Sport

Óttaðist um líf sitt eftir að hafa reynt að slá heimsmet Hafþórs í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafþór Júlíus Björnsson og mennirnir sem mistókst að slá heimsmet hans í gær.
Hafþór Júlíus Björnsson og mennirnir sem mistókst að slá heimsmet hans í gær. Instagram/Samsett

Fjallið á enn heimsmetið í réttstöðulyftu þótt að hann hafi sjálfur undirbúið sig undir það á samfélagsmiðlum, að hann væri að fara að missa það í gær.

Heimsmet í réttstöðulyftu er nefnilega enn í eigu Hafþórs Júlíusar Björnssonar þrátt fyrir alveg atlögu í gær. Rússneski kraftajötuninn Ivan Makarov reyndi við metið í gær en náði ekki að lyfta 502 kílóum.

Hafþór Júlíus sló heimsmetið í beinni á ESPN í vor þegar hann lyfti 501 kílói. Hafþór talaði sjálfur um að hafa geta lyft 510 kílóum og einhverjir sögðu hann geta lyft allt að 528 kílóum.

Metið var áður í eigu Eddie Hall sem lyfti á sínum tíma 500 kílóum. Hafþór lét sér nægja að hækka um eitt kíló.

Þeir félagar hafa deilt mikið á opinberum vettvangi í langan tíma en ætla að gera upp sín mál í hnefaleikahring í Las Vegas á næsta ári.

Hafþór Júlíus auglýsti sjálfur heimsmetstilraun Ivans Makarov á samfélagsmiðlum sínum í gær en þegar á reyndi þá var Rússinn ekki nógu sterkur.

Ivan Makarov reyndi hvað hann gat eins og sjá má hér fyrir neðan. Átökin voru gríðarleg og hann þyrfti hjálp eftir að honum mistókst að koma þyngdinni upp.

View this post on Instagram

. , , 100%, , , 450 , , , , , . , , . . , , Strongman .

A post shared by Ivan Makarov (@ivan_makarovstrong) on

„Í dag var ekki minn dagur. Fyrirgefið mér vinir mínir fyrir að hafa ekki staðið undir væntingum. Ég var hundrað prósent klár en eitthvað gerðist sem ég var ekki undirbúinn fyrir,“ skrifaði Ivan Makarov á Instagram síðu sína.

„Eftir að ég lyfti 450 kílóum þá fór ég að vinna fyrir miklum þrýtingi í höfðinu. Þetta var mjög mikill sársauki og þótt að ég sé vanur því að þola sársauka þá gat ég ekki þolað þennan sársauka,“ skrifaði Ivan Makarov og sagðist hafa um tíma óttast um líf sitt.

„Ég er ánægður með að hafa lifað þetta af. Ég tapaði í dag en þetta er bara byrjunin á ferðalagi mínu. Ég mun keppa í kraftakeppnum og sýna hvað ég get. Núna þarf ég bara smá hvíld og svo byrja ég að undirbúa mig,“ skrifaði Ivan Makarov.

Hér fyrir neðan má sjá hvað Hafþór Júlíus Björnsson skrifaði á sína Instagram síðu sína fyrir heimsmetstilraun Rússans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×