Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Sylvía Hall skrifar 17. október 2020 14:42 Blóm hafa verið lögð við skólann sem kennarinn kenndi við. AP/Michel Euler Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. Franska lögreglan rannsakar morðið sem hyrðjuverk en Paty var hálshöggvinn af manni sem vopnaður var stórum hníf. Níu eru nú í haldi lögreglu vegna morðsins en árásarmaðurinn var átján ára gamall að sögn lögreglu. Paty var sögu- og landafræðikennari og hafði sýnt skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund. Um klukkan 17:00 að staðartíma í gær var hann myrtur nærri skóla í úthverfinu en árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglumönnum. Níu hafa verið handteknir í tengslum við málið, þar á meðal foreldrar barns í skólanum sem Paty kenndi við að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Þá vekur athygli að árásin átti sér stað nú þegar réttarhöld fara fram vegna árásar á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París árið 2015, sem hafði endurbirt myndir af spámanninum. Myndbirtingin leiddi til mikillar reiði meðal múslima og á endanum til árásarinnar. Al-Qaeda á Arabíuskaganum lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Franskir miðlar greina frá því að kennaranum höfðu borist hótanir eftir kennslustundina þar sem hann sýndi myndirnar. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði árásina bera öll einkenni hryðjuverkaárásar og fordæmdi verknaðinn. Sagði hann Paty hafa verið myrtan fyrir það að hafa kennt nemendum sínum tjáningarfrelsi og að árásin myndi ekki sundra frönsku þjóðinni. Nemendur eru sagðir vera í áfalli vegna morðsins. Einn nemanda hans sagði hann hafa verið kennari sem elskaði starf sitt og hafði raunverulega ástríðu fyrir því að kenna þeim. Frakkland Tengdar fréttir Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20 Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. Franska lögreglan rannsakar morðið sem hyrðjuverk en Paty var hálshöggvinn af manni sem vopnaður var stórum hníf. Níu eru nú í haldi lögreglu vegna morðsins en árásarmaðurinn var átján ára gamall að sögn lögreglu. Paty var sögu- og landafræðikennari og hafði sýnt skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund. Um klukkan 17:00 að staðartíma í gær var hann myrtur nærri skóla í úthverfinu en árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglumönnum. Níu hafa verið handteknir í tengslum við málið, þar á meðal foreldrar barns í skólanum sem Paty kenndi við að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Þá vekur athygli að árásin átti sér stað nú þegar réttarhöld fara fram vegna árásar á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París árið 2015, sem hafði endurbirt myndir af spámanninum. Myndbirtingin leiddi til mikillar reiði meðal múslima og á endanum til árásarinnar. Al-Qaeda á Arabíuskaganum lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Franskir miðlar greina frá því að kennaranum höfðu borist hótanir eftir kennslustundina þar sem hann sýndi myndirnar. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði árásina bera öll einkenni hryðjuverkaárásar og fordæmdi verknaðinn. Sagði hann Paty hafa verið myrtan fyrir það að hafa kennt nemendum sínum tjáningarfrelsi og að árásin myndi ekki sundra frönsku þjóðinni. Nemendur eru sagðir vera í áfalli vegna morðsins. Einn nemanda hans sagði hann hafa verið kennari sem elskaði starf sitt og hafði raunverulega ástríðu fyrir því að kenna þeim.
Frakkland Tengdar fréttir Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20 Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20
Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32