Air Atlanta sendir þrjár júmbó-þotur í niðurrif Kristján Már Unnarsson skrifar 18. október 2020 23:01 Júmbó-þotur Air Atlanta hafa meðal annars verið notaðar í pílagrímaflugi fyrir Saudia. Hér er TF-AAK í Surabaya í Indónesíu sumarið 2019 að taka pílagríma um borð á leið til hinnar heilögu borgar Mekka. Þessi sama vél var áður merkt Iron Maiden þegar hún ferjaði bresku rokkhljómsveitina um heiminn. Getty/Suyanto Putramudj. Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. „Farþegaflug félagsins þar í landi hefur verið kjölfestan í rekstri Atlanta, en nú sitja allar sjö B747-400 farþegavélar flugfélagsins óhreyfðar á jörðu niðri og að minnsta kosti tvær til þrjár þeirra á leið í niðurrif fljótlega,“ segir í tilkynningu Air Atlanta. Þoturnar verða rifnar í Bretlandi, á Cotswold-flugvelli í Kemble norðaustur af Bristol, í samvinnu við viðurkennt niðurrifsfyrirtæki, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Varahlutir verða þannig vottaðir og endurnýttir. Félagið hefur áður sent þangað til niðurrifs nokkrar af eldri 747-400 farþegavélum sínum, sem teknar hafa verið úr rekstri. Air Atlanta hefur einnig sinnt fraktflugi á Boeing 747 fyrir Saudi Arabian Airlines. Hér er TF-AMB á flugvellinum í Liege í Belgíu.Getty/Fabrizio Gandolfo. Fyrsta þotan í ferlinu núna verður TF-AAC og verður henni flogið til Cotswold á komandi dögum. Hinar vélarnar, sem fyrir liggur að endi starfsævina á næstu mánuðum, TF-AAD og TF-AAH, fylgja í kjölfarið eftir áramót. Áætlað er að niðurrifsferlið fyrir hverja vél geti tekið allt að 12 mánuði. TF-AAC var upphaflega smíðuð fyrir All Nippon Airways og bar þá japanskt skrásetningarnúmer. Hún flaug fyrst í febrúar árið 1999 en Air Atlanta eignaðist hana árið 2012. TF-AAD kom til Air Atlanta árið 2012 en hún var smíðuð fyrr Malaysia Airlines árið 1997. Yngsta þotan, TF-AAH, flaug fyrst árið 2002, einnig fyrir Malaysia Airlines, en komst í eigu Air Atlanta árið 2014. Boeing 747, júmbó-þotan, hefur verið sannkölluð drottning háloftanna undanfarna hálfa öld, en er óðum að hverfa úr notkun sem farþegaflugvél. Hún er þó talin eiga nokkra áratugi eftir sem fraktþota, enda enn í smíðum sem slík. Boeing á eftir að afgreiða á annan tug pantana, sem og tvær nýjar Air Force One fyrir Bandaríkjaforseta. Hér má fræðast um sögu Boeing 747: Fréttir af flugi Boeing Air Atlanta Tengdar fréttir Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25 British Airways leggur júmbó-þotunni Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni 17. júlí 2020 08:26 Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Sjá meira
Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. „Farþegaflug félagsins þar í landi hefur verið kjölfestan í rekstri Atlanta, en nú sitja allar sjö B747-400 farþegavélar flugfélagsins óhreyfðar á jörðu niðri og að minnsta kosti tvær til þrjár þeirra á leið í niðurrif fljótlega,“ segir í tilkynningu Air Atlanta. Þoturnar verða rifnar í Bretlandi, á Cotswold-flugvelli í Kemble norðaustur af Bristol, í samvinnu við viðurkennt niðurrifsfyrirtæki, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Varahlutir verða þannig vottaðir og endurnýttir. Félagið hefur áður sent þangað til niðurrifs nokkrar af eldri 747-400 farþegavélum sínum, sem teknar hafa verið úr rekstri. Air Atlanta hefur einnig sinnt fraktflugi á Boeing 747 fyrir Saudi Arabian Airlines. Hér er TF-AMB á flugvellinum í Liege í Belgíu.Getty/Fabrizio Gandolfo. Fyrsta þotan í ferlinu núna verður TF-AAC og verður henni flogið til Cotswold á komandi dögum. Hinar vélarnar, sem fyrir liggur að endi starfsævina á næstu mánuðum, TF-AAD og TF-AAH, fylgja í kjölfarið eftir áramót. Áætlað er að niðurrifsferlið fyrir hverja vél geti tekið allt að 12 mánuði. TF-AAC var upphaflega smíðuð fyrir All Nippon Airways og bar þá japanskt skrásetningarnúmer. Hún flaug fyrst í febrúar árið 1999 en Air Atlanta eignaðist hana árið 2012. TF-AAD kom til Air Atlanta árið 2012 en hún var smíðuð fyrr Malaysia Airlines árið 1997. Yngsta þotan, TF-AAH, flaug fyrst árið 2002, einnig fyrir Malaysia Airlines, en komst í eigu Air Atlanta árið 2014. Boeing 747, júmbó-þotan, hefur verið sannkölluð drottning háloftanna undanfarna hálfa öld, en er óðum að hverfa úr notkun sem farþegaflugvél. Hún er þó talin eiga nokkra áratugi eftir sem fraktþota, enda enn í smíðum sem slík. Boeing á eftir að afgreiða á annan tug pantana, sem og tvær nýjar Air Force One fyrir Bandaríkjaforseta. Hér má fræðast um sögu Boeing 747:
Fréttir af flugi Boeing Air Atlanta Tengdar fréttir Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25 British Airways leggur júmbó-þotunni Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni 17. júlí 2020 08:26 Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Sjá meira
Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25
British Airways leggur júmbó-þotunni Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni 17. júlí 2020 08:26
Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08