeirri kennitölu sem Efling nefnir á heimasíðu sinni. Kristján Nói segir nýja rekstur sinn ekkert tengjast fyrri aðilum sem hafi verið með veitingarekstur á staðnum, undir sama nafni. Aðspurður segir hann annað starfsfólk vera hjá sér en hafi verið hjá fyrri eigendum. „Við komum inn í þetta í júlí, eftir lokun í vor. Þá var þessu lokið. Við komum inn, höldum merki Primo en þetta eru allt aðrir aðilar og ekkert tengdir okkur.“ Vinnumarkaður Kjaramál Veitingastaðir Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
23 starfsmenn Bryggjunnar brugghúss eiga inni laun hjá fyrirtækinu sem farið er í þrot. Sömu sögu er að segja um ellefu starfsmenn City Park Hotels og þrettán starfsmenn Messans en fyrirtækin eru einnig farin í þrot. Þetta kemur fram í nýrri ársfjórðungsskýrslu Eflingar sem stéttarfélagið birtir á vef sínum. Eigandi City Park Hotels segir að fólkið fái launin sín þótt það taki tíma. Til þess greiði fyrirtæki í tryggingarsjóð launa. Rektrarfélag Bryggjunnar brugghús var úrskurðað gjaldþrota í apríl. Um var að ræða veitingastað á Grandanum í vesturbæ Reykjavíkur sem sérhæfði sig í bjór. Engar eignir fundust í þrotabúinu en gjaldþrotaskiptum lauk í júlí. Sólveig Anna Jónsdóttir.Vísir/Vilhelm Árni Valur Sólonsson, sem rak City Park Hotel í Ármúla og Capital-Inn í Suðurhlíð, segir rekstrarfélagið hafa farið í þrot vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég veit ekki til hvers er verið að birta þetta,“ segir Árni Valur. Launakröfurnar hafi komið í kjölfar gjaldþrotsins en fólkið fái launin sín greidd. „Til þess er tryggingarsjóður launa. Fólk fær þetta greitt,“ segir Árni Valur. Það taki bara smá tíma. 42 milljóna króna kröfur á þrjú fyrirtæki Samkvæmt gögnum Eflingar nema launakröfur 23 starfsmenna Bryggjunar rúmlega 27 milljónum króna. Ellefu starfsmenn City Park og Capital inn eru með tæplega tíu milljóna króna kröfu samanlagt. Þá eru þrettán launakröfur á veitingastaðinn Messann upp á rúmlega fimm milljónir króna. Stundin hefur fjallað um erfiða stöðu starfsfólks Messans sem barðist fyrir launum sínum. Efling vekur athygli á því að kjaramálasvið Eflingar hafi fengið vitneskju um nokkra rekstraraðila sem hafi farið í gjaldþrot með vangoldin laun en hafið sams konar starfsemi á nýrri kennitölu. „Algengt er að þessir rekstraraðilar ráði aftur til sín starfsmenn úr gjaldþrota fyrirtækjum sínum án þess að hafa gert upp við þá eldri launakröfur. Oft falla launakröfur á Ábyrgðarsjóð launa sem þýðir að langan tíma getur tekið fyrir starfsmenn að innheimta vangoldin laun fyrir störf sín í fyrra fyrirtæki,“ segir á vef Eflingar. Eru veitingastaðurinn Primo í Þingholtsstræti 1 og þrifafyrirtækið Topp þrif nefnd til sögunnar. „Dæmi um þetta er veitingastaðurinn Primo í Þingholtsstræti 1 sem hefur verið skráður hjá fyrirtækjaskrá undir tveimur heitum sem í dag eru gjaldþrota og með útistandandi launakröfur frá Eflingu (Harrow house ehf. kt. 600511-0840 og Ítalskt ehf. kt. 520912-1260). Í dag er veitingastaðurinn í rekstri sömu aðila en á á nýrri kennitölu (Garda ehf. kt. 490720-1460). Annað dæmi er þrifafyrirtækið Topp þrif sem hefur verið skráð undir nöfnunum Tipp Topp þrif ehf. (kt. 430518-1270) og N 32 þrif ehf. (kt. 560519-0600).Í dag er það í rekstri undir heitinu Topp Þrif ehf. (kt. 491219-0840),“ segir á vef Eflingar. Segist ekkert tengjast fyrri rekstraraðilum Vísir hafði samband við Kristján Nóa Sæmundssson sem opnaði á dögunum veitingastaðinn Primo í Þingholtsstræti 1 á þeirri kennitölu sem Efling nefnir á heimasíðu sinni. Kristján Nói segir nýja rekstur sinn ekkert tengjast fyrri aðilum sem hafi verið með veitingarekstur á staðnum, undir sama nafni. Aðspurður segir hann annað starfsfólk vera hjá sér en hafi verið hjá fyrri eigendum. „Við komum inn í þetta í júlí, eftir lokun í vor. Þá var þessu lokið. Við komum inn, höldum merki Primo en þetta eru allt aðrir aðilar og ekkert tengdir okkur.“
Vinnumarkaður Kjaramál Veitingastaðir Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent