Um mannanöfn – heimsókn til Rosss Þórir Helgi Sigvaldason skrifar 17. október 2020 20:01 Fyrir Alþingi liggur frumvarp til nýrra laga um mannanöfn. Til stendur að afnema helstu takmarkanir á rétti manna til þess að velja sér og afkomendum sínum nöfn og leggja niður eina alræmdustu stjórnsýslunefnd landsins, mannanafnanefnd. Þetta er mikil réttarbót, enda er vafasamt að festa menningarlega þætti líkt og nafnahefð í sessi með lögum. Hvað þá að festa niður nafnahefðina eins og hún var við gildistöku núverandi laga um mannanöfn í ársbyrjun 1997. Fólk hefur auðvitað misjafnar skoðanir á þessu. Sumir óttast eflaust að næsta kynslóð Íslendinga muni öll bera ómöguleg nöfn. Þeir óttast kannski að eiginnöfn næstu kynslóða muni ekki taka eignarfallsendinguna -s (getur þú ímyndað þér að fara í heimsókn til Ross? Rosss? Ross‘s?). Jafnvel óttast þeir að fólk skreyti sig með ættarnöfnum, en núverandi fyrirkomulag tryggir að aðeins útvaldir geti gert slíkt. Reynslan verður að skera úr um hvort Íslendingum sé treystandi til þess að velja sér nöfn. Hvað sem líður skoðunum fólks á afskiptum stjórnvalda af nöfnum fólks er ljóst að núverandi kerfi þarf að breyta. Ef ekki vegna ríkjandi samfélagsviðhorfa, þá einfaldlega vegna þess að núverandi kerfi er andstætt grundvallarrétti einstaklinga til friðhelgi einkalífsins, sem nýtur verndar bæði stjórnarskrár Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Sjálfræði, að vera “gerandi í eigin lífi”, er grundvallarþáttur í friðhelgi einkalífsins. Í því felst rétturinn til þess að velja sér og afkomendum sínum nöfn. Þetta staðfesti Mannréttindadómstóll Evrópu árið 1996 í máli Guillot gegn Frakklandi. Bæði Mannréttindasáttmáli Evrópu og stjórnarskrá Íslands hafa mælikvarða til þess að skera úr um hvort skerðing á réttindum sé lögmæt. Í mjög einfölduðu máli má orða það þannig að skerðing réttindanna þurfi að vera nauðsynleg til þess að ná lögmætum markmiðum og má skerðingin ekki ganga lengra en nauðsynlegt er. Við mat á því hvort takmarkanir á réttinum til að velja sér nafn séu lögmætar hefur Mannréttindadómstóll Evrópu lagt til grundvallar strangan mælikvarða (áhugasömum er bent á niðurstöður dómstólsins í málum Johansson gegn Finnlandi frá 2007 og Burghartz gegn Sviss frá 1994). Íslenskir dómstólar hafa einnig fjallað um takmarkanir á réttinum til að velja sér nafn og komist að þeirri niðurstöðu að úrskurðir mannanafnanefndar hafi brotið gegn stjórnarskrárvernduðum réttindum einstaklinga. Hér má nefna þrjá dóma Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem tekist var á um nöfnin Reykdal, Gests og Blær. Í síðastnefnda málinu kollvarpaði dómstóllinn reglunni um að stúlkum skuli gefin stúlknanöfn og drengjum drengjanöfn með vísan til stjórnarskrárvarinna réttinda stúlkunnar sem vildi heita Blær. Ekki er öfundsvert að eiga sæti í mannanafnanefnd í kjölfar þessara dóma enda hefur nefndin í reynd starfað eftir reglum sem dómstólar hafa talið andstæðar stjórnarskrá, án þess að stjórnvöld hafi haft þor til þess að áfrýja málunum til Hæstaréttar eða breyta lögunum. Þar til nú. Þar sem núverandi lög um mannanöfn samrýmast ekki grundvallarrétti einstaklinga til þess að njóta friðhelgi einkalífs án afskipta stjórnvalda er í raun algjörlega óþarfi að takast á um fyrirhugaðar breytingar. Þeir sem telja nauðsynlegt að stjórnvöld sjái borgurum fyrir slíkum reglum þurfa því fyrst að breyta stjórnarskránni, og helst einnig Mannréttindasáttmála Evrópu. Líklega er einfalt að ná sambandi við stjórnarskrárfélagið varðandi slíkt en undirrituðum er ekki kunnugt um hvern best er að tala við um breytingar á mannréttindasáttmálanum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannanöfn Mest lesið Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp til nýrra laga um mannanöfn. Til stendur að afnema helstu takmarkanir á rétti manna til þess að velja sér og afkomendum sínum nöfn og leggja niður eina alræmdustu stjórnsýslunefnd landsins, mannanafnanefnd. Þetta er mikil réttarbót, enda er vafasamt að festa menningarlega þætti líkt og nafnahefð í sessi með lögum. Hvað þá að festa niður nafnahefðina eins og hún var við gildistöku núverandi laga um mannanöfn í ársbyrjun 1997. Fólk hefur auðvitað misjafnar skoðanir á þessu. Sumir óttast eflaust að næsta kynslóð Íslendinga muni öll bera ómöguleg nöfn. Þeir óttast kannski að eiginnöfn næstu kynslóða muni ekki taka eignarfallsendinguna -s (getur þú ímyndað þér að fara í heimsókn til Ross? Rosss? Ross‘s?). Jafnvel óttast þeir að fólk skreyti sig með ættarnöfnum, en núverandi fyrirkomulag tryggir að aðeins útvaldir geti gert slíkt. Reynslan verður að skera úr um hvort Íslendingum sé treystandi til þess að velja sér nöfn. Hvað sem líður skoðunum fólks á afskiptum stjórnvalda af nöfnum fólks er ljóst að núverandi kerfi þarf að breyta. Ef ekki vegna ríkjandi samfélagsviðhorfa, þá einfaldlega vegna þess að núverandi kerfi er andstætt grundvallarrétti einstaklinga til friðhelgi einkalífsins, sem nýtur verndar bæði stjórnarskrár Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Sjálfræði, að vera “gerandi í eigin lífi”, er grundvallarþáttur í friðhelgi einkalífsins. Í því felst rétturinn til þess að velja sér og afkomendum sínum nöfn. Þetta staðfesti Mannréttindadómstóll Evrópu árið 1996 í máli Guillot gegn Frakklandi. Bæði Mannréttindasáttmáli Evrópu og stjórnarskrá Íslands hafa mælikvarða til þess að skera úr um hvort skerðing á réttindum sé lögmæt. Í mjög einfölduðu máli má orða það þannig að skerðing réttindanna þurfi að vera nauðsynleg til þess að ná lögmætum markmiðum og má skerðingin ekki ganga lengra en nauðsynlegt er. Við mat á því hvort takmarkanir á réttinum til að velja sér nafn séu lögmætar hefur Mannréttindadómstóll Evrópu lagt til grundvallar strangan mælikvarða (áhugasömum er bent á niðurstöður dómstólsins í málum Johansson gegn Finnlandi frá 2007 og Burghartz gegn Sviss frá 1994). Íslenskir dómstólar hafa einnig fjallað um takmarkanir á réttinum til að velja sér nafn og komist að þeirri niðurstöðu að úrskurðir mannanafnanefndar hafi brotið gegn stjórnarskrárvernduðum réttindum einstaklinga. Hér má nefna þrjá dóma Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem tekist var á um nöfnin Reykdal, Gests og Blær. Í síðastnefnda málinu kollvarpaði dómstóllinn reglunni um að stúlkum skuli gefin stúlknanöfn og drengjum drengjanöfn með vísan til stjórnarskrárvarinna réttinda stúlkunnar sem vildi heita Blær. Ekki er öfundsvert að eiga sæti í mannanafnanefnd í kjölfar þessara dóma enda hefur nefndin í reynd starfað eftir reglum sem dómstólar hafa talið andstæðar stjórnarskrá, án þess að stjórnvöld hafi haft þor til þess að áfrýja málunum til Hæstaréttar eða breyta lögunum. Þar til nú. Þar sem núverandi lög um mannanöfn samrýmast ekki grundvallarrétti einstaklinga til þess að njóta friðhelgi einkalífs án afskipta stjórnvalda er í raun algjörlega óþarfi að takast á um fyrirhugaðar breytingar. Þeir sem telja nauðsynlegt að stjórnvöld sjái borgurum fyrir slíkum reglum þurfa því fyrst að breyta stjórnarskránni, og helst einnig Mannréttindasáttmála Evrópu. Líklega er einfalt að ná sambandi við stjórnarskrárfélagið varðandi slíkt en undirrituðum er ekki kunnugt um hvern best er að tala við um breytingar á mannréttindasáttmálanum. Höfundur er lögmaður.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun