Íslenski boltinn

Hermann áfram í Vogunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hermann Hreiðarsson hefur gert góða hluti í Vogunum.
Hermann Hreiðarsson hefur gert góða hluti í Vogunum. getty/Barrington Coombs

Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur framlengt samning við Þrótt Vogum út næsta tímabil.

Hermann tók við þjálfun Þróttar í byrjun júlí og hefur náð afar góðum árangri með liðið. Undir hans stjórn hafa Þróttarar unnið ellefu af sextán leikjum sínum í 2. deildinni, gert þrjú jafntefli og tapað tveimur leikjum.

Þegar tveimur umferðum er Þróttur í 3. sæti 2. deildar með 41 stig, tveimur stigum á eftir Selfossi sem er í 2. sætinu.

Ekki hefur verið leikið í 2. deildinni síðan 6. október og óvíst er hvenær, eða hvort, síðustu tvær umferðirnar fara fram. Þróttur var eitt þeirra níu félaga sem skoraði á KSÍ að klára Íslandsmótið.

Hermann þjálfaði áður karlalið ÍBV og karla- og kvennalið Fylkis auk þess sem hann var aðstoðarþjálfari hjá Kerala Blasters á Indlandi og Southend United á Englandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×