Átta milljónir kórónuveirusmita í Bandaríkjunum Sylvía Hall skrifar 17. október 2020 07:52 Faraldurinn er í töluverðum vexti vestanhafs um þessar mundir og hefur metfjöldi tilfella verið staðfestur í mörgum ríkjum Bandaríkjanna undanfarna daga. Vísir/Getty Fjöldi staðfestra smita í Bandaríkjunum fór yfir átta milljónir á föstudag og fer þeim ört fjölgandi. Að meðaltali hafa 53 þúsund smit greinst á hverjum degi undanfarna vikuna og er það 55 prósent aukning undanfarin mánuð að því er fram kemur á vef CNN. Þar er vísað til tölfræði John Hopkins-háskólans en samkvæmt tölum gærdagsins var um metfjölda smita að ræða í fjórum ríkjum; Idaho, Illinois, Norður-Karólínu og Wyoming. Ólíkt fyrri bylgjum faraldursins er fjölgunin að eiga sér stað í öllum landshlutum. Þannig voru fleiri tilfelli staðfest í þrjátíu ríkjum þessa vikuna samanborið við vikuna áður. Fjórtán ríki náðu nýjum hæðum í fjölda greindra og þurftu fleiri á sjúkrahúsinnlögn að halda. Hátt í 220 þúsund hafa látist af völdum kórónuveirunnar vestanhafs. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, er uggandi yfir þróuninni.AP/Alex Brandon Óttast fleiri smit yfir vetrartímann Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, segir þróunina uggvænlega fyrir komandi vetur. „Við erum á vondum stað núna. Við verðum að snúa þessari þróun við.“ Hann segist hafa trú á bandarísku þjóðinni og telur hana átta sig á því að stórt vandamál sé fyrir höndum. Til þess að geta haldið samfélaginu gangandi þurfi fólk að huga að sóttvörnum. Fauci nefnir fimm hluti sem geta skipt sköpum í baráttunni við veiruna. Telur hann nauðsynlegt að fólk noti andlitsgrímur á almannafæri, viðhaldi fjarlægð frá öðrum, forðist hópamyndun, stundi útivist og þvo sér reglulega um hendurnar. Þannig sé hægt að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. „Þetta vandamál er of mikilvægt. Ég hef helgað lífi mínu í að berjast gegn smitsjúkdómum. Þetta er faraldur af sögulegri stærð sem við höfum ekki séð í 102 ár,“ sagði Fauci, sem ætlar sér að halda áfram baráttunni óháð því hver vinnur forsetakosningarnar í nóvember næstkomandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hefja tilraunir með nýtt bóluefni í einum skammti Stærsta alþjóðlega tilraunin með bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, til þessa er hafin í Bandaríkjunum. 23. september 2020 16:30 Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01 Ósáttur við að hafa verið slitinn úr samhengi í auglýsingu Trumps 11. október 2020 23:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Fjöldi staðfestra smita í Bandaríkjunum fór yfir átta milljónir á föstudag og fer þeim ört fjölgandi. Að meðaltali hafa 53 þúsund smit greinst á hverjum degi undanfarna vikuna og er það 55 prósent aukning undanfarin mánuð að því er fram kemur á vef CNN. Þar er vísað til tölfræði John Hopkins-háskólans en samkvæmt tölum gærdagsins var um metfjölda smita að ræða í fjórum ríkjum; Idaho, Illinois, Norður-Karólínu og Wyoming. Ólíkt fyrri bylgjum faraldursins er fjölgunin að eiga sér stað í öllum landshlutum. Þannig voru fleiri tilfelli staðfest í þrjátíu ríkjum þessa vikuna samanborið við vikuna áður. Fjórtán ríki náðu nýjum hæðum í fjölda greindra og þurftu fleiri á sjúkrahúsinnlögn að halda. Hátt í 220 þúsund hafa látist af völdum kórónuveirunnar vestanhafs. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, er uggandi yfir þróuninni.AP/Alex Brandon Óttast fleiri smit yfir vetrartímann Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, segir þróunina uggvænlega fyrir komandi vetur. „Við erum á vondum stað núna. Við verðum að snúa þessari þróun við.“ Hann segist hafa trú á bandarísku þjóðinni og telur hana átta sig á því að stórt vandamál sé fyrir höndum. Til þess að geta haldið samfélaginu gangandi þurfi fólk að huga að sóttvörnum. Fauci nefnir fimm hluti sem geta skipt sköpum í baráttunni við veiruna. Telur hann nauðsynlegt að fólk noti andlitsgrímur á almannafæri, viðhaldi fjarlægð frá öðrum, forðist hópamyndun, stundi útivist og þvo sér reglulega um hendurnar. Þannig sé hægt að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. „Þetta vandamál er of mikilvægt. Ég hef helgað lífi mínu í að berjast gegn smitsjúkdómum. Þetta er faraldur af sögulegri stærð sem við höfum ekki séð í 102 ár,“ sagði Fauci, sem ætlar sér að halda áfram baráttunni óháð því hver vinnur forsetakosningarnar í nóvember næstkomandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hefja tilraunir með nýtt bóluefni í einum skammti Stærsta alþjóðlega tilraunin með bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, til þessa er hafin í Bandaríkjunum. 23. september 2020 16:30 Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01 Ósáttur við að hafa verið slitinn úr samhengi í auglýsingu Trumps 11. október 2020 23:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Hefja tilraunir með nýtt bóluefni í einum skammti Stærsta alþjóðlega tilraunin með bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, til þessa er hafin í Bandaríkjunum. 23. september 2020 16:30
Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01