Safnaði tæpri 1,3 milljón til styrktar Bleiku slaufunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2020 22:01 Eggert Unnar safnaði tæpri 1,3 milljón til styrktar Bleiku slaufunni með því að streyma tölvuleikjaspili í sólarhring. Aðsend Eggert Unnar Snæþórsson, tvítugur tölvuleikjakappi, safnaði tæpum 1,3 milljónum króna til styrktar Bleiku slaufunni. Hann safnaði fjárhæðinni með því að spila tölvuleiki í 24 klukkustundir sem var varpað út í beinni og segist hann afar þakklátur öllum sem styrktu þetta verðuga verkefni. Eggert hefur lengi streymt tölvuleikjaspili á netinu og segir hann það hluti af „stream-menningunni“ að streyma til styrktar góðu málefni. Hann hafi alltaf langað að gera það en viljað að það væri fyrir eitthvað sem skipti hann miklu máli. „Mamma mín fékk brjóstakrabbamein á þessu ári þannig að mér fannst bara tilvalið að gera eitthvað gott fyrir bleiku slaufuna,“ segir Eggert Unnar. „Súrrealískt“ að hafa safnað svo hárri upphæð Svokallað „stream“ er þegar fólk spilar tölvuleiki í netinu í beinni og talar við fólk sem er að fylgjast með eða að spila með. Eggert fékk til sín nokkra fræga gesti sem tóku þátt í streyminu. Alan Walker, plötusnúður og framleiðandi, Herra Hnetusmjör rappari, Aron Mola leikari og fleiri komu að streyminu og segist Eggert þeim mjög þakklátur. „Ég vil þakka þeim sem komu og voru með. Ég er mjög þakklátur fyrir þetta allt, þetta fór langt fram úr. Ég gerði YouTube myndband fyrir þetta og sagði þar að í draumaheimi ef næðum við hálfri milljón myndi ég fá mér tattoo og það að safna næstum 1,3 milljón króna er geðbilun, þetta er súrrealískt. Ég er mjög þakklátur,“ segir Eggert Unnar. „Ég planaði þetta bara með viku fyrirvara. Ég sendi bara á þá skilaboð og þekkti alla nema Herra Hnetusmjör fyrir. Þannig að ég sendi bara á þá og spurði hvort við ættum ekki að gera eitthvað gott og þeir voru allir til í þetta.“ Ætlaði að streyma í tólf tíma en það breyttist fljótt Hann segist upprunalega hafa ætlað að streyma í tólf tíma. Það hafi hins vegar undið hratt upp á sig og hann endaði á að spila tölvuleiki í beinni útsendingu í sólarhring. Það hafi verð krefjandi, en hann segist bara hafa sofið í tvo klukkutíma nóttina fyrir streymið vegna þess hve hann var stressaður. „Upprunalega ætlaði ég bara að vera í beinni í tólf tíma en ég var með áskoranir, þannig að ef ég náði ákveðinni upphæð þá gerði ég eitthvað í staðin. Ég vaxaði á mér fótleggina, Alexandra kærastan mín málaði mig og fleira. Einn af þessum hlutum var að ef ég myndi ná 3000 dollurum myndi ég gera 24 tíma „stream.“ Þannig að ég var í beinni í 24 tíma.“ Hann segir streymið hafa gengið svo vel að hann hafi verið beðinn um að gera þetta mánaðarlega. „Þetta gekk svo vel að ég var beðinn um að gera þetta mánaðarlega núna en ég held að það sé aðeins of mikið. En hver veit, við sjáum bara til á næsta ári. Þetta var ótrúlega gaman, þetta var einn af bestu dögum lífs míns þannig kannski geri ég þetta aftur. Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. 14. október 2020 07:00 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Eggert Unnar Snæþórsson, tvítugur tölvuleikjakappi, safnaði tæpum 1,3 milljónum króna til styrktar Bleiku slaufunni. Hann safnaði fjárhæðinni með því að spila tölvuleiki í 24 klukkustundir sem var varpað út í beinni og segist hann afar þakklátur öllum sem styrktu þetta verðuga verkefni. Eggert hefur lengi streymt tölvuleikjaspili á netinu og segir hann það hluti af „stream-menningunni“ að streyma til styrktar góðu málefni. Hann hafi alltaf langað að gera það en viljað að það væri fyrir eitthvað sem skipti hann miklu máli. „Mamma mín fékk brjóstakrabbamein á þessu ári þannig að mér fannst bara tilvalið að gera eitthvað gott fyrir bleiku slaufuna,“ segir Eggert Unnar. „Súrrealískt“ að hafa safnað svo hárri upphæð Svokallað „stream“ er þegar fólk spilar tölvuleiki í netinu í beinni og talar við fólk sem er að fylgjast með eða að spila með. Eggert fékk til sín nokkra fræga gesti sem tóku þátt í streyminu. Alan Walker, plötusnúður og framleiðandi, Herra Hnetusmjör rappari, Aron Mola leikari og fleiri komu að streyminu og segist Eggert þeim mjög þakklátur. „Ég vil þakka þeim sem komu og voru með. Ég er mjög þakklátur fyrir þetta allt, þetta fór langt fram úr. Ég gerði YouTube myndband fyrir þetta og sagði þar að í draumaheimi ef næðum við hálfri milljón myndi ég fá mér tattoo og það að safna næstum 1,3 milljón króna er geðbilun, þetta er súrrealískt. Ég er mjög þakklátur,“ segir Eggert Unnar. „Ég planaði þetta bara með viku fyrirvara. Ég sendi bara á þá skilaboð og þekkti alla nema Herra Hnetusmjör fyrir. Þannig að ég sendi bara á þá og spurði hvort við ættum ekki að gera eitthvað gott og þeir voru allir til í þetta.“ Ætlaði að streyma í tólf tíma en það breyttist fljótt Hann segist upprunalega hafa ætlað að streyma í tólf tíma. Það hafi hins vegar undið hratt upp á sig og hann endaði á að spila tölvuleiki í beinni útsendingu í sólarhring. Það hafi verð krefjandi, en hann segist bara hafa sofið í tvo klukkutíma nóttina fyrir streymið vegna þess hve hann var stressaður. „Upprunalega ætlaði ég bara að vera í beinni í tólf tíma en ég var með áskoranir, þannig að ef ég náði ákveðinni upphæð þá gerði ég eitthvað í staðin. Ég vaxaði á mér fótleggina, Alexandra kærastan mín málaði mig og fleira. Einn af þessum hlutum var að ef ég myndi ná 3000 dollurum myndi ég gera 24 tíma „stream.“ Þannig að ég var í beinni í 24 tíma.“ Hann segir streymið hafa gengið svo vel að hann hafi verið beðinn um að gera þetta mánaðarlega. „Þetta gekk svo vel að ég var beðinn um að gera þetta mánaðarlega núna en ég held að það sé aðeins of mikið. En hver veit, við sjáum bara til á næsta ári. Þetta var ótrúlega gaman, þetta var einn af bestu dögum lífs míns þannig kannski geri ég þetta aftur.
Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. 14. október 2020 07:00 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. 14. október 2020 07:00