Tollasvindl Oddný Steina Valsdóttir skrifar 19. október 2020 13:23 Fyrir nokkrum misserum vaknaði grunur um það að innflutningstölur á landbúnaðarafurðum til Íslands væru ekki í samræmi við útflutningstölur út úr Evrópusambandinu. Á undanförnum vikum hefur sá grunur fengið meiri og ríkari staðfestingu. Það lítur út fyrir að þetta eigi við um afurðir úr mjólk, kjöti, grænmeti og eggjum. Misræmið felst í því að meira magn vara virðist fara út úr Evrópusambandinu á útflutningsskýrslum frá tollayfirvöldum þar heldur en er tollafgreitt hingað inn í landið. Vörurnar eru semsagt tollafgreiddar á ákveðnum alþjóðlegum tollnúmerum frá viðkomandi landi en síðan eru vörurnar tollafgreiddar inn í Ísland á öðru tollnúmeri. Það má velta fyrir sér hver tilgangurinn með slíkum vinnubrögðum er. Það er allt sem bendir til að hér sé um að ræða en stórfellt tollasvindl. Tollasvindl er lögbrot en ekki „misbrestir á framkvæmd samninga“ eins og gjörningurinn hefur jafnvel verið nefndur í opinberri umræðu. Er verið að svindla? Þegar upp koma mál eins og rakin eru hér að ofan má velta því fyrir sér af hverju hlutir eru með þessum hætti. Af hverju er vara ekki tolluð inn í landið samkvæmt alþjóðareglum reglum eins og út úr því landi sem hún kemur frá. Sennilega er það vegna þess að þær vörur sem skoðaðar hafa verið eru flestar innan svokallaðra tollkvóta í milliríkjasamningum. Þar er ákveðið magn í hverjum samningi sem má versla með á milli landa sem ber annað hvort lága verðtolla eða má fara tollfrjálst milli landa. Svindlið felst því líklega í því að innflutningsaðilar koma sér undan að greiða réttmæt opinber gjöld af vörunni þegar hún kemur til landsins. Líklega er þá búið að flytja inn og fylla í það magn sem innifalið er í tollkvótum og þegar það dugar ekki innflutningsaðilum til að græða er seilst lengra. Samantekið er verið að flytja inn framhjá kerfinu til að losna við að borga skatta og skyldur í ríkissjóð, til þess að koma vöru inn á markað sem þarf ekki að fara eftir sömu leikreglum og innlend framleiðsla. Þarna er mögulega um gífurlegar fjárhæðir að ræða sem ríkissjóður verður af ár hvert. Hvers er ábyrgðin? Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum, það er þeirra að sjá til þess að alþjóðasamningum ásamt innlendum lögum sé framfylgt í landinu. Þetta mál allt þarfnast skoðunar og rannsóknar. Hvers vegna er ekki búið að gera neitt í því sem hefur vera vitað í marga mánuði? Af hverju er ekki búið að taka á tollasvindli sem varðar innflutning á ostum sem fluttir eru inn undir fölsku flaggi tollalaust sem „jurtaostar“ en á að bera toll sem hefðbundinn ostur inn í landið? Búið er að koma ábendingum á framfæri við Skattinn, fjármálaráðuneytið og sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytið. Það er búið að biðja um að farið verði eftir leikreglum alþjóðasamninga, s.s. Alþjóða tollastofnunarinnar, bæði til þess að innlendir framleiðendur búi við réttar aðstæður sem skapaðar hafa verið með samningum og einnig að ríkissjóður fá sinn hlut réttilega. Það er að vissuleiti undarlegt að stjórnvöld sem hvetja neytendur til að nýta innlenda framleiðslu til að styrkja efnahaginn skuli á sama tíma ekki taka á meintum lögbrotum sem beinlínis veikja efnahagslífið og tekjur ríkissjóðs. Sérstaklega á tímum þar sem við erum að sjá yfirvofandi aukið atvinnuleysi og eitt mesta fall í vergri landsframleiðslu í lýðveldissögunni. Þetta er ekkert flókið. Rétt skal vera rétt. Höfundur er varaformaður Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum misserum vaknaði grunur um það að innflutningstölur á landbúnaðarafurðum til Íslands væru ekki í samræmi við útflutningstölur út úr Evrópusambandinu. Á undanförnum vikum hefur sá grunur fengið meiri og ríkari staðfestingu. Það lítur út fyrir að þetta eigi við um afurðir úr mjólk, kjöti, grænmeti og eggjum. Misræmið felst í því að meira magn vara virðist fara út úr Evrópusambandinu á útflutningsskýrslum frá tollayfirvöldum þar heldur en er tollafgreitt hingað inn í landið. Vörurnar eru semsagt tollafgreiddar á ákveðnum alþjóðlegum tollnúmerum frá viðkomandi landi en síðan eru vörurnar tollafgreiddar inn í Ísland á öðru tollnúmeri. Það má velta fyrir sér hver tilgangurinn með slíkum vinnubrögðum er. Það er allt sem bendir til að hér sé um að ræða en stórfellt tollasvindl. Tollasvindl er lögbrot en ekki „misbrestir á framkvæmd samninga“ eins og gjörningurinn hefur jafnvel verið nefndur í opinberri umræðu. Er verið að svindla? Þegar upp koma mál eins og rakin eru hér að ofan má velta því fyrir sér af hverju hlutir eru með þessum hætti. Af hverju er vara ekki tolluð inn í landið samkvæmt alþjóðareglum reglum eins og út úr því landi sem hún kemur frá. Sennilega er það vegna þess að þær vörur sem skoðaðar hafa verið eru flestar innan svokallaðra tollkvóta í milliríkjasamningum. Þar er ákveðið magn í hverjum samningi sem má versla með á milli landa sem ber annað hvort lága verðtolla eða má fara tollfrjálst milli landa. Svindlið felst því líklega í því að innflutningsaðilar koma sér undan að greiða réttmæt opinber gjöld af vörunni þegar hún kemur til landsins. Líklega er þá búið að flytja inn og fylla í það magn sem innifalið er í tollkvótum og þegar það dugar ekki innflutningsaðilum til að græða er seilst lengra. Samantekið er verið að flytja inn framhjá kerfinu til að losna við að borga skatta og skyldur í ríkissjóð, til þess að koma vöru inn á markað sem þarf ekki að fara eftir sömu leikreglum og innlend framleiðsla. Þarna er mögulega um gífurlegar fjárhæðir að ræða sem ríkissjóður verður af ár hvert. Hvers er ábyrgðin? Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum, það er þeirra að sjá til þess að alþjóðasamningum ásamt innlendum lögum sé framfylgt í landinu. Þetta mál allt þarfnast skoðunar og rannsóknar. Hvers vegna er ekki búið að gera neitt í því sem hefur vera vitað í marga mánuði? Af hverju er ekki búið að taka á tollasvindli sem varðar innflutning á ostum sem fluttir eru inn undir fölsku flaggi tollalaust sem „jurtaostar“ en á að bera toll sem hefðbundinn ostur inn í landið? Búið er að koma ábendingum á framfæri við Skattinn, fjármálaráðuneytið og sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytið. Það er búið að biðja um að farið verði eftir leikreglum alþjóðasamninga, s.s. Alþjóða tollastofnunarinnar, bæði til þess að innlendir framleiðendur búi við réttar aðstæður sem skapaðar hafa verið með samningum og einnig að ríkissjóður fá sinn hlut réttilega. Það er að vissuleiti undarlegt að stjórnvöld sem hvetja neytendur til að nýta innlenda framleiðslu til að styrkja efnahaginn skuli á sama tíma ekki taka á meintum lögbrotum sem beinlínis veikja efnahagslífið og tekjur ríkissjóðs. Sérstaklega á tímum þar sem við erum að sjá yfirvofandi aukið atvinnuleysi og eitt mesta fall í vergri landsframleiðslu í lýðveldissögunni. Þetta er ekkert flókið. Rétt skal vera rétt. Höfundur er varaformaður Bændasamtaka Íslands.
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun